Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.07.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 15.07.2016, Blaðsíða 22
„Tröllaskegg og skollakræða eru skemmtilegar fléttur,“ segir Hörð- ur Kristinsson sem nýlega gaf út bókina Íslenskar fléttur. Hörður hefur verið afkasta- mikill fræðimaður á sviði grasafræði og eftir hann liggja tæplega 150 ritsmíðar á ýmsum sviðum. Í bókinni er fjallað um 392 tegundir íslensku fléttuflórunnar. En hvaða fléttur þykja Herði standa upp úr? „Ein tegund sem ég hef gaman af er tröllaskegg. Flétta sem fjallgöngumenn rekast á þegar þeir fara upp á hæstu tinda. Í 1100-1200 metra hæð sjá þeir venjulega trölla- skegg á einhverri steinnibbu sem stendur langt upp í loftið – hátt uppi í fjöllum á veðurbörðum stöðum. Tröllaskegg eru gulgræn og svartyrjótt og vekja þess vegna athygli þegar fjall- göngumenn eru komnir upp. Þegar þeir líta sér nær en ekki á útsýnið sjá þeir tröllaskegg.“ Hann segir að erfitt sé að gera upp á milli flétta og bætir því við að önnur komi ekki síður upp í huga sér: „Skollakræða er líka einstök flétta. Þetta er stór og áberandi flétta sem hefur eiginlega þröngvað sér inn í stað hreindýramosa sem margir þekkja og er ljós á lit. Á landræna svæðinu er skollakræf- an meira áberandi og þar sem hún lítur út fyrir að vera hreindýramosi, því hún er svo ljós, þá halda margir að um hreindýramosa sé að ræða,“ bætir Hörður við. | bg 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016 Uppáhalds íslensku flétturnar hans Harðar Tröllaskegg og skollakræður Hörður Kristins- son gaf nýlega út bók um 400 íslenskar fléttur. Fjallgöngumenn sjá tröllaskeggg á hæstu tindum. Margir ruglast á skollakræðu og hreindýramosa. Ég er hrifnari af því að ferðast niður á við, kafa dýpra. Annað er væm-ið,“ segir tónskáldið Bára Gísladóttir sem nýver- ið gaf út plötuna Brimslóð fyrir kontrabassa og rafhljóð. Hún sótti innblástur í hafið og skiptist verkið í þrjá hluta eftir lagskiptingu þess; Grynni, Miðbik og Dýpi. „Fyrsti hluti verksins hefst á Grynni, þar á eftir kemur Miðbik og endar síðan á Dýpi. Ég hef mik- ið verið að vinna með það í tón- listinni að byrja á því grunna og kafa niður í það djúpa. Finnst það áhugaverðara því við vitum ekki hvað er á dýpinu.“ Lýsa má tónlist Báru sem stem- ingsfullri þar sem unnið er með ákveðið viðfangsefni og áheyrandi upplifir sem hann sé á staðnum, hafinu til dæmis, þar sem heyra má í nið þess, öldugangi og vind- um. Lítið er um laglínur. „Ég geri aldrei laglínur lengur. Finnst það bara leiðinlegt. En ég pæli mjög mikið í áferð, textum og litum. Er hrifin af öllu sem er hrátt, kalt, blautt og blátt. Þess vegna var mjög gaman að semja tónlist sem á að vera stemningsmúsík fyrir hafið.“ Rafhljóð spila stórt hlutverk í nýrri verkum tónskáldsins en það hafði hana ekki grunað þegar hún byrjaði í tónlist. „Það má segja að elektró sé nýjasta hljóðfærið í klassískri tónlist. Raftónlist er alveg ný fyrir mér og gerðist bara óvart. Þegar ég byrjaði í tónlist var það hið eina sem ég ætlaði aldrei að gera. En ég er farin að fíla hana meira og meira. Raftónlistin er eins og annar útlimur hljóðfæra. Margir verða þungir því þeim finnst búið að gera allt í klassískri tónlist. Raftónlist er svarið.“ Nú eru konur í miklum minni- hluta tónskálda, hvernig er að vera ung kona í þessum bransa? „Oftast mjög gaman en það er remba í þessum geira og maður er oft „ignoreraður“ af karlkyns samstarfsmönnum. Margir halda ennþá að konur geti ekki samið tónlist og ég hef fengið hrósið: Til hamingju með þetta verk, það er eins og karlmaður hafi skrifað þetta. Fólk meinar ekkert illa held- ur er bara „ignorant“. Núna eru tvær konur af fimmtán í tónsmiða- deildinni sem ég er í, fyrir nokkru vorum við þrjár og það var met.“ Hún segir þó að svo virðist sem hlutirnir séu að breytast hægt og rólega. Nóg er á döfinni hjá Báru en fyrir utan tónleika í Hörpu með hópunum Errata Collective og TAK ensemble pantaði Sinfóníuhljóm- sveit Helsingborgar nýlega verk eftir hana. „Það þarf að vera tilbú- ið í ágúst þannig ég þarf að komast upp í bústað í bráð og klára að semja.“ Bára Gísladóttir er hrifin af því að ferðast niður á við. Við vitum ekki hvað er á dýpinu Tónskáldið Bára Gísladóttir er hrifin af öllu sem er hrátt, kalt, blautt og blátt. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Þórunn Jörgensen, Talia Sif Gultekin og Ugla Stef- ánsdóttir eru óaðskiljanlegar vinkonur og vilja helst alltaf vera þrjár saman. „Við höfum þekkst lengi og vissum hver af annarri en smullum saman verslunarmanna- helgina árið 2012 á Akureyri. Síðan höfum við verið límdar saman.” Þær eru allar úr Grafarvogi, eiga sama vinahóp og hafa allar verið í Borgarholtsskóla. „En núna er Ugla útskrifuð.“ Aðspurðar um hvort það sé ekki flókið að vera þrjár, neita þær því. Þeim líður best þegar þær eru allar saman. „Við eigum sömu áhugamál og það besta sem við gerum er að fara út að skemmta okkur. Við elskum að kynnast nýju fólki og það gengur best þegar við erum allar þrjár saman. Okkur finnst líka æðislegt að ferðast og fara á tón- leika og uppákomur.“ Þær segja að fólk þekki þær sem þríeyki og ef einhverjar tvær sjást saman, sé alltaf spurt hvar sú þriðja sé. Samheldnin hefur líka áhrif á ástarmálin, segja þær hlæjandi. „Engin okkar hefur átt kærasta síð- an við kynntumst. Ef einhver okkar er hitta strák, þá verður hann fljótt hluti af okkur þremur.“ Vináttan Óaðskiljanlegt þríeyki Júlí- blómið Blóm mánaðarins er af blágresisætt og nefn- ist Armeníublágresi. Það er bleikt eða dökkbleikt og þrífst best í sól eða hálf- skugga í venjulegri garðmold. Talía, Þórunn og Ugla; „Við höf- um þekkst lengi og vissum hver af annarri en smullum saman verslunarmannahelgina árið 2012 á Akureyri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.