SÍBS fréttir - 01.02.1985, Page 4
Björn Magnússon:
Líf og lungnateppa
í febrúarmánuði héldu S.Í.B.S. og Astma-
félagið námskeið fyrir sjúklinga með lungna-
teppu. Undirritaður hefur verið beðinn um
að gera grein fyrir tilgangi þessa fundar sem
var fyrst og fremst fræðsla, auk þess sem
skemmtiefni var á boðstólum.
En hverjir hafa lungnateppu og hvers
vegna þurfa þeir fræðslu?
HVERJIR HAFA LUNGNATEPPU?
Lungnateppa er sjúkdómur sem skerðir
útöndun annað hvort tímabundið eða var-
anlega. Með teppu er venjulega átt við þrjá
sjúkdóma þ.e. astma, lungnaþembu og
langvinna berkjubólgu. Það sem sameigin-
legt er þessum sjúkdómum er skerðing á
útöndun sem auðvelt er að mæla með önd-
unarmæli. (Sjá mynd). Með mælinum er út-
öndunarhraðinn mældur í lítrum á sek.
(FEV,). Þegar útöndunin hefur fallið niður
í 1 1 á sek. verða menn örkumla vegna mæði
þ.e.a.s. mæðin gerir vart við sig við
minnstu hreyfmgar og getur jafnvel verið til
staðar í hvíld. EinfÖld mæling útöndunar
gefur frekar en nokkur rannsóknaraðferð
önnur upplýsingar um ástand sjúklingsins
og getur jafnvel gefið til kynna hverjar lífs-
horfur hans eru líkt og blóðþrýstingsmæl-
ing getur veitt sömu upplýsingar um sjúk-
linga með háan blóðþrýsting.
Orsakir lungnateppu eru margvíslegar,
þannig stafar astmi oft af ofnæmi eða erfð-
um en lungnaþemba og langvinn berkju-
bólga orsakast langoftast af tóbaksreyking-
um. Útöndun reykingamanna skerðist allt
að þrefalt hraðar með vaxandi aldri heldur
en meðal þeirra sem ekki reykja og um 20 af
100 þeirra fá lungnaþembu eða berkjubólgu
fyrir utan svo alla aðra kvilla sem reykingar
valda.
HVERS VEGNA ÞARF FRÆÐSLU?
Lungnateppa er sjúkdómur sem oftlega
krefst gjörbreytingar á lifnaðarháttum fórn-
arlambanna. Fræðsla er því nauðsyn þar
sem aðlögun að breyttu líferni er erfið.
Hugleiðum t.d. að sjúklingarnir geta þurft
að breyta um vinnuaðferðir, jafnvel að gefa
upp á bátinn atvinnu sína. Þeir þurfa að læra
orkusparnað og vinnueinfoldun við dagleg
störf en jafnframt að stunda reglubundna
úthaldsþjálfun til að bæta starfsemi hjarta-
og æðakerfis.
Fáir eða engir sjúklingar þurfa eins á
þjálfun að halda og einmitt þeir sem hafa
langvinna lungnasjúkdóma. Vítahringur
úthaldsleysis skapast vegna þess að minnsta
áreynsla veldur mæði, sem er óþægileg eins
og menn vita, þannig að sjúklingarnir láta
undir höfuð leggjast að halda við þreki sínu
með eðlilegum hætti.
Með þjálfun og fræðslu má ábyggilega
lengja að mun starfsaldur sjúklinganna og
köma í veg fyrir að þeir dragi sig í hlé eða
4
SÍBSfréttir