Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra - 01.02.1991, Qupperneq 2
2
Vaffið er tímans krafa !
Útgefandi:
Kvennalistinn Noröurlandi-vestra.
Ábyrgö:
Ágústa Eiríksdóttir.
Ritstjórn:
Sigríöur J. Friðjónsdóttir
Steinunn E. Friöþjófsdóttir.
Heimili:
Grána Aðalgötu 21 Sauðárkróki.
Blaðið er unnið í Húnaprenti.
Oft var þörf en nú er nauðsyn á að
koma konum að,á þeirra eigin for-
sendum,því hart er í heimi.Þeir tímar
er við nú lifum geta með sanni kallast
vindöld og vargöld.Við Kvennalista-
konur höfnum alfarið þeirri hagvaxtar-
pólitík sem karlar hafa fundiö upp og
ástunda af kappi,öllu lífi til tjóns. -
Þeirri pólitík sem misbýður Móður Jörð
og mannfólki svo freklega,að jafnvel
höfundur Völuspár hefði skort orð til
að lýsa þeim hörmungum.
Á1 í öll mál hrópa þeir í kór og vekja
upp villta drauma vítt og breitt um
landsbyggðina, að minnsta kosti hjá
þeim mönnum,sem ekki vilja vakna og
líta augum þann auð er við blasir.
Snúum nú baki við álgabbinu og öðr-
um álíka patentlausnum stjórnarher-
ranna en hugum þess í stað að raun-
hæfum kostum varðandi framtíð
byggðar í þessu gjöfula landi.
Dýrmætasta auðlind hverrar þjóðar er
fólkið sjálft og hugvit þess. Við
Kvennalistakonur viljum að byggða-
þróunin ráðist af vilja og getu fólksins
sem landið byggir. Við teljum mjög
brýnt að efla sjálfsstjórn og forræði
byggðarlaga. Ekki er síður mikilvægt
að ýta undir frumkvæði einstaklingan-
na og fylgja eftir hugmyndum þeirra.
Konur á landsbyggðinni skortir ekki
hugmyndir þegar rætt er um atvinnu-
mál,en það sem vantar er ráðgjöf og
fjármagn til framkvæmda. Kvenna-
listinn vill því að komið verði á fót sér-
stakri kvennadeild við Byggöastofnin
þannig að hugmyndir kvenna í at-
vinnumálum mæti meiri skilningi og að-
gangur að fjármagni verði konum auð-
veldari.
Eigi að færa valdið heim í hérað verður
til að koma jal'nari skipting gæðanna.
Sjávarfangið er okkar stærsta gullkista,
en þar er gæðunum misskipt, svo ekki
sé meira sagt. Núverandi kvótakerfi
bitnar illa á einstökum svæðum auk
þess sem það veldur óviðunandi ör-
yggisleysi hjá því fólki sem byggir af-
komu sína á sjávarútvegi, einkum fisk-
verkakonum. Því vill Kvennalistinn að
80% leyfös heildarafla verði úthlutað
til byggðarlaga með hliðsjón af lönd-
uðum afla liðinna ára. Hvert byggðar-
lagúthluti svo eftir sínum eigin reglum.
í landbúnaöi viljum við koma upp
svæöabúskap þar sem tekið tillit til
landgæðar og nálægðar við markaöi.
Með bættri meöferð og nýtingu land-
búnaðar- og sjávarafurða og aukinni-
fullvinnslu þeirra innan hvers svæðis,
sköpum við störf og fjármuni.
Aðstaðan er víða fyrir hendi og nægir
þar að nefna sláturhús og skólaeldhús.
Við teljum litlar einingar hagkvæm-
astar í þessum efnum og því ber að
ráðast gegn milliliðakerfinu sem drepur
í dróma framkvæmdagleði fólksins í
landinu. Á noröurlandi vestra eru að
auki vannýttir ýmsir þeir möguleikar í
atvinnumálum sem heita vatnið skapar.
Ferðaþjónusta á mikla framtíð fyrir sér
hér sem annarstaðar á landinu, ef
menn flýta sér hægt. í Skagafirði á að
stórauka ylrækt enda er markaður fyrir
hollt íslenskt grænmeti langt frá því að
vera mettaöur. Og næsta skref er að
sjálfsögðu útflutningur afurða úr öllu
kjördæminu frá Alexandersflugvelli.
Ekkert af framangreindu getur orðið
að veruleika ef við flækjumst í neti
Brusselherranna því þá getum við með
öllu kvatt íslenskan landbúnað og sjáv-
arútvegi. Spyrnum því við fótum þar til
Evrópubáknið hrynur undan eigin
þunga eða gliðnar í sundur vegna
ósættanlegra hagsmuna þjóða sem
vilja halda áfram að vera þjóðir.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir, kennari
Prestbakka Hrútafirði
50 ára
Kvennalistinn setur manngildi
ofar auðgildi.
Sigríður Friðjónsdóttir, lögfræðingur
Sauðárkróki
29 ára
Konur ! Munið að það er fleira
sem sameinar okkur en sundrar.
Anna H. Bjarnadóttir, þroskaþjálfi
Egilsá Skagafirði
31 árs
Steipur, dustum rykið af
ráðherrastólum.
Kristín J. Líndal, húsmóðir
Holtastöðum A-Hún.
41 árs.
Milliliðalausan landbúnað !
Steinunn E. Friðþjófsdóttir, húsmóðir
Sauðárkróki
40 ára
Konur tökum til í eitt
skipti fyrir öll !
Inga Jóna Stefánsdóttir, bóndi
Molastöðum Fljótum
42 ára
Verður er verkamaður launanna.