Kvennalistinn - 01.06.1986, Side 4

Kvennalistinn - 01.06.1986, Side 4
AUKIN VALDDREIFING - HVERFASAMTÖK Kvennalistinn vill draga úr miðstjórnarvaldi borg- arráðs og breyta borgarstjórn úr málþingi í raunveruleg- an ákvörðunaraðila. Jafnframt vill Kvennalistinn auka vald og verksvið faglegra nefnda og ráða á kostnað borgarráðs. Kvennalistinn telur knýjandi að grundvallarbreyt- ing verði á stjórn borgarinnar. Auka þarf áhrif íbúa á stjórn mála og færa frumkvæði að þjónustu og fram- kvæmdum að verulegu leyti til borgarbúa. Einungis þannig verður tryggt að ákvarðanir byggist á þörfum íbúanna og séu í samræmi við vilja þeirra. Hverfasam- tök þurfa því að fá aðild að stjórnkerfi borgarinnar. Kvennalistinn vill: - auka lýðræði og valddreifingu í borginni - að hverfasamtökum verði heimilað að senda fulltrúa sinn á fundi nefnda og ráða þegar rætt er um málefni hverfisins. - að hverfasamtökum verði falin framkvæmd ákveðinna verkefna í hverfum óski viðkomandi samtök eftir slíku. - að í upphafi hvers kjörtímabils verði gerður aðgengilegur upplýsingabæklingur um nefnd- ir og ráð borgarinnar sem dreift verði til allra borgarbúa. - að komið verði á fót kvennaráði sem hafi það verkefni með höndum að vinna að bættri stöðu kvenna innan borgarinnar. FJÁRMÁL Kvennalistinn er ekki í vafa um að breyta megi forgangsröðun verkefna hjá borginni þó svo að stór hluti af tekjum hennar sé bundinn í rekstri. Fjármuni borgarinnar má nýta mun betur en nú er m.a. með sparnaði í stjórn borgarinnar og í einstökum fram- kvæmdum. Kvennalistinn vill: - að útsvari- og fasteignagjöldum verði beitt til að jafna aðstæður borgarbúa. - að gjöldum fyrir veitta þjónustu verði haldið í lágmarki og þau miðuð við launatekjur á hverjum tíma. ATVINNU- OG LAUNAMÁL Réttur til vinnu og launa sem nægja til fram- færslu eru grundvallar mannréttindi. Margt fullvinnandi fólk í Reykjavík getur ekki framfleytt sér og sínum á afrakstri vinnu sinnar. í þessum hópi eru barnmargar fjölskyldur og mæður sem sjá einar fyrir fjölskyldu fjöl- mennastar. Orsök hinnar nýju fátæktar er láglauna- stefna stjórnvalda sem staðfest var með síðustu samningum. Launamisrétti kynjanna er staðreynd. Menntun og starfsreynsla húsmæðra er lítils metin til réttinda og launa. Hinar svo kölluðu kvennastéttir eru illa laun- aðar þrátt fyrir auknar menntunarkröfur í mörgum þessum störfum. Kvennalistinn vill: - að borgin tryggi atvinnuöryggi m.a. með því að standa fyrir atvinnurekstri og veita styrki til nýsköpunar atvinnuvega. - að dagvinnulaun nægi til framfærslu. - að lægstu laun hjá borginni verði aldrei undir framfærslukostnaði. - að komið verði á styttri og sveigjanlegri vinnu- tíma. - að starfsreynsla húsmóður verði metin til jafns við önnur störf við röðun í launaflokka. - að laun og störf kvenna sem vinna hjá borg- inni verði endurmetin. - að hagræðing í fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar verði ekki á kostnað þeirra tekju- lægstu. ÆSKULÝÐSMÁL Fullorðnum hættir til að meðhöndla unglinga sem börn. Þeim er ekki ætlað neitt hlutverk í þjóðfélaginu og ekki treyst til að bera ábyrgð á þeirri starfsemi sem þeim er ætluð. Þeim er hins vegar gert að standa ábyrg- ir gerða sinna þegar til árekstra kemur milli þeirra og þjóðfélagsins. í æskulýðsmálum þarf að leggja megináherslu á fyrirbyggjandi starf, ekki einungis skapandi tómstunda- starf, heldur einnig markvissa vinnu með börnum og unglingum sem hætta er á að lendi í vanda. Kvennalistinn vill: - að komið verði upp fleiri og minni félagsmið- stöðvum í hverfum borgarinnar. - að unglingar taki þátt í að móta starf og rekst- ur félagsmiðstöðva frá upphafi. - að komið verði upp menningarmiðstöð ungl- inga, æskulýðshöll, í miðbæ Reykjavíkur. - að stúlkum verði boðið upp á að starfa í sér- stökum hópum í félagsmiðstöðvunum og í tómstundastarfi skólanna sem hafi það að markmiði að auka vitund þeirra um stöðu sína. HÚSNÆÐISMÁL Húsnæðisvandinn er ekki einkamál hvers og eins heldur er hann vandamál sem krefst skjótra úrbóta og samfélaginu ber að leysa. Allar aðrar félagslegar um- bætur missa marks ef frumþörfum fólks um öruggt húsnæði er ekki sinnt. Reykjavíkurborg ein og sér get- ur ekki leyst þennan vanda en hún getur lagt sitt af mörkum. Kvennalistinn vill: - að mörkuð verði framtíðarstefna í húsnæðis- málum þar sem aðaláherslan verði lögð á félagslegar lausnir og framboð á fjölbreyttu húsnæði. - að borgin fjölgi til muna leiguíbúðum og verkamannabústöðum á sínum vegum. Kmwiixáa léUatkið MENNINGAR- OG TÓMSTUNDAMÁL Hlutverk borgarinnar í menningarmálum á fyrst og fremst að vera að skapa aðstæður til listsköpunar og tómstundaiðkana og styðja við bak listamanna í borginni. Kvennalistinn vill bæta aðstöðu fólks til að stunda íþróttir og útiveru í nágrenni heimila sinna. Leggja þarf meiri áherslu á almenningsíþróttir en keppnis- íþróttir, með betra heilbrigði almennings í huga. HEILBRIGÐISMAL Afkoma hverrar þjóðar er undir heilsu manna komin. Með góðri heilsu er átt við andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Til að tryggja hana þarf öflugt heilbrigðiskerfi sem leggur ríka áherslu á allt fyrir- byggjandi starf. Með slíku starfi má draga stórkostlega úr kostnaði við heilbrigðiskerfið í framtíðinni. Kvennalistinn vill: - að hraðað verði uppbyggingu heilsugæslu- stöðva í Reykjavík. - að heilsugæsla í skólum verði markvissari og meiri áhersla lögð á eftirlit og meðferð and- legra og félagslegra þátta í nánu samstarfi við foreldra. - að umræða og fræðsla um slysavarnir í heima- húsum verði aukin. - að kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvarinnar verði efld. - að staða barnaverndar í Reykjavík verði styrkt með því að koma upp stöðu barnamálsvara sem gæti hagsmuna barna gagnvartforeldrum og stjórnkerfi. - að umræða og fræðsla um ofbeldi og kyn- ferðislega misnotkun á börnum verði aukin. - að vinna gegn neyslu vímuefna með aukinni fræðslu og umræðu. Föwnt ngúkmt Itcttdmt iwi (wigiua SKOLAMAL Skipulag skólastarfs í borginni miðast víð^lórtyu liðna tíð þegar mæður voru almennt heimavinnandi. Nú er öldin önnur, nánast allar mæður vinna utan heimilis. Yfirvöld láta þó sem allt sé óbreytt og bitnar það illa á foreldrum en þó verst á börnunum. Það verður að tryggja að börn eigi í hús að venda þann tíma sem foreldrar eru við vinnu. Með því má m.a. draga úr slysum á börnum á götum úti. Kvennalistinn vill: - að skólar verði einsetnir og skólatími samfelld- ur. að nemendum verði fækkað í bekkjardeildum. að byggðir verði fleiri og minni skólar í hverfum borgarinnar að skólamáltíðir verði teknar upp í öllum skól- um. að aðbúnaður verði þannig að börn geti hvílt sig og sinnt tómstundastarfi innan veggja skól- anna. að hver skóli verði sem sjálfstæðust rekstrar- eining og að nefndir skipaðar fulltrúum for- eldra, nemenda og starfsfólks skólans taki að hluta við störfum fræðsluráðs. * ÖLDRUNARMÁL Neyðarástand ríkir í málefnum aldraðra. Kvenna- listinn telur brýnt að gera sérstakt átak í þeim málum, annars vegar með því að bæta heimaþjónustuna veru- lega og hins vegar með því að hraða byggingu íbúða og stofnana í þágu aldraðra. Góð heimaþjónusta gerir það að verkum að fólk getur verið lengur í sínu eðli- lega umhverfi og getur komið í veg fyrir dvöl á stofnun- um. Mjög margir aldraðir Reykvíkingar eru í brýnni þörf fyrir húsnæði þar sem hægt er að fá talsverða þjónustu og jafnvel hjúkrun. Þessari þörf þarf að mæta með vernduðum þjónustuíbúðum og hjúkrunar- heimilum. Kvennalistinn vill: - að komið verði upp félagsaðstöðu fyrir aldraða í öllum hverfum borgarinnar. - að boðið verði upp á sambýli fyrir aldraða. - að gömlu fólki sem býr í heimahúsi verði gef- inn kostur á reglubundinni skoðun á heilsu- gæslustöð í fyrirbyggjandi tilgangi. - að tryggt verði fjármagn til að Ijúka B-álmu Borgarspítalans án tafar. DAGVISTARMÁL Þarfir barna hafa of oft lotið í lægra haldi fyrir þörfum vinnumarkaðarins. Stóraukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu hefur ekki verið mætt sem skyldi með aukinni þjónustu. Kvennalistinn vill gerbreyta þessu. Samfélaginu ber skylda til að búa vel að öllum börnum. Dagheimili í borginni eru alltof fá og litið er á þau sem geymslustaði í neyðartilvikum en ekki sem góðan kost sem öll börn eiga rétt á. Kvennalistinn vill: - að áhersla verði lögð á fjölgun dagheimila í stað leikskóla. - að a.m.k. 4% af útsvarstekjum borgarinnar renni til uppbyggingar dagvistarheimila. - að öll börn eigi völ á a.m.k. 6 tíma dagvist í heimahverfi sínu óháð atvinnuþátttöku, efna- hag og hjúskaparstöðu foreldra. - að samstarf foreldra og starfsfólks á dagvistar- heimilum verði áukið UMFERÐ Kvennalistinn vill að umferð gangandi og hjól- andi vegfarenda sitji ætíð í fyrirrúmi. Sérstaka áherslu þarf að leggja á gönguleiðir barna til skóla. Umferðar- götur eiga ekki að skilja skóla frá íbúðabyggð ef þess er nokkur kostur. Fatlaðir eiga að komast hindrunarla- ust leiðar sinnar um borgina og tryggja ber þeim greiðan aðgang að stofnunum hennar eins og lög mæla fyrir um. Kvennalistinn vill: - draga úr umferð einkabíla en auka notkun strætisvagna með því að gera það bæði auð- velt og ódýrt að ferðast með þeim - að hámarkshraði verði 30 km. í öllum íbúða- hverfum borgarinnar. - að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja öryggi barna á leið til og frá skóla. SKIPULAG OG UMHVERFI Kvennalistinn vill leggja ný sjónarmið til grund- vallar við skipulag borgarinnar. Borgina á að skipu- leggja með það í huga að búseta, atvinna, dagvistun, skólar, tómstundir og þjónusta fari saman. Þannig er líklegt að hverfin verði vettvangur iðandi mannlífs og að íbúar tengist hverfinu sínu traustum böndum. Kvennalistinn vill: - að unnið verði að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni og svæðið tekið undir íbúða- byggð. - að skipulag Skuggahverfis verði endurskoðað og aðlagað betur þeirri byggð og menningar- verðmætum sem fyrir eru í hverfinu. - að við skipulag miðbæjarins verði tekið mið af sérkennum hans og fortíð og honum gefið það virðulega yfirbragð sem honum ber. Veru- lega verði dregið úr því niðurrifi húsa sem ráðgert er. - að sérstök alúð verði lögð við skjólgóð leik- og útivistarsvæði í hverfum borgarinnar. - að leiksvæði og gangstéttir byggist upp sam- hliða íbúðabyggðinni en ekki mörgum árum síðar. - að Viðey og Elliðaárdalur verði gerð að fólk- vangi. - að staðið verði við áætlun í holræsagerð borg- arinnar sem miðar að því að hreinsa strand- lengjuna innan 7 ára.

x

Kvennalistinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.