Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.07.2016, Page 47

Fréttatíminn - 15.07.2016, Page 47
„Það er virkilega gaman að vinna með leikmönnum, ungum sem eldri, og hjálpa þeim að verða betri. Þú kynnist mörgu skemmtilegu fólki, bæði leikmönnum, foreldr­ um, og svo þjálfurum í þínu félagi og öðrum liðum. Mér hefur alltaf þótt sérstaklega skemmtilegt að fara í keppnisferðir út á land eða út fyrir landsteinana,“ segir Orri Þórðarson, þjálfari meistaraflokks kvenna í FH. Orri segir framtíð kvenna­ knattspyrnu vera bjarta. „Það er gott grasrótarstarf í félögunum víða um landið og ég held að fótbolti sé vinsælasta íþróttagreinin hjá stelp­ um. Við eigum gott landslið og efsta deild kvenna er í mikilli sókn. Um­ fjöllun hefur aukist jafnt og þétt og vonandi heldur sú þróun áfram.“ Hvaða ráð hefur þjálfarinn fyrir upprennandi knattspyrnustelpum? „Setja sér raunhæf markmið og vinna að því að ná þeim. Verið dug­ legar að æfa ykkur sjálfar. Það þarf ekkert að fara í einkaþjálfun til þess að verða betri í fótbolta, það eina sem þarft er bolti. Leitið ráða hjá þjálfurum ykkar hvernig þið getið æft ykkur heima til þess að verða betri í ákveðnum þáttum leiksins.“ Orri leggur áherslu á mikilvægi þess að borða góðan kvöldmat og hvílast vel. „Á leikdegi á að borða góðan morgunmat og byrja að hugsa um leikinn. Passa sig á að gleyma ekki neinu, mæta á réttum tíma, hlusta á þjálfarann og leggja sig alla fram fyrir liðið. Gefa af sér til liðsins með því að tala inn á vellinum; leið­ beina, hrósa og hvetja. Og síðast en ekki síst að njóta þess að spila fót­ bolta með vinkonum sínum.“ Öflugt grasrótarstarf leiðir bjarta framtíð Nafn: Orri Þórðarson Starf: Þjálfari meistaraflokks kvenna í FH. Menntun: Grunnskólakennari, UEFA A-réttindi. Áhugamál: Tónlist, útivera, fót- bolti, stjórnmál, umhverfisvernd, bókmenntir og margt fleira. Met í að halda á lofti: Eitthvað í kringum 1500–2000, minnir mig. Gló · Hæðasmára 6 · Kópavogi · Sími 553 1111 · www.glo.is · #GloMeUp · @gloiceland Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar …símamótið 20167 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016 Verið duglegar að æfa ykkur sjálfar. Það þarf ekk- ert að fara í einka- þjálfun til þess að verða betri í fótbolta

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.