SÍBS fréttir - 01.02.1985, Side 15

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Side 15
Stefán Ólafsson: Vandi hinna alltof mörgu Hvað er ofnæmi og af hverju fær maður ofnæmi? Þetta er, eins og stjórnmálamennirnir segja þegar þeir vita ekki svarið, já þetta er ansi góð spurning. Þeir lærðu, sem eiga að vita, eru ósam- mála og við hin, þau fávísu, verðum þeim mun ruglaðari sem skýringunum fjölgar. Maður getur fengið ofnæmi fyrir nánast öllu milli himins og jarðar. Dýrahár, raki, frjókorn, kemísk efni, málmar og síðast en ekki síst matur, allt getur þetta valdið ofnæmi. Vandi ofnæmissjúkra er margvíslegur, auk sjúkdómsins sjálfs. Þeir verða m.a. að sætta sig við að fæstir skilja (eða trúa) hvað gerist í eða á þeirra kroppi þegar ofnæmið grasserar. Hvað þá að þeir hinir sömu komi auga á samhengi sinna gjörða, (t.d. reyk- inga) og ástands hins sjúka (hann fölnar, fer að hósta, rennsli byrjar úr nefi og augum, andardrátturinn verður „pípandi", úðabrús- inn tekinn ótæpilega í gagnið=astmakast í uppsiglingu). Þetta er reyndar skiljanlegt. Hvernig útskýrir þú liti fyrir sjónlausum manni? Ég heyrði nýlega um blinda stúlku sem sagðist oft verða miður sín þegar fólk ræddi um liti af því að hún skildi ekkert hvað fólkið var að tala um. Þetta var henni algerlega óskilj- anlegt. Það er hins vegar staðreynd að fæstir verða nokkuð sárir eða leiðir þó að þeir skilji ekki sjúklinginn eða vanda hans. „Stundum langar mig til að arga“, segir margur, „en auðvitað þegir maður“. Þannig fer fyrir flestum, þeir gefast upp og bera sinn vanda í hljóði. Samlíkingin við blindu var kannski ekki nógu góð. Og þó. Setjum sem svo, að þau öll hin, þessi ofnæmis- (og skilnings-) lausu, séu blind og að við verðum að útskýra lit- ina, þ.e. einkennin og vandkvæðin í daglega lífinu, fyrir þeim. Þá liggur þetta allt ljóst fyrir. Þau skilja ekki baun í því sem verið var að ræða — og það sem er öllu verra, þeim er alveg sama. Ofnæmi er alltof oft afgreitt sem ímyndun eða della, í besta falli sérviska. Gæludýraeigendur eru margir afar tor- tryggnir á fullyrðingar um skaðsemi kvik- enda sinna og hafa menn jafnvel hlotið af þessu kárínur nokkrar. Heyrst hefur t.d. að mjög hafi fækkað ferðum eins sérfræðings- ins á tónleika eftir að söngkona nokkur króaði hann af á konsert og krafði skýringa á því hvers vegna hann vildi alla ketti feiga! Kettir eru reyndar, svo öllu gamni sé sleppt, einhverjir verstu ofnæmisvaldar sem um getur. Reykingamenn eru síst tillitssamari. Þó vita þeir upp á sig skömmina ef á þá er gengið. Gallinn er bara sá að það hefur hingað til talist til almennra mannréttinda SÍBSfréttir 15

x

SÍBS fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.