Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2016, Síða 22
18 Menning Vikublað 23.–25. febrúar 2016
Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
eldbakaðar eðal pizzur
sími 577 3333
É
g brosti út í annað þegar ég
hlustaði á viðtal við Vigni
Rafn Valþórsson, leikstjóra
verksins, á leið á frumsýningu.
Hann svaraði einmitt þeirri
spurningu sem brann á mér og varð-
aði það hvernig hægt væri að taka
rúmlega 500 blaðsíðna skáldsögu
í þyngri kantinum og umbreyta í
tveggja tíma leikhúsverk. Svar leik-
stjórans hljómaði eitthvað á þá leið að
leikhópurinn klippti allt sem honum
þótti leiðinlegt í burtu. Safaríkustu og
skemmtilegustu kaflarnir voru síðan
skeyttir saman með það að markmiði
að skapa heilsteypta sýningu þar sem
umfjöllunarefnið væri popúlismi og
fasismi. Trú mín á verkinu óx til muna
við þessi orð því þarna var augljóslega
á ferðinni listamaður sem þorði að
segja hlutina hreint út. Hann var ekk-
ert að tipla á tánum í kringum hand-
hafa Íslensku bókmenntaverðlaun-
anna 2012, Eirík Örn Norðdahl og
verðlaunaverk hans, Illsku. Það vant-
aði bara að hann segði okkur hversu
margar blaðsíður, mörg orð, hefðu
þótt of leiðinleg, það hefði verið svo
skemmtilega í stíl við verkið þar sem
alls kyns tölfræðilegar samantektir
eru alls ráðandi. Viðtalinu lauk svo
á því að leikstjórinn sagði sýninguna
að öllum líkindum vera mikilvægustu
leiksýningu sem sést hafi á Íslandi
lengi. Kokhraustur er hann, hugsaði
ég með mér. Kokhraustur mátti hann
vera hugsaði ég að sýningu lokinni.
Nýnasískur ástarþríhyrningur
Í stuttu máli fjallar sýningin um
Agnesi sem vaknar upp við hliðina
á Ómari á heimili sínu í Kópavogi.
Ómar er íslenskufræðingur, vinalegur
gaur sem þó er vinalaus eftir að hafa
gengist við nauðgun nokkrum árum
áður. Hann er líka atvinnulaus í upp-
hafi sambands þeirra en fær síð-
ar vinnu hjá Dominos. Agnes er af
litháískum uppruna en hefur alist
upp hér á landi. Hún er að skrifa rit-
gerð um helförina og hefur uppi á
nýnasistanum Arnóri, með það að
markmiði að nýta sér viðhorf hans
í skrifum sínum. Skoðanir Arnórs
eru líkt og við má búast, veröld hans
er svart-hvít og allar skilgreiningar
reiðubúnar og flokkaðar í stafrófsröð.
En þrátt fyrir tourette-einkennin og
öfgafullar skoðanir er Arnór ágengur
og girnist Agnesi. Agnes heillast af
honum og saman stunda þau þokka-
lega spennandi tækjum búið kynlíf.
Agnes verður barnshafandi og veit
ekki hvort sambýlismaðurinn Ómar
eða nýnasistinn Arnór sé faðirinn.
Þeir taka báðir ástfóstri við barnið og
kljást að lokum um faðernið.
Yfirþyrmandi en kynþokkafullur
Sólveig Guðmundsdóttir fer með hlut-
verk Agnesar. Hún virkaði svolítið
óörugg í fyrri hluta sýningarinnar og
framsögn hennar var óskýr á köflum.
Það var hins vegar allt annað að fylgjast
með henni eftir hlé, hún var kraftmikil,
viðkvæm, angistarfull og sannfærandi
þegar hún reyndi að endurvekja sam-
band sitt við Ómar og koma lífi sínu
á réttan kjöl. Af hálfu höfunda hefði
mátt taka svolítið meiri efnivið úr
bókinni til að undirbyggja hlutverkið
betur. Hannes Óli Ágústsson leikur
Ómar, sambýlismann Agnesar. Hann
er algjörlega sniðinn í hlutverkið og
skapar einstaklega trúverðugan ungan
mann með hófstilltum og vönduðum
leik. Stjarna sýningarinnar er þó
Sveinn Ólafur Gunnarsson sem fer á
kostum í hlutverki nýnasistans Arnórs.
Texti hans, sem á köflum er algjörlega
galinn, rann upp úr honum með svo
sannfærandi hætti, að maður var far-
inn að hafa áhyggjur af áhrifum sýn-
ingarinnar. Tourette-kækirnir voru
nánast yfir þyrmandi en samt tókst
honum að skapa einn kynþokkafyllsta
karlmann sem sést hefur á sviði hér í
vetur.
Mikilvæg sýning
Sviðsmyndin er í raun einn stór stigi
upp á svalir salarins, með breiðum,
hvítum þrepum. Leikstjóri nýtir
sviðið til hins ýtrasta og tekst oft mjög
vel upp með þau atriði þar sem leik-
ararnir standa í hver í sinni tröppunni
og horfa fram í salinn á meðan þeir
ræða saman, líkt og algengt er að sjá
í sjónvarpi. Með tónlist, dans atriðum
og vörpun myndefnis á þennan trölla-
stiga sköpuðust óteljandi skemmti-
leg minni og vísanir, nánast sýning
inni í sýningunni. Þá má geta þess að
öll umferð leikara um sviðið, upp og
niður, fram og til baka, var einfald-
lega óaðfinnanleg. Það skyggir hins
vegar á, að áhorfendur sitja hringlaga
í kringum sviðið og þeir sem sitja við
endana hljóta að fá töluvert skerta
sýn miðað við þá sem sitja fyrir miðju.
Þó að leikritið sé ekki eins og
bókin þá er handritið býsna gott.
Samtölin eru vel slípuð og renna
eðlilega og áreynslulaust. Persónur
eru vel skapaðar, trúverðugar og
vekja áhuga. Styrkur verksins felst
í því að þrátt fyrir einarða pólitíska
afstöðu höfundar þá virðir hann
skoðana frelsi og ferðast langar leiðir
í leit að ástæðum fyrir þeim hugsjón-
um sem þessa dagana virðast því
miður njóta sívaxandi fylgi. Því tek
ég undir með leikstjóranum, þetta
er að öllum líkindum ein mikilvæg-
asta sýning leikhúsanna í nokkurn
tíma og listamönnunum til mikils
sóma. n
Kviðmágar kljást
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Illska
Leikgerð: Óskabörn ógæfunnar, byggt á
bók eftir Eirík Örn Norðdahl
Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson
Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Sólveig
Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnars-
son ásamt Ungliðahreyfingu ógæfunnar
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Guðmundur Jörundsson
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson
Vídjó: Frosti Jón Runólfsson
Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Óskabörn ógæfunnar
Unnu Illsku upp úr verðlauna-
bók Eiríks Arnar Norðdahl. „Þetta er
að öllum
líkindum ein
mikilvægasta
sýning leikhús-
anna í nokkurn
tíma og lista-
mönnunum til
mikils sóma