SÍBS fréttir - 01.02.1985, Side 10
stjórn VAR að sjá um að þegar yrði hafist
handa um að skrifa sögu staðarms og þess
starfs, sem þar hefur farið fram frá upphafi
til þessa dags.
Stjórn VAR var einnig falið að sjá um
útgáfu sögunnar í samráði við stjórn SÍBS.
Saga Reykjalundar er merk saga sem jafn-
framt er hluti af sögu þjóðar okkar á hrað-
fara breytingatímum.
„Hálfnað er verk þá hafið er“ segir mál-
tækið. Svolitlu hefur verið safnað til sögu
Reykjalundar í sjálfboðavinnu en „betur má
ef duga skal“ og væntanlega tekur stjórn
Reykjalundar snarlega við sér og hefst
handa af alvöru við efnissöfnunina, af nógu
er að taka og því mikil vinna framundan.
„SÍBSFRÉTTIR" FJÓRUM SINNUM
Á ÁRI
Síðast en ekki síst ber að geta þess að 24.
þing SÍBS samþykkti að hefja útgáfu á
fréttabréfi til félagsmanna. Bréfið skyldi
bera nafnið „SÍBSfréttir“ og sendast öllum
SÍBS-félögum fjórum sinnum á ári þeim að
kostnaðarlausu.
Og hér með, félagi góður, hefur þú í
höndunum fyrsta eintakið af „SÍBS-
fréttum".
Við trúum því að fréttabréfið tengi hóp-
ana, styrki starf okkar allra, og samstöðu
um velferðar- og hagsmunamál SÍBS-
félaga.
„Styðjum sjúka til sjálfsbjargar“.
Rannveig Löve
Ályktun verkefnisnefndar 24. þings
SÍBS:
24. þing S.Í.B.S. leggur áherslu á að unnið
verði að markvissri endurhæfmgu fatlaðra
sem miði að því að gera þá starfhæfa á hinum
almenna vinnumarkaði.
Til að ná þessn marki þarf að leggja áherslu á
eftirfarandi atriði:
1) Forsendur hins vinnufatlaða til þjálfunar í
ákveðið starf, séu kannaðar gaumgæfilega
í samráði við hann sjálfan.
2) Stóraukin verði fræðsla er geri viðkom-
andi starfhæfan á nýju sviði, sé þess þörf.
3) Vinnumiðlun verði stóraukin og hafi á að
skipa sérmenntuðu starfsliði er myndi
vinnuhóp með hinum fatlaða, ásamt fólki
úr heilbrigðis- og félagsþjónustu.
4) Unnið verði að því að fyrirtæki taki fatlaða
til þjálfunar og starfa, enda séu þau ræki-
lega upplýst um gildi þess fyrir þau sjálf og
samfélagið.
5) Leggja ber áherslu á að fyrirtæki aðlagi
húsnæði og alla aðstöðu fatlaðra á vinnu-
stað, enda hljóti fyrirtækin sjálf styrk til
þess samkvæmt lögum.
6) Hlutast verði til um að hið opinbera gangi
á undan með góðu fordæmi um ráðningu
fatlaðra sem njóta eða notið hafa endur-
hæfingar til vinnu, samanber ákvæði í
lögum þar að lútandi.
7) Hinum vinnufatlaða séu tryggð full laun
meðan á starfsþjálfun stendur.
8) Lögð sé áhersla á að fyrirtæki komi upp
þjónustu, sem miði að því að koma í veg
fyrir ótímabæra skerðingu á vinnufærni
starfsmanna sinna, m.a. vegna aðstæðna á
vinnustað. Hér gæti t.d. verið um að ræða
1) tilfærslu í starfi, 2) líkamsþjálfun og 3)
kennslu í öðrum störfum og nám í því
sambandi. Æskilegt er að fulltrúar a)
heilsugæslustöðva, b) fulltrúar vinnuveit-
enda og vinnuþega ásamt c) vinnuþega
sjálfum myndi starfshóp til þess að vinna að
þessum málum.
10
SÍBSfréttir