Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.07.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 15.07.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016 www.husgagnahollin.is 558 1100 Þú finnur útsölubæklinginn á www.husgagnahollin.is Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is ÚTSALA Sumar afsláttur 60%Allt að CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 89.990 kr. 119.990 kr. AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 30% ÖLL SMÁVARA FRÁ IVV SALLY Hægindastóll PU-leður Litir: Brandy, brúnn og svartur. 29.990 kr. 39.980 kr. AFSLÁTTUR 25% KIRUNA U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm 179.990 kr. 239.990 kr. AFSLÁTTUR 25% NEPTUN Borðstofustóll. Eik og krómlappir. 10.990 kr. 14.990 kr. AFSLÁTTUR 26% ÚTSALA Sumar á dögunum að ekki hafi verið farið að lögum í tengslum við byggingar á landi hans og að öll viðbrögð borg- arinnar varðandi málsmeðferðina væru beinlínis handahófskenndar. Þannig hafa borgaryfirvöld áður fjarlægt óleyfismannvirki af landi Hrafns. Járnblómahörgur, ekki bátaskýli Svo segir einnig orðrétt í álitinu: „Þá verður einnig talið afar ámælis- vert að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurbogar hafi ekki sinnt því að grípa til aðgerða í samræmi við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í málum varðandi lóðina að Laugarnestanga og svæðið þar í kring. Er vandséð hvernig mark- miðum laga á sviði skipulags- og byggingarmála verði náð með slíku aðgerðar- og sinnuleysi af hálfu Reykjavíkurborgar.“ Meðal bitbeina í áliti umboðs- manns er nokkuð sem hann nefnir bátaskýli. Það er þó rangnefni, enda húsið heilagt, að sögn Hrafns, og það staðfestir Hilmar Örn Hilmars- son allsherjargoði sem hefur haldið nokkrar vígsluathafnir í skýlinu, sem ber nafnið Járnblómahörgur. Hörgur er heiðið blóthús eða blót- stallur. Augnayndi fyrir húmorista „Ég segi bara við þig, það er alltaf gott þegar það koma ungir ofur- hugar, og það er þakklátt, en þá verða menn líka að þekkja for- söguna,“ segir Hrafn sem tekur málinu af stóískri ró, enda sjálfur að takast á við flensu þegar viðtalið var tekið. „Þetta er bara guðshús og það hefur engan praktískan tilgang fyrir mig. Það stendur bara þarna og er eflaust augnayndi fyrir þá sem hafa húmor fyrir svona lagað, menn verða að hafa húmor,“ seg- ir Hrafn ennfremur, en svo virðist sem borgaryfirvöld deili ekki sama skopskyni, en í versta falli verður hörgurinn fjarlægður á kostnað Hrafns. Dálítið afstætt hugtak Hilmar Örn Hilmarsson allsherj- argoði sagði í samtali við Frétta- tímann að hann hefði haldið fjórar vígsluathafnir í hörgnum. „Ég hef meðal annars gef- ið sonum Hrafns nafn,“ útskýr- ir hann. Spurður hvort þarna sé um heilagan stað að ræða, svarar Hilmar því til að það sé á dálítið gráu svæði. „Þetta er eins og með kirkjugriðin, dálítið afstætt hug- tak,“ segir Hilmar Örn. „Hugmyndin var nú samt sú að heiðnir menn hefðu aðgang að þessum hörg og gætu notað hann ef þeir vildu undir athafnir. Hrafn lagði því mikið upp úr því að húsið væri helgað,“ útskýrir Hilmar. Hvern á hörgurinn að særa? Hann segist ekki geta ímyndað sér að hörgurinn sé fyrir nokkrum manni, „og ég skil ekki í rauninni hvern hörgurinn ætti að særa,“ bætir Hilmar við. Spurður hvort það kæmi til greina að ásatrúarmenn hlutuðust til um hörginn með formlegum hætti, verði niðurstaðan sú að það eigi að rífa hann, svarar Hilmar: „Ég sé ekki að við gætum gert það. En ef svona staðir eru skemmdir, þá er það tilfinningalegur skaði fyrir okkur. Ef ég tala fyrir sjálf- an mig, þá þætti mér leiðinlegt ef hann yrði rifinn.“ Íbúinn í hörgnum Blaðamaður ákvað að fara með ljósmyndara að hörgnum til þess að skoða hann betur og átta sig á aðstæðum. Það er óhætt að full- yrða að hörgurinn sé nokkuð vígalegur með ryðguðu stáli ofan á þakinu og veðruðum turni. Það var þá sem blaðamaður hitti Alsír- inginn Jozef, sem sat í makindum í hörgnum og naut veðursins. Jozef talaði litla sem enga ensku en þó kom í ljós í örstuttu spjalli við Jozef að hann héldi til í hörgn- um. „Ég bjó á Hringbrautinni, svo missti ég það. Þá reyndi ég að vera í gistiskýlinu, en það var ekki nógu gott,“ útskýrði hann. Spurð- ur hvort hann héldi til í hörgnum, með samþykki Hrafns, brosti hann breitt og svaraði játandi. „Hann er frábær náungi. Hann sest stundum hérna með mér,“ sagði Jozef og benti á stól við borðið þar sem hann sat. Óðinn og Freyr gæta hörgsins Jozef segist hafa komið frá Frakk- landi og vera með franskt vegabréf, hann væri í vinnu, en það væri erfitt að finna húsnæði í borginni sem væri viðráðanlegt. Þangað til héldi hann til í hörgnum hjá Hrafni. Samkvæmt síðustu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs mun málsmeðferð gegn Hrafni hefjast á ný og fær hann til þess lögbundinn andmælarétt. Fari málið á versta veg þarf að rífa niður mannvirkið. Bæði hörginn sem og fleiri mann- virki á lóðinni. Hrafn tekur þó fálega í málið og segir að lokum: „Ef menn vilja brjóta niður guðshús, þá hugsa ég bara til Óðins, sem er inni í hörgn- um, og Freys, en ég á von á að álf- ar og tröll og fleira furðufólk, sem leitar oft í minn félagsskap, passi upp á hörginn.“ „Ef menn fá eitthvert stórkostlegt kikk út úr því að brjóta niður guðs- hús, þá brjóta þeir það bara niður,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson, en minnisblað var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á dögunum um að gefa á Hrafni kost á að fjarlægja svokölluðu óleyfismannvirki af lóð sinni innan ákveðins tímafrests. Það er óhætt að fullyrða að Hrafn hafi sett Reykjavíkurborg í ákveðið stjórnsýslulegt uppnám en um- boðsmaður borgarbúa úrskurðaði „Þetta er eins og með kirkjugriðin, dálítið afstætt hugtak.“ Hörgurinn er vígður af allsherjargoða. Myndir | Hari Borgin vill fjarlægja ólöglegan hörg Samfélagsmál Reykjavíkur- oborg krefst þess að skýli á lóð Hrafns Gunnlaugssonar verði fjarlægt. Skýlið var vígt af allsherjargoða og er nú híbýli Alsírings. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Jozef segist búa í hörgnum að öllu jöfnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.