Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2016, Page 11
Fréttir 11Vikublað 23.–25. febrúar 2016
JEEP WRANGLER UNLIMITED RUBICON ←
Fyrsta skráning 2/2010. Diesel. Ekinn aðeins
61 þús km. Dana 44 hásingar. Aftengjanlegar
jafnvægisstangir. Læst drif. Dráttarkrókur. Harður
toppur sem hægt er að taka femsta hluta af.
Bíllinn er boðinn á innflutningsverði.
Okkar verð:
6.900.000 KR.
Gerðu daginn
eftirminnilegan
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Bakarameistari & Konditormeistari
Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is
Kaupa út minni hluthafa Bakkavarar
Bakkavararbræður bjóða 900 milljónir fyrir 1,5% hlut
B
ræðurnir Ágúst og Lýður
Guðmundssynir hafa ásamt
bandaríska vogunarsjóðnum
Baupost Group gert tilboð
í um 1,5% hlut í breska matvæla
fyrirtækinu Bakkavör Group Lim
ited. Hluturinn er í eigu 2.800 ís
lenskra hluthafa og er metinn á 900
milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum DV
munu allir hluthafar í Bakkavör
Group fá sent kauptilboð á næstu
dögum. Tilboðið, sem kemur
frá Bakkavör Group og Bakk AL
Holdings Limited, félagi í eigu
bræðranna og sjóða í stýringu hjá
Baupost, hljóðar upp á um 500
krónur á hlut. Verður þeim sem
taka tilboðinu, fram að 15. mars
næstkomandi, greitt í krónum inn
á bankareikninga sína. Það er sama
tilboð og greitt var í janúar síðast
liðnum til íslenskra lífeyrissjóða og
BG12 sem seldu þá 50,1% í breska
matvælafyrirtækinu.
DV greindi í lok janúar frá því að
Arion banki og ýmsir íslenskir líf
eyrissjóður myndu bókfæra hagnað
upp á samtals tæplega 16 milljarða
króna við sölu á 46% hlut BG12 slhf.
í Bakkavör Group. Stærstu eigendur
BG12 eru Arion banki, Lífeyrissjóð
ur verzlunarmanna, Gildilífeyris
sjóður, ásamt fleiri lífeyrissjóðum
og fagfjárfestum. n
haraldur@dv.is
Náðu aftur yfirráðum Bræðurnir
Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu
Bakkavör árið 1986.
Virðist hafa Vaktað húsið
n Konan var ein í hálftíma í fyrsta skipti eftir fyrri árásina þegar seinni árásin var gerð n Móabarðs- málið vekur mikinn óhug
„Það er mjög ólíklegt að maðurinn sé
að fremja kynferðisglæp í fyrsta skipti,“
segir Kristján Guðmundsson, sálfræði-
kennari við Kvennaskólann og starfandi
sálfræðingur, um gerandann í málinu.
Hann segir enn fremur að maðurinn
virðist vera eldri en gengur og gerist í
svona glæpum. Mennirnir séu yfirleitt
undir þrítugu en lögreglan hefur lýst eftir
manni á aldrinum 35 til 45 ára.
Tekið skal fram að Kristján þekkir
umrætt mál ekki nema af fjölmiðlaum-
fjöllun. Hann þekkir hins vegar vel til
afbrotafræðinnar og segir að þeir sem
fremji svona alvarlega glæpi byrji ekki
afbrotaferil sinn með jafn alvarlegum
glæp. „Það þróast upp í þetta, byrjar
smærra og vex síðan. Hann segir að
svona mál geti hæglega farið á versta
veg, takist ekki að hafa hendur í hári þess
sem svona gerir. Kristján segir að ástæð-
una fyrir því að menn fremji svona glæpi
megi oft rekja til einhverra áfalla eða
einhvers atburðar sem verði kveikjan að
svona hegðun. Hann nefnir að hann gæti
til dæmis hafa upplifað nýlega höfnun,
til dæmis frá kærustu. Hins vegar geti
líka verið að skýringin sé læknisfræðilegs
eðlis. Þekkt sé að framheilaskaði geti
haft ófyrirséða hegðun í för með sér. „Svo
er það auðvitað þetta alþekkta dóp.“
Kristján segir að það hvernig fyrri
árásin hafi borið að minni hann á hátta-
lag eins frægasta raðmorðingja sögunn-
ar, Alberts DeSalvo, sem myrti 13 konur
í Boston á sjötta áratugnum. DeSalvo,
eða The Boston Strangler, var að sögn
Kristjáns ekki kærður fyrir nauðganir
eða morð heldur fyrir að brjótast inn í
húsin. Hann hafi villt á sér heimildir með
því að þykjast ætla að lesa af mælum.
Stundum hafi hann sagst vera að leita
að fyrirsætum og sannfærði konur um
að leyfa honum að taka af sér mál. Hann
hafi því ekki verið ógnvænlegur við fyrstu
viðkynningu.
Kristján segir að mál sem þessi
séu afar erfið þar sem lögreglan hafi
takmarkaðar upplýsingar. Það leiði til
orðróms og kjaftasagna sem stundum
spinnist upp þar til lögreglan sjái ástæðu
til að leiðrétta. Hann segir ljóst að konan,
sem fyrir árásinni varð, þurfi verulega
mikla hjálp. Þá hafi rannsóknir sýnt
að þeir sem komi að því að hjálpa fólki
við þessar aðstæður þurfi ekki síður á
aðstoð að halda; áfallahjálp eða annarri
meðferð.
Spurður hvaða áhrif þessi atvik komi til
með hafa á nágranna konunnar eða konur
í sambærilegri stöðu, segir hann varhuga-
vert að draga of miklar ályktanir. „Svona
glæpir eru með ólíkindum sjaldgæfir.“
baldur@dv.is
Líklega ekki fyrsta árásin
Sálfræðingur rýnir í Móabarðsmálið
geti ekki upplýst um aðgerðir sínar.
Heimildir DV herma þó að ekkert
slíkt eftirlit hafi verið til staðar fyrir
síðari árásina.
„Við erum að leita að hinum
grunaða og vonumst til að fá ein
hverjar nýtilegar vísbendingar,“
segir Árni Þór. Í tilkynningum frá
lögreglunni hefur manninum verið
lýst þannig að hann sé um 180 sentí
metrar á hæð, fölleitur, var dökk
klæddur, með svarta húfu og svarta
hanska þegar hann réðst á konuna
í fyrra skiptið. Hann er talinn vera á
aldrinum 35–45 ára. Þeir sem geta
veitt upplýsingar um manninn eða
ferðir hans eru beðnir að hafa sam
band við lögreglu í síma 4441000
eða á netfangið abending@lrh.is. n