SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 18

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 18
Davíð Gíslason: Medic Alert ÖRYGGI í NEYÐARTILFELLUM Medic Alert er fullkomnasta öryggiskerfi, sem völ er á í heiminum í dag, fyrir sjúk- linga með bráða eða hættulega sjúkdóma. Eftir nærri fjögurra ára undirbúningsstarf hyllir nú undir það, að þessu kerfi verði komið á fót hér á landi. Medic Alert var fyrst stofnað í Turlock í Kaliforníu 1965 af lækninum Marion C. Collins. Þrem árum áður hafði dóttir hans verið nærri því dáin úr bráðalosti eftir stífkrampasprautu, sem hún hafði ofnæmi fyrir. Vildi Collins koma í veg fyrir læknisfræðileg óhöpp eða óþarfa drátt á nauðsynlegri meðferð í bráðatilfell- um með Medic Alert. Medic Alert veitir sérstakt öryggi þeim, sem geta misst meðvitund vegna sjúkdóms síns eða orðið ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum af öðrum ástæðum, t.d. eftir slys. ÞREFALT UPPLÝSINGAKERFI Öryggið, sem Medic Alert veitir, byggir á þremur upplýsingakerfum. í fyrsta lagi eru sjúklingarnir eða aðrir notendur Medic Alert látnir bera á sér málmplötu í armbandi eða hálsmeni með nauðsynlegustu upplýs- ingum svo sem sjúkdómsgreiningu. Þeir sem ekki eru veikir geta, ef þeir vilja, látið skrá aðrar mikilvægar upplýsingar á málm- plötuna t.d. um notkun snertilinsa. í öðru lagi fá menn kort með nafni sínu, nafni læknis síns, sjúkdómsgreiningu og upplýs- ingum um bráðnauðsynlega meðferð. Á málmplötunni og kortinu er einnig síma- númer sérstakrar vaktstöðvar, sem hringja má í sjúklingnum að kostnaðarlausu til þess að fá frekari upplýsingar. Vaktstöðin er þriðji liður öryggiskerfisins. í henni er spjaldskrá yfir alla, sem njóta öryggiskerfis Medic Alert og nokkuð nákvæmari upplýs- ingar en komast fyrir á kortinu. Árlega verður kannað hvort einhverjar breytingar hafi orðið á sjúkdómum eða meðferð og upplýsingum í öryggiskerfinu breytt í sam- ræmi við það. MEDIC ALERT í 18 LÖNDUM Alþjóðasamtök Medic Alert (Medic Alert Foundation International) starfa nú í átján löndum og verður ísland væntanlega fyrst Norðurlandanna til þess að taka þátt í þessu samstarfi. Þegar er þó komin hreyfing í þá átt, að stofna Medic Alert á hinum Norður- löndunum. Er afar mikilvægt að þau verði sem fyrst þátttakendur vegna þess hve mikið íslendingar ferðast til Norðurland- anna. KÖPAVOGSFUNDURINN 11. FEBR. ’81 Frumkvæði að stofnun Medic Alert á ís- landi átti Björn Guðmundsson iðnrekandi, og hreyfði hann hugmyndinni fyrst á fundi 18 SÍBSfréttir

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.