Berklavörn - 01.06.1939, Page 25

Berklavörn - 01.06.1939, Page 25
Jónas Kristjansson: Baráttan við berklaveikina. Berklaveikin er menningarsjúkdómur. Hún hefir verið tryggur förunautur menningarþjóðanna frá hinni fyrstu við- leitni þeirra til öflunar þeirra lífsþseg- inda, sem brotið hafa í bág við lögmál heilbrigðs lífs og framþróunar. Ýmsar mannaðar fornþjóðir, svo sem Fom- Egyptar, höfðu kynni af berklaveikinni. Um meira en hálfrar aldar skeið hafa menn vitað, að berklaveikin er næmur sjúk- dómur. Henni veldur, sem vitað er, örsmá blaðgrænulaus snýkjujurt. Þegar hún takmark okkar, að útrýma berklunum úr landinu. Ég sé mér því miður ekki fært í stuttri blaðagrein að gera þessu efni þau skil, sem ég hefði óskað, en vil að lokum beina orð- um mínum til félaga í Berklavörn í Reykja- vík og allra meðlima S. I. B. S. Það nægir ekki að varpa öllum sínum áhyggjum af fé- lagsstarfinu á herðar þeirra, sem þið hafið kosið til að hafa á hendi forustuna. Nei, hver einasti félagsmaður verður að taka virkan þátt í starfinu, útbreiða félagið og fylgja forustumönnunum fast eftir og sýna í hvívetna áhuga sinn fyrir því góða og þarfa málefni,'sem við berjumst fyrir, en sýnum fullan fjandskap þeim ægilega hvíta vágesti, sem þegar hefir á samvizk- unni dauða allt of margra landsins hraustu sona og dætra. Félagar í Berklavörn í Reykjavík! Nú er vetrarstarfið að hefjast. Sýnið áhuga ykk- ar og starfsvilja. Sækið fundi félagsins. Safnið nýjum meðlimum, og hafið það hugfast, að við verðum fyrst og fremst að treysta á okkur sjálf, okkar eigið starf, ef við viljum sjá eitthvað af áhugamálum okkar leitt til farsælla lykta. Heil til vetrarstarfsins. BERKLAVÖRN nær fótfestu og fær vaxtarskilyrði í lík- ama manna, vinnur hún tvö óhappaverk. Hún rænir líkamann næringu, og hún framleiðir banvænt eitur, sem veldur drepi og sviftir hann lífinu. Þrátt fyrir að berklasýkillinn hefir verið þekktur og lífskilyrði hans kunn um svo langt skeið, hefir lítið orðið ágengt um útrýmingu berklaveikinnar á þessum tíma. Er þar með sýnt, að þær aðferðir, sem læknis- fræðin hefir til þessa viðhaft í viðureign- inni við berklaveikina, eru ekki sigurvæn- legar. Samfara því, að berklaveikin hefir náð aukinni útbreiðslu hina síðari áratugi, hefir einnig mesti fjöldi annara kvilla, sem að vísu eru ónæmir, en með sama rétti má kalla menningarkvilla, einnig náð mikilli útbreiðslu meðal menningarþjóð- anna. Sem slíka má nefna. tannveikina, hina mörgu meltingarkvilla, blóðleysi, beinkröm, sjúkdóma í innkirtlum, t. d. skjaldkirtilbólgu, sjúkdóma í skilningar- vitum, taugabilunar- og sálsýkissjúkdóma og yfirleitt sjúkdóma í öllum líffærum. öllum þessum kvillum er það sameigin- legt, þar með talin berklaveikin, að þeir hvíla á hrörnunarástandi líkamans og eru Ijós vottur um hnignun lífsþróttar- ins. En orsakirnar til þessarar hrörnun- ar eru þær, að menningarþjóðirnar hafa yfirgefið þann farveg, sem heilbrigðu lífi og framþróun þess hefir verið skapaður frá öndverðu. í lífskröftugum, fullkomlega heilbrigðum líkama, sem lifir samkvæmt ósköpuðu lög- máli, hafa berklasýklar lítil skilyrði lífs og þrifa. Þeir deyja þar út, eins og arfi í vel ræktuðu túni. En með hrörnun þeirri, sem menningarþjóðirnar hafa skapað sér í leit sinni eftir auknum og ónáttúrleg- um lífsþægindum, hefir berklav nkinni verið rudd braut, og ekki aðeins hrnni, heldur og öllum hinum svokölluðu menn- ingarsjúkdómum. Berklaveikin og ki'abba- 21

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.