Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1927, Blaðsíða 5
rauöann lit, yrði látinn £ herbergi
með rauðum veggjum og minnti Þá nokk-
uð mikið á hina Þektu bók Strindbergs.
Veggjalitir í sjúkraherbergjum er
að sömnu ekki Ijettasta viðfangsefnið
að leiða til lykta. &rái eða grábrúni
liturinn er, eins og áður er á vikið,
enginn heppilegur litur í baksýn fyr-
ir fölar og veiklulegar manneskjur,og
varla getur hjá Því farið, að slíkir
litir hafi ömurleg áhrif á sjúklinginn
sem oft er dapur í bragði og líður
illa. Á sjúkrastofu, Þar sem alt á að
vera hægt að Þvo, hanga engar myndir
á veggjum, enginn sólargeisli endur-
speglast í gyltum umgjörðum, Þess
vegna verður Það að vera sjálfur lit-
urinn á veggjunum er lífgar upp,verð-
ur hann að vera skýr og bjartur, Þó
ekki of sterkur svo að hann Þreyti,en
heldur ekki of blandaður svo hann sýn-
ist óhreinn. Ef valdir væru grænir
eða bláir litir yrði að gæta Þess,að
Þeir væru ekki kuldalegir, heldur
yrði Þvert á móti aö keppa að Því,að
litirnir væru sem hlýastir og við-
feldnastir. Blái liturinn ætti helst
að vera vatnsblár og sá græni ljós-
mosgrænn.
Fyrir rúmum 20 árum kom jeg til
Stockhólms til að kynnast síðústu nýj-
ungum og framförum á sviði hjúkrunar
m.m. Jeg var Þá nýkomin frá hinu
mikla Eppendorfer-sjúkrahúsi í Ham-
borg og stóðu mjer fyrir hugskotssjón-
um fölu andlitin í gráu rúmunum £ hin-
um afarstóru grámáluðu sjúkrasölum,
Yfirgnæfandi dapurlegt.1 Á Mar£u
sjúkrahúsinu £ Stockholm sá jeg svo
alt £ einu ljósgræna veggi og rauöa
lista og Það voru sannarlega Þægileg
viðbrigði eftir alt Þetta endalausa
gráa. Yfirlæknir sjúkrahússins kvaðst
hafa gert nokkrar tilraunir með liti
og numið staðar viö Þann græna, sem
væri einna hlýlegastur og mest hvild
fyrir augað,
Á "Kirurgiska sjukhuset" £ Helsing-
fors, voru skömmu siðar gerðar sömu
tilraunir. Allar sjúkrastofur'voru
málaðar ljósgrænar, en borðstofur og
gangar allir hvitir, Þótti sá litur
heppilegastur, Þvi strax sáust óhrein-
indi, sem hægt var að ráða bót á.
Með Þessum lita-athugunum viö hæfi
hinna ýmsu sjúklinga, álit jeg að
stórt spor hafi verið stigið £ áttina
til að gera sjúkrahúsdvölina svo vist-
lega sem frekast er unt.
Þátttakendur £ alheimssjúkramótinu
£ Helsingfors 1925, er skoðuðu "Kirur-
giska sjukhuset", dáðust mjög að hinum
upplifgandi litum. Þó eru Þeir til enn
sem halda Þv£ fram, aö grái liturinn
eigi afarvel heima á sjúkrahúsum, en
Þeir reikna ekki með næmleik sjúkra á
Þessu sviði.
Hve sterk sl£k áhrif geta verið,
sjest best af eftirfarandi sönnum við-
burði^
Sjúklingur einn, sem átti skamt eft_
ir ólifað, að Þvi er álitið var, og
sjálf var Þrotin að viljaÞreki og mót-
stöðuafli, var á "Kirurgiska sjukhuset"
flutt úr herbergi sinu, sem Þá var með
hinum gamla grábrúna "sjúkrahúslit",£
eitt af herbergjunum sem nýbúið var að
mála ljósgrænt. Fyrst i stað tók hún
ekki eftir neinni breytingu, en morg-
uninn eftir, Þegar hún lauk upp augun-
um, skein sólin inn £ herbergið, hún
leit forviða kringum sig og sagði:
"Mjer finnst jeg vera komin út á tún
£ sólskini" Og upp frá Þeirri stundu
hófst bati hennar.
Ef jeg með Þessum linum gæti vakið
athygli Þeirra, er hafa yfirráð á
sjúkrahúsum vorum, til íhugunar, hversu
afarnauðsynlegt Það sje að gefa gaum
að áhrifum lita, Þegar máluð eru her-
bergi sjúkrahúsanna, væri tilgangi min-
um náð.
Frk. Martha G-uðnadóttir hefir frá
1.júli fehgið stöðu sem aðstoðarhjúkr-
unarkona við sjúkrahúsið á Isafirði,
Frk. Elsa Kristjánsdóttir, er hefir
lokið námi s£nu við Fredriksberg spit-
ala £ Khöfn, hefir verið ráðin aðstoð-
arhjxkrunarkona (Vikar) að heilsuhælinu
á Vifilsstöðum sumarlangt.