Berklavörn - 01.06.1939, Síða 27

Berklavörn - 01.06.1939, Síða 27
Vilhjálmur Jónsson: »Enn er ei nema hálfsótf haf«. Á meðan berklasjúklingar þurfa að dvelja lengur á heilsuhælum en þeir þurfa nauðsynlega vegna veikinnar, er ógenginn langur og þýðingarmikill áfangi í barátt- unni gegn berklaveikinni. Það er allt. of oft, að sjúklingar, sem dvalið hafa lengi á heilsuhælum, segja sem svo: „Læknarnir segja, að ég megi fara, en ég hefi enga atvinnu við hæfi mitt“. Það er svo fráleitt, að engu tali tekur — meðan aðsókn að berklahælum er jafn gífurleg og raun ber vitni um — að þeir, sem ekki þurfa hælisvistar við, skuli fyrir- byggja það, að mikið veikir sjúklingar og stórhættulegir þeirra umhverfi, meó tilliti til sýkingarhættu, skuli fá húsrúm á heilsuhælum, þar sem þeir einmitt eiga að vera, og hvergi annars staðar. Það er líka fráleitt, að ríki og framfærslustaðir berkla- sjúklinga, sem ekki þurfa hælisvistar við, skuli af sinni fátækt greiða kr. 15,00 á mánuði með hverjum sjúkling, sem þar heilsuleysi og allir menningarkvillar, þar með talin berklaveiki og krabbamein. Menn eru hræddir við að borða nokkuð ósoðið. En með suðunni fara lífgeislarnir forgörðum. Með því að hella niðúr seyð- inu af grænmeti er líka raskað samræmi milli lútargæfra og sýrugæfra næringar- salta í líkamanum. Kunstug vítamín bæta ekki úr þessum yfirsjónum. Menn spilla næringu sinni af fáfræði eða hirðuleysi og stynja undir oki afleiðinga þess. Svo fara menn í lyfja- búðir til þess að leita þangað bóta meina sinna, en lyfin, sem menn fá þar, verða bráðpbirgðabót þrautanna, en ekki lækn- ing sjúkdómanna. Þeir verða ólæknandi. BERKLAVÖRN dvelur að þarflausu, ég segi og skrifa að þarflausu, því að sá, sem nýtur t. d. lofts- brjóstsaðgerðar, sem ekki er endui'tekin oftar en á 14 daga fresti, og búinn er að vero smitlaus um 6 mánuði og með góð bataskilyrði, þarf varla hælisvistar við. Kjörorð okkar berklasjúklinga eru: Enginn berklasjúklingur lengur á heilsu- hæli en hann nauðsynlega þarf, vegna sjúkdóms hans. Öflugri leit eftir berkla- smitberum en enn þá er framkvæmd. Röntgenskoðun á öllum, ekki sjaldnar en einu sinni á ári, jafnt ógrunuðum sem grunuðum um berklaveiki. Vinnu og bætt lífsskilyrði handa sérhverjum, sem út- skrifast af berklahælum, við hans hæfi, svo að hann þess vegna þurfi ekki hvað eftir annað að leita þangað, sem „dauðinn og læknarnir búa“. Það er ekki vanzalaust, hve lífsstarf þess fólks er vanmetið, sem helgar krafta sína því, að útrýma berkla- veikinni úr landinu, og þær fórnir, sem þeir óhjákvæmilega færa, er verða veik- inni að bráð, en bera hærri hlut í þeim viðskiptum. Það má ekki lengur eiga sér stað, að það sem byggt er upp á mörgum árum, með starfi einstaklinga og fjárfram- 23

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.