SÍBS fréttir - 01.02.1985, Side 8
Rannveig Löve:
Fróðlegt og
þróttmikið þing
24. þing SÍBS var haldið að Reykjalundi
dagana 29. og 30. scpt. í haust (1984).
Skólahljómsveit Mosfellssveitar stóð á
hlaðinu og fagnaði þingfulltrúum með
hressilegri tónlist þegar þá bar að garði.
PINGSETNING
Kjartan Guðnason formaður SÍBS setti
þingið með hátíðarræðu. Hann bauð full-
trúa velkomna til þingstarfa, vakti athygli á
hinum nýja vistlega fundarsal og þakkaði
framkvæmdastjóra Reykjalundar og starfs-
fólki hans frábæran undirbúning þingsins,
sem að mestu hvíldi á þeirra herðum. Ping-
heimur tók undir orð hans með lófataki.
ÞEMA PINGSINS: ATVINNULEG
ENDURHÆFING
24. þingi SÍBS hafði verið valið leiðarefni
eða þema, sem var atvinnuleg endurhcefing
allra þeirra sem af aðskiljanlegum orsökum
hafa skert vinnuþrek eða hæfni til fyrri
starfa.
Frummælandi var Oddvar Sande frá
Arbeitsdirektoratet í Osló. Flutti hann fróð-
legt erindi um aðgerðir og starfshætti
Arbeitsdirektoratsins sem annast hvort-
tveggja í senn: endurhæfingu til starfs og
vinnumiðlun. Enda hefur skrifstofan á að
skipa sérhæfðu starfsliði á mörgum sviðum,
sem vinnur saman að lausn mála. Má þar til
nefna lækna, félagsráðgjafa, sálfræðinga og
aðra sérfræðinga í endurhæfingarmálum.
Áhersla er lögð á að öryrkinn eða hinn
starfshamlaði einstaklingur, sem um er rætt
hverju sinni, sé virkur þátttakandi í með-
ferðaráætluninni svo og fjölskylda hans ef
því er að skipta.
Sérstakur starfsmaður skrifstofunnar (att-
föringstjenestemann) sér síðan um fram-
kvæmd allra áætlana, hvort sem um er að
ræða endunnénntun einstaklingsins, endurltæf-
ingu til annarra eða sömu starfa við breytt
skilyrði eða starf á vernduðum vinnustað.
Og að lokum að finna honum starf við hæfi
á hinum opna vinnumarkaði, en það er hið
endanlega markmið.
Haukur Pórðarson yfirlæknir á Reykja-
lundi og Steinar Gunnarsson framkvæmda-
stjóri Múlalundar fluttu síðan upplýsandi
erindi um þessi mál hér á landi. Athygli
vakti umfjöllun Hauks um hugtakið
„verndaður vinnustaður“ kosti þess og
galla. Væntanlega gefst síðar kostur á að
ræða það mál hér eða á öðrum heppilegum
vettvangi.
Að loknum framsöguerindum hófust
umræður um þau og spurningum var
svarað.
Verkefnisnefnd var síðan falið að draga
saman áhersluatriði og senrja ályktun um
aðgerðir sem miða að markvissri endurhæf-
ingu öryrkja eða starfshamlaðra einstak-
linga.
8
SÍBSfréttir