SÍBS fréttir - 01.02.1985, Page 13

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Page 13
Stjóni Landssamtaka hjartasjiiklinga ajhendir lceknum Landspítalans Holtcrtœkið. Fremst á myndinni má sjá prófessor Þórð Harðarson. DV-mynd CVA unarfræðinga í kynnisferð til Reynolds- fyrirtækisins í London í sambandi við notkun og meðferð hins nýja hugbúnaðar. Okkur í stjórn Landssamtaka hjartasjúk- linga fannst það vel við eiga og í samræmi við okkar stefnumál að fylgja þessu máli heilu í höfn með því að kosta annan hjúkr- unarfræðinginn frá Landspítalanum í þessa för þar sem fullkomin tilsögn fæst í notkun og meðferð þessa dýrmæta tækis og fylgir sú ákvörðun nreð í gjafabréfi því, sem ég mun nú afhenda prófessor Þórði Harðarsyni til fullrar eignar og umráða f.h. Landspítala íslands.“ Þá aflienti formaður L.H.S. prófessor Þórði Harðarsyni gjafabréf svohljóðandi: „Með bréfi þessu er yður, herra prófessor fyrir hönd lyfjadeildar Landspítala íslands, falið að veita móttöku hjartasíritum (Holter-tækjum) ásamt tölvuvæddum úr- lestrarhugbúnaði til fullrar eignar og um- ráða. Gjöf þessari fylgir loforð um greiðslu farar- og dvalarkostnaðar fyrir hjúkrunar- fræðing til kynningar á notkun nefnds hug- búnaðar í London, þá er stjórn lyfjadeildar telur slíkt tímabært. Það er ósk gefenda, að fyrrgreint tæki verði staðsett á hjartadeild spítalans í umsjá lækna og annarra sem við þá deild starfa. Megi gæfa og gifta fylgja tækjum þessum SÍBSfréttir 13

x

SÍBS fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.