Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.07.2016, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 15.07.2016, Blaðsíða 47
„Það er virkilega gaman að vinna með leikmönnum, ungum sem eldri, og hjálpa þeim að verða betri. Þú kynnist mörgu skemmtilegu fólki, bæði leikmönnum, foreldr­ um, og svo þjálfurum í þínu félagi og öðrum liðum. Mér hefur alltaf þótt sérstaklega skemmtilegt að fara í keppnisferðir út á land eða út fyrir landsteinana,“ segir Orri Þórðarson, þjálfari meistaraflokks kvenna í FH. Orri segir framtíð kvenna­ knattspyrnu vera bjarta. „Það er gott grasrótarstarf í félögunum víða um landið og ég held að fótbolti sé vinsælasta íþróttagreinin hjá stelp­ um. Við eigum gott landslið og efsta deild kvenna er í mikilli sókn. Um­ fjöllun hefur aukist jafnt og þétt og vonandi heldur sú þróun áfram.“ Hvaða ráð hefur þjálfarinn fyrir upprennandi knattspyrnustelpum? „Setja sér raunhæf markmið og vinna að því að ná þeim. Verið dug­ legar að æfa ykkur sjálfar. Það þarf ekkert að fara í einkaþjálfun til þess að verða betri í fótbolta, það eina sem þarft er bolti. Leitið ráða hjá þjálfurum ykkar hvernig þið getið æft ykkur heima til þess að verða betri í ákveðnum þáttum leiksins.“ Orri leggur áherslu á mikilvægi þess að borða góðan kvöldmat og hvílast vel. „Á leikdegi á að borða góðan morgunmat og byrja að hugsa um leikinn. Passa sig á að gleyma ekki neinu, mæta á réttum tíma, hlusta á þjálfarann og leggja sig alla fram fyrir liðið. Gefa af sér til liðsins með því að tala inn á vellinum; leið­ beina, hrósa og hvetja. Og síðast en ekki síst að njóta þess að spila fót­ bolta með vinkonum sínum.“ Öflugt grasrótarstarf leiðir bjarta framtíð Nafn: Orri Þórðarson Starf: Þjálfari meistaraflokks kvenna í FH. Menntun: Grunnskólakennari, UEFA A-réttindi. Áhugamál: Tónlist, útivera, fót- bolti, stjórnmál, umhverfisvernd, bókmenntir og margt fleira. Met í að halda á lofti: Eitthvað í kringum 1500–2000, minnir mig. Gló · Hæðasmára 6 · Kópavogi · Sími 553 1111 · www.glo.is · #GloMeUp · @gloiceland Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar …símamótið 20167 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016 Verið duglegar að æfa ykkur sjálfar. Það þarf ekk- ert að fara í einka- þjálfun til þess að verða betri í fótbolta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.