Berklavörn - 01.06.1939, Page 26
meinið eru hliðstæðir sjúkdómar. Þeir
eru svipa, sc-m náttúran móðir vor notar
á óhlýðin börn sín.
Gagnvart öllum hinum svokölluðu menn-
ingarsjúkdómum er læknisfræðin sífellt í
varnaraðstöðu, og þá einnig á stöðugu
undanhaldi, frekar en í sókn.
Aðferð læknisfræðinnar hefir verið sú,
að leitast við að lækna sjúkdómseirikenni,
í stað þess að ráðast að orsökunum og
útrýma þeim. Með þessu móti hafa þján-
ingar manna verið linaðar með deyfilyfj-
um, en sjúkdómarnir hafa því frekar orð-
ið langvarandi og ólæknandi.
Það má öllum vera ljóst, að tannveikin
verður ekki læknuð með tanndrætti eða
með tannfyllingu eða nýjum tönnum, þótt
allt séu þetta ágætar aðgerðir. Melting-
arkvillar verða ekki læknaðir, þó botnlang-
inn sé tekinn úr mönnum eða stór partur
sé skorinn af maga, vegna sárs eða
krabbameins, eða gallblaðran tekin vegna
bólgu og steina í henni. Lyfin hafa ekki
heldur læknað neinn þessara sjúkdóma,
en þau geta dregið úr þrautum í bili.
Skaðleg áhrif tóbaks og víns verða ekki
læknuð, meðan fólkið neytir þessara eit-
urtegunda. Meðan að berklaveikinni eru
sköpuð hentug vaxtarskilyrði í líkama
manna með óhepnilegum lífsvenjum, verð-
ur hún torlæknuð og ekki útrýmt. Tak-
mark læknavísindanna verður að vera út-
rýming sjúkdóma, frekar en árangurslít-
ið aðgerðarkák, sem líkist mest því að
fleygja í sjóinn.
Hin langveigamestu afrek læknavís-
indanna um langt skeið *ru þau, að tek-
ist hefir að finna orsakasambandið milli
næringarinnar og siúkdóma. Þetta nær
einnig til berklaveikinnar. Þannig hefir
verið sýnt, að næringin hefir sömu þýð-
ingu fyrir þrif og vellíðan manna og
jarðvegurinn fyrir jurtir. Næringin er
sá blómabeður, sem í þrífast hedbrigðir
og óhraustir einstaklingar, eftir því
hversu vel eða illa hann er undirbúinn.
Það hefir verið sagt um næringuna, að
hún væri sterkasti þátturinn í akkeris-
festi lífsins. Ef á honum eru bláþræðir
eða hlekkir með brotalöm, verður hún
haldlítil og bilar, þegar minnst varir.
Sem þýðingarmikil afrek læknavís-
indanna má nefna fund vítamínanna og
þýðingu þeirra í búskap líkamans. Enn-
fremur þau, að fundist hafa lífgeislarnir
í lifandi jurtum og lifandi dýravef. Þess-
ir lífgeislar hafa verið kallaðir Gurwitsch-
geislar, eftir þeim, sem fann þá. Þetta
eru efnisbundnir sólargeislar í öllum lif-
andi jurtum. Það er þetta efnisbundna
sólarmagn, sem nærir og styrkir líkam-
ann, fremur en sú fæða, sem er góður
hitagjafi, en annars dauð fæða. Bezta
sönnunin um þýðingu lífgeislanr er það,
hve vel og fljótt dýrin hressast á vorin
og hjarna, er þau hafa fengið nýgræðing-
inn. Það er með þessu sannað, að næring-
in verður að vera lifandi til þess að varð-
veita heilbrigt líf. — Líf verður að nær-
ast á lífi.
En menningarþjóðirnar hafa fundið
nóg ráð til þess að svifta næringuna lífi,
áður en hennar er neytt. Það hefir verið
gert með efnasviftingu, eins og með syk-
urgerðinni, eða með framleiðslu hins hvíta
hveitis. Einn drýgsti lífssviftir næring-
arinnar hefir þó verið mikil eða lang-
vinn upphitun næringarefnanna. Þá hefir
verið sýnt, að næring manna verður að inni-
halda\neira af lútargæfum efnum en sýru-
gæfum til þess að góð heilsa og þrif haldist.
En það er sorgleg saga, að ekkert af þess-
um afrekum læknisfræðinnar hefir ennþá
borið verulegan árangur til bættrar heilsu
alþýðu manna. Menn neyta dauðrar víta-
mínssnauðrar fæðu og svifta hana nauð-
synlegum næringarsöltum eins og áður.
Menn neyta hins hvíta sykurs, hvíta
hveitis, jafnvel í ennþá meira mæli én áð-
ur, og að sama skapi vex hrörnun og
BERKLAVÖRN
22