Fréttablaðið - 10.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.02.2017, Blaðsíða 6
Snjóar mikið á vesturströnd Bandaríkjanna Þessi maður var að hreinsa göngustíga í New York-borg með snjóblásara eftir mikla snjókomu á vesturströnd Bandaríkjanna í gær. Búist var við að 30 sentímetra snjólag myndi falla í New York og 45 sentímetrar í Boston. Þúsundum flugferða var aflýst í gær vegna óveðurs. Fréttablaðið/EPa Rússland Rússneski stjórnarand- stæðingurinn Alexei Navalní ætlar ekki að láta dómsúrskurð stöðva framboð sitt til forseta. Hann hlaut dóm fyrir spillingu, en segir dóm- inn sprottinn af pólitískum rótum og ætlar að áfrýja. Fyrir fjórum árum hlaut Navalní, sem hefur verið í fararbroddi bar- áttu gegn spillingu í Rússlandi, sams konar dóm en þeim dómi var síðar hnekkt. Í réttarsalnum á miðvikudag gerði hann mikið grín að dómaranum, sagði hann endur- taka sömu mistökin og fyrri dómari hefði gert, enda væri úrskurðurinn nánast samhljóða eldri dómnum. Samkvæmt rússneskum lögum má enginn, sem hefur dóm á bakinu, bjóða sig fram til forseta. Navalní segist þó ekki ætla að láta það stöðva sig, því stjórnarskráin kveði á um að einungis þeir sem sitji í fangelsi megi ekki bjóða fram. Hann hafi ekki setið af sér neinn dóm. – gb Stefnir ótrauður á framboð gegn Pútín alþingi Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smá- sölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frum- vörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vil- hjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjáns- son og svo Vilhjálmur Árnason. Frumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einka- réttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hrein- lega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smá- sölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálf- stæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, for- seti Alþingis, segir fjölmörg þing- mannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði sam- þykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónu- legu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. jonhakon@frettabladid.is Hafa barist fyrir sama málinu í sextán ár Teitur Björn Einarsson verður fimmti þingmaðurinn til að leggja fram frumvarp um afnám á einkarétti ríkisins til að selja áfengi. Forseti Alþingis segir fjölmörg þingmannamál vera lögð ítrekað fram. Áherslur þingflokkanna skipti máli. Stöðugar breytingar verða á verslunarneti ÁtVr, en verslanirnar eru nú tæplega 50. Þessi mynd var tekin þegar ný verslun var opnuð í Spönginni. Fréttablaðið/VilhElm Forseti Alþingis er forseti allra þing- manna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða per- sónulegu skoðanir hann hefur. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis dómsmál Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjöl- miðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. Í gær var fyrirtaka í máli hans gegn Sigmundi Erni Rún- arssyni, dagskrárstjóra sjónvarps- stöðvarinnar Hringbrautar. Fréttamönnum Ríkisútvarpsins, Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra, Pálma Jónassyni og Hjálmari Friðriks- syni, hefur einnig verið stefnt ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarps- stjóra. Í báðum stefnunum er þess krafist að ærumeiðandi ummæli verði ómerkt og Guðmundur fái miskabætur greiddar. Stefnan gegn Sigmundi Erni tekur til níu ummæla sem birtust á hring- braut.is. Sex þeirra ummæla snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnavið- skipti Guðmundar, þá er fullyrt að „hann sigli undir fölsku vegabréfs- flaggi“. Stefnan gegn starfsmönnum RÚV er mun umfangsmeiri, eða samtals fjórtán blaðsíður, og tekur til alls 28 ummæla sem féllu í útvarpsfréttum og á vef Ríkisútvarpsins í janúar og maí 2016. Farið er fram á samtals tíu milljónir króna í bætur fyrir ummæl- in sem flest snúa að áðurnefndum meintum fíkniefnaviðskiptum. – snæ Sigmundi stefnt vegna ummæla um Spartakus Í gær var fyrirtaka í máli Guðmundar gegn Sigmundi Erni, dagskrárstjóra hringbrautar. Fréttablaðið/StEFÁn Viðskipti Landsbankinn hagnaðist um 16,6 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári samkvæmt ársupp- gjöri sem var kynnt í dag, en hagn- aður bankans á árinu 2015 nam 36,5 milljörðum króna. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 13 milljarða króna arður til hluthafa en bankinn er að langstærstum hluta í eigu ríkisins. Til viðbótar hyggst bankaráð leggja til sérstaka arðgreiðslu á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi. Eigið fé bankans var 251,2 millj- arðar króna í árslok 2016 og eigin- fjárhlutfallið var 30,2 prósent af áhættugrunni. Í tilkynningu vegna uppgjörsins kemur fram að arðsemi eigin fjár hafi verið 6,6 prósent í fyrra, samanborið við 14,8 prósent árið áður. Hreinar vaxtatekjur voru 34,7 milljarðar króna og hreinar þjón- ustutekjur námu 7,8 milljörðum króna. Aðrar rekstrartekjur námu 6,1 milljarði króna. Virðisbreyting- ar útlána voru neikvæðar um 318 milljónir króna. Rekstrarkostnaður var 23,5 milljarðar króna. – skh Greiðir ríkinu 13 milljarða 16,6 milljarða hagnaður varð á rekstri Landsbankans eftir skatt í fyrra. Alexein Navalni ætlar ekki að láta ásakanir og dóm um spillingu stöðva sig í framboði til forseta. 1 0 . f e b R ú a R 2 0 1 7 f Ö s t U d a g U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 1 0 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 5 -5 9 6 C 1 C 3 5 -5 8 3 0 1 C 3 5 -5 6 F 4 1 C 3 5 -5 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 9 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.