SÍBS fréttir - 01.02.1985, Qupperneq 19
í Lionsklúbbi Kópavogs 11. febrúar 1981.
Hann var þá fulltrúi Norðurlandanna í
alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar. Hafa
Lionsmenn síðan unnið að undirbúningnum
hér á landi en fengið ýmis félög og samtök
til liðs við sig á lokastigi, m.a. SÍBS.
Ákveðið er að mynda sjálfseignarstofnun
Medic Alert á íslandi. Standa vonir til að
formlega verði gengið frá stofnuninni í lok
janúar 1985, en þá kemur til landsins Alfred
A. Hodder forseti alþjóðasamtaka Medic
Alert. Mun hann þá veita íslandsdeildinni
formlega inngöngu í alþjóðasamtökin.
HJARTA- OG SYKURSJÚKIR,
ASTMA- OG OFNÆMISSJÚKIR
Vonandi verður starfsemi Medic Alert
öflug hér á landi. Læknum hefur lengi verið
ljós þörfin á svona öryggiskerfi fyrir fjöl-
menna hópa sjúklinga eins og hjartasjúk-
linga og sykursjúka. Þetta á ekki síður við
um astmasjúklinga og ofnæmissjúklinga en
þeir eru fjölmennir innan SÍBS. Medic Alert
starfar án hagnaðarsjónarmiða. Öll þjónusta
verður því látin í té á lægsta mögulega
verði. Greiðsla fyrir ævilanga þjónustu
hefur ekki enn þá verið ákveðin, en miðað
við verðlag í desember 1984 er líklegt að
hún verði um 600 kr. Innifalið í verðinu
verður áletruð málmplata úr stáli, í arm-
bandi eða hálsfesti, kort með endurnýuðum
upplýsingum á hverju ári og vaktmiðstöð,
þar sem varðveittar verða upplýsingar um
sjúklinginn og þær endurnýjaðar eftir
þörfum. Vaktmiðstöðin verður opin allan sólar-
hringinn og verður hægt að hringja þangað
hvenær sem er og hvaðan sem er úr veröld-
inni, endurgjaldslaust.
Dæmi um sjúkdóma
er skrá má á merki yðar eða spjald:
Sykursýki (Diabetes mellitus)
Flogaveiki (Epilepsia)
Dreyrasýki (Hemophilia)
Astma (Asthma)
Addisons veiki (Morbus Addisonii)
Kransæðaþrengsli (Morbus arteriae coronariae)
Gangráður við hjarta („Cardiac Pacemaker")
ígrætt nýra (Transplantatio renalis)
Heila- og mænusigg (Sclerosis disseminata)
Dæmi um
ofnæmi:
Bóluefni (hverju ?)
Penicillin
Sulfa
Tetracyklin
Jod
Scoline
Asperín
Morfín
Skordýr
Dæmi um lyf eða
hjálpartæki:
Barksterar
Blóðþynningarlyf
Antabus
MAO-hemlar
Insúlín
Skj aldkirtilslyf
Snertilinsur
Hjartagangráður
SÍBSfréttir
19