Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1927, Qupperneq 6

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1927, Qupperneq 6
-6- 2 HJtTKRUNARKONUR fá atvinnu í Kristneshælinn á komanda hausti, sem sje yfirhjúkrunarkona og hjálparhjúkrunarkona. Launakjör eft- ir launataxta fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna. Umsóknarfrestur til 1. ágúst. Umsólmir skal senda mjer undirrituöum. F.h. stjómar Kristneshælis Rvík ?J\ júní 1937. G. Björnson landlæknir. HJOKRUNAKKVENMASTJETTIM OG ÞROSKUN HENNAR. III.Starfsvi , (Niöurl. ) ið hjukrunarkvennafJelaga I lok síðustu aldar byrjuðu h'júkr- unarkonur ýmsra Þjóða að mynda með sjer fjelagsskap, Pyrstu Þjóðir er tóku sjer Þessa stefnu voru Stóra- ^retland og Bandaríkinjhið fyrnefnda Þegar árið 1888. A báðum stöðum voru hjúkrunarkonur mjög háðar kvenfrels- ishreyfingunni. AIÞjóðasamband kvenna hefir verið og er enn til ómetanlegs gagns fyrir Þær Þjóðir, sem eigi hafa komið góðu skipulagi á hjúkrunarstjetl sína. Stendur Sambandið Þar á bak við sem siðferðisleg stoð og veitir hjúkr< unarkonunum hugrekki til að bæta náms- tíma og lífsskilyrði stjettar sinnar. Smátt og smátt hefir fjelagsskap- urinn breiðst út og nálega árhvert myndast ný hjúkrunarkvennafjelög. T. d hafa á árunum 1922-26 verið sett á stofn hjúkrunarkvennafjelög í Búlgaiíu Eistlandi, Frakklandi, G-rikklandi, Kóreu, Letlandi og á Filippinereyjun- um. Fjelagsskapur Þessi hefir á mörgum sviðum unnið mikið gagn. Þess gerist naumast Þörf fyrir mig hjer, að skýra frá Því, hversu mikið hefir verið unn ið að Því að bæta kjör hjúkrunar- kvenna, með ellistyrk, sjúkravátrygg- ingum og sjúkrasamlögum, Þareð Norð- ur-Evrópu Þjóðirnar skara langt fram úr öðrum Þjóðum á Þessum sviðum. Róm- versku Þjóðirnar hafa gert dálítið, engilsaxnesku Þjóðirnar aftur á móti sama sem ekki neitt. Það má með sánni segja, að ca.46 Þjóðxr hafa nú vel æfðum hjúkrunar- konum á að skipa og af Þeim munu 24 Þjóðir hafa myndað með sjer hjúkrun- árkvennafjelög, sem á allan hátt hafa reynt að vekja áhuga landstjórnanna fyrir starfsemi sinni og Þannig feng- ið lög sín og áform viðurkend. 1 löndum Þeim, sem hjúkrunarkvennafje- lögin eru á góðu Þroskastigi, er tek- ið mikið tillit til Þessa, enda verð- ur maður Þar var við stöðugar endur- bætur á hjúkrun og námi. Fjelögin hafa einnig mikil áhrif á breyt.ingar og endurbætur hjúkrunarlaga. Þegar árið 1901 fjekk Nýja-Sjá- land hjúkrunarlög sín staöfest og voru Það hin fyrstu hjúkrunarlög í heiml. Þetta litla land stendur sennilega ennÞá fremst í flokki á Þessu sjerstaka lagasviði. 1 Nýja- Sjálandi er Það með lögum útilokað, að nokkur geti tekið'Þóknun fyrir hjúkrun sína, sem eigi hefir ríkis- viðurkenningu sem lærð hjúkrunarkona. Þetta er regla, sem enn eigi hefir verið unnt að koma á annarsstaðar, Þrátt fyrir miklar tilraunir. Ennfremur hafa hjúkrunarkvennafje- lögin unnið af kappi að Því, að end- urbæta vinnutíma hjúkrunarkvenna - í áttina til 8 kl. stunda vinnu á dag (Þ. e. 48 stundir á viku). Nýja-Sjá- land er hjer sem víðar í broddi fylk- ingar og hefir enginn hjúkrunarskóli Þar leyfi til að vinna lengur en 8 stundir á dag. Sama er að segja um hinar lærðu hjúkrunarkonur; eru Þar tftlin meðmæli með hverju sjúkrahúsi, að hjúkrunarkonurnar gegni starfa sín- um eigi lengur en 8-9 stundir í einu. 1 Kaliforniu er 8 stunda vinnutími meö lögum innleiddur n öllum opinber- um stofnunum. I Hollandi er 8 stunda vinnutími mjög algengur o. s. frv. Endurbætur á hjúkrunarnáminu er einnig mjög ofarlega á dagskrá hjúkr- unarkvennafjelaganna. Jeg vil leyfa mjer að minnast nánar á Þessa sjer- grein síðar, Áður en jeg lýk máli mínu með hjúkrunarkvennafjelög einstakra Þjóða

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.