Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1927, Blaðsíða 8
-e-
ingstíma fyrir hjúkrunarnemana og var
talin mikil framför. Við nánari
athugun varð jeg Þess vör, að hjúkr-
unarnemarnir á Þessum 6 mánaða undir-
búningstíma voru aðallega notaðir til
Þess að halda hjúkrunarkvennabústaðn-
um hreinum - 03 var Þar innifalinn
uppÞvottur á matarílátum, stigaÞvott-
ur 0.fl. um leið og jurtagarðurinn
umhverfis bústaðinn áttf algjörlega að
vera undir Þeirra umsjón, Tvisvar í
viku höfðu Þær kenslustund, £ tíma í
hvert sinn, og var Þeim Þar aðallegá
kent, hvernig Þær ættu að hegða sjer
sem hjúkrunarkonur. Þetta er ekkert
sjerstakt dæmi um, hversu hjúkrunar-
nemarnir oft eru misnotaðir í starfi
sí nu.
Önnur aðferð er oft notuð í sama
augnamiði, og er hún sú, að andlegir
kraftar Þeirra eru beygðir, með Því
að sýna Þeim hversu auðvirðilegar og
vankunnandi Þær sjeu í byrjun námsins.
Afleiðingarnar verða oft Þær, að
hjúkrunarkonurnar missa starfsgleði
sína og sjálfstraust. Þætti mjer lík-
legt að Þessar aðferðir hjúkrunar-
námsins sjeu orsökin til Þess,hversu
sáraféum leiðtogum hjúkrunarkvenna-
st jettin, í mörgum löndum. hefir á að
skipa. Starfsgleði og trú á framför-
um Þess eru tveir eiginleikar sem
leiðtoginn verður að hafa.
Til Þess að mæta kröfum nútímans,
verðum við að hafa vakandi aug'a á
breytingum og. nýjum hreifingum,Þeim,
er nú ganga yfir heiminn. Við verðum
að færa okkur í nyt alt Það heil-
brigða og góða, sem vísindin og notk-
un Þeirra hafa á boðstólum, t,d. hvað
stjórnsemi og uppeldismál snertir.
Okkur verður aó vera Það ljóst að
hjúkrunarnám, sem var ágætt fýrir 10
árum síðan, er ekki nothæft nú. Tím-
inn eykur Þroskaj ef viö óskum eftir
góðum framförum fyrir hjúkrunar-
kvennas t j e t tina, verða állir Þeir er
hafa nám og uppeldi hjúkrunarr.ema með
höndum, að gera að skyldu sinni að
auka ment sína stöðugt og víkja eigi
af Þroskabraut sinni á meðan Þeir haf-
a Þessum störfum að sinna.
Ein af stærstu skyldum og störfum
hjúkrunarkonunnar er að kenna.'Þetta
gildir fyrst 03 fremst heilbrigðis-
hjúkrunarkonuna, sem á að vera, eins
og sagt er í Ameríku "a missionary of
healthj' Einnig á heimilishjúkrunarkon-
an og spítalahjúkrunarkonan að skoða
Það sem aðalskyldu sína, að hjálpa
sjúklingnum til að öölast heilsu sína
og síðan kenna honum að varðveita hana
- hún má ekki ganga alveg upp í hjúkr-
unaraðgerðum, sem veita sjúklingnum
ró aðeins um stundarsakir; sjóndeild-
arhringur hennar verður að vera víður.
Og ekki síst verða Þær hjúkrunarkonur,
er hafa undir höndum hjúkrunarnema,að
vera kennarar bæði í orði og verki.
Jeg hugsa mjer að Það sjé aðeins
tímaspursmál, áður en Þess verður kraf-
ist, að allar hjúkrunarkonur, sem hafa
ábyrgð á námi ungu s túlknanna, að með-
töldum deildarhjúkrunarkonum og aðstoð-
arhjúkrunarkonum, verði að hafa fengið
sjerstakt námskeið að hjúkrunarnáminu
loknu. Þetta námskeið ætti að auka
Þekkingu Þeirra á Þeirri sjergrein
hjúkrunar er Þær velja sjer, og um
leið gefur Það Þeim uppeldisfræðslu.
Hin fullkomnasta hjúkrunarkensla
er jeg hefi sjeð, er á Professor Pir-
quets "Kinderklinik" í Wien, Þar sem
hjúkrunarnemarnir við hið mikla "All-
gemeines Krankenhaus" verða að vera 9
mánuði af hinum 3.ára námstíma sínum.
Hjer verða deildir hjúkrunarkonunnar
að bæta við sig sjerstöku námi, áður
en Þær fa stöðu og kenna Þær síðan bæöi
á sjúkradeildunum og í skólastofunura.
Næsta blað kemur út í byrjún okt.
Greinar og auglýsingar í Það verða að
vera komnar til ritstjórnarinnar fyrir
1. okt.
Samkvæmt brjefi,er Pjel,ísl.hjúkrun-
arkvenna hefir borist frá "Dansk Syge-
plejeraad" í Khöfn,getum vjer tilkynt,
að meðlimir P.X.H. njóta framvegis
sömu rjettinda og danskar hjúkrunarkon-
ur á sumarbústað D.S. R. í Vedbæk.
Staðurinn er tilvalinn til sumar-
dvalar,húsið stendur á mjög fallegum
stað,Eyrarsund blasir við og miklir
skógar umhverfis.
Boðið hefir verið Þakksamlega með-
tekið frá fjelagsins hálfu og látum
Það hjermeð berast,ef einhverjar ísl.
hjúkrunarkonur vildu athuga Þetta.
Afar heppilegt fyrir Þær sem dvelja
í Danmörku.