Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra - 01.02.1991, Síða 4

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra - 01.02.1991, Síða 4
4 „Blaðasnápum þótti rétt að lesendur fengu að kynnast skörungnum Guðrúnu Láru örlítið nánar. Því lögðum við nokkrar spurningar fyrir hana á dögunum Hvenær ertu fædd og hvaðan ertu ættuð ? Ég er fædd 14. nóvember 1940 í Asi við Sólvallagötu í Reykjavík og uppalin í því gamla góða húsi, sem móðurfor- eldrar mínir byggðu 1906 og þar búa foreldrar mínir enn. As er kennt við Neðra - Ás í Hjaltadal, en þar var bernskuheimili afa sr. Sigurbjörns Á.Gíslasonar, sem var Skagafirðingur í báðar ættir. Foreldrar mínir eru Lára Sigurbjörnsdóttir, og Ásgeir O.Einars- son, sem var héraösdýralæknir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Afi var í heimili hjá okkur, en hann var stofnandi EIli- heimilisins Grundar og heimilisprestur þar til hárrar elli. Móðuramma þín var 2. kona á Alþingi. Hvað viltu segja okkur um hana? Amma mín, Guðrún Lárusdóttir Iést í hörmulegu bílslysi í Tungufljóti 1938 ásamt tveimur dætra sinna. Hún var alþingismaður 8 síðustu æviárin og lét einkum mannúðarmál til sin taka og var fátækrafulltrúi á erfiðum tímum. Störf hennar og reynsla koma vel fram í sögum hennar. Amma var af hinni þekktu Bólstaðarhlíðarætt, sonardóttir séra Halldórs Jónssonar prófasst frá Steinnesi, en móðir hans var Elísabet Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð. Nú varstu mjög ung, þegar þú gerðist skólastjóri. Var það ekki erfitt? Jú, það var erfitt, ég hafði aldrei verið í sveit að vetri til og var aðeins 21 árs og nýútskrifuð úr Húsmæðrakennara- skóla íslands, þegar ég tók að mér að stýra Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað. Hann var þá þétt setinn nemend- um og svo var ég hótelstjóri þar sumar- ið á eftir. Skólagangan í H.K.Í. og Kvennaskólanum í Reykjavík reyndist mér gott vegarnesti, en ég fann fljótt eystra, hversu mikill styrkur mér var í hinu félagslega uppeldi heima í Ási, og elst fimm syskina var ég dálítið vön að stjórna! Hvenær fluttist þú svo alfarið út á land? Það var eftir að við hjónin giftumst 1965, en maðurinn minn er sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka í Hrútafirði. Ég get því með sanni sagt, að ég hafi átt heima hálfa ævina utan Reykjaví- kur og varð strax á Hallormsstað ein- lægur dreifbýlingur, sem oft hefur gramist misskilningur sumra borgarbúa á högum sveitafólks. Lárus Sigurbjörn sonur okkar er fæddur á Akureyri, en María dóttir okkar á Egilsstöðum, er við vorum presthjón í Vallanesi. Síðar lá leiðin til Olafsvíkur og loks í Skaga- fjörð, en á Mælifelli bjuggum við í 11 ár frá 1972. Það var starfsamur og in- dæll tími með skemmtilegu fólki, börnin að vaxa úr grasi og staðurinn fallegur. Hafðir þú mikil afskipti af félagsmá- lum í Skagafirði? Já, þar hrönnuðust félagsstörin upp, því að ég hef alltaf átt erfitt með að segja nei og auk þess haft unun af „félagsmálavafstri”. Á Mælifelli var 8 tíma símstöð og var ég símstjóri með aðstoð fjölskyldu minnar. Fyrir það gíf- urlega starf var aðeins smá þóknun, en nokkrir símstjórar á Norðurlandi vestra stofnuðu félag, er fljótt varð að land- ssambandi, sem ég varð formaður fyrir og tókst okkur að ná fullum rétti á tæ- pum tveimur árum. Viö vorum 100 á 2. og 3. fl. stöðvum og var samstaðan mikil og réttlætið sigraði, sem betur fer. Þá er gott að minnast starfa minna í Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps, en ég var fyrsta konan, sem þangað var kosin, og ýmissa trúnaðarstarfa af þeim sökum. Má nefna setu sem fulltrúi á Fjórðungsþingi Norðlendinga, störf við byggingu í húsnefnd félagsheimilisins Árgarðs og við uppbyggingu Bókasafns Lýtingsstaðahrepps, viö það skemmti- lega og krefjandi starf unnum viö margar húsmæöur 700 tíma í sjálf- boðavinnu vetrarpart. Ekki má gleyma þeirri miklu ánægju, sem ég varð að- njótandi við að starfa með skagfirskum kvenfélagskonum. Ég var um tíma formaður Kvenfélags Lýtingsstaða- hrepps og formaöur orlofsnefndar Sambands skagfirska kvenna og hef farið margar ferðir sem fararstjóri með skagfiskum orlofskonum, líka eftir að ég flutti burt, m.a. í tveimur utanlands- ferðum, en sú þriðja er í bígerð í sum- ar. Eitt árið voru margar siglfirskar konur með í orlofsferð og var það aldeilis ekki til að draga úr félagsandan- um og gleðinni. Alls þessa er gott að minnast. Þá var ég formaður S.S.K. í 3 ár og var svo heppin að geta stýrt 40 ára afmælishófi þess. Þaö var ógleym- anleg veisla, þar sem allt það besta kom fram, sem í okkur býr. Hve lengi dvölduð þið í Kaupmanna- höfn? Við dvöldum í 6 ár í Húsi Jóns Sigurðs- sonar í miðbæ Kaupmannahafnar, en áttum allan þann tíma lögheimili á Mælifelli. Maður minn var sendi- ráðsprestur fyrir Islendinga á Norður- löndum og fjölbreytt störf komu einnig í minn hlut einkum við heimsóknir til aldraðra og sjúkra og við að sýna safn Jóns Sigurðssonar og móttökur á ein- staklingum og hópum. Nú er starfsvettvangur þinn í Vestur- Húnavatnssýslu. Hver eru kynni þín af Húnvetningum? Þau fyrstu er raunar í Austur-Húna- vatnssýslu, en um tvítugsaldur fór ég í 6 daga göngur á Auðkúluheiði með Svínvetningum, en tildrögin voru kynni við verðina á Hveravöllum, þar sem ég hafði verið með ferðamannahópa frá Ferðaskrifstofu ríkisins sumarið áður. Var þetta einstök upplifun, veður vá- lynd, en hjartalag gangnamanna hlýtt og bundust þar ævinleg vináttubönd, sem treyst voru sfðar á sömu afréttar- löndum. I Lýtingsstaðahreppi voru náin samskipti við byggð í Svartárdal og Ból- staðarhlíðarhreppi, en afréttarlönd sameiginlega á Eyvindarstaðaheiði og rekið til Stafnsréttar. Ýmis mál heyrðu undir báðar hreppsnefndirnar, auk Seyluhrepps, m.a. um Blönduvirkjun. Báða veturna síðan við fluttum heim frá Danmörku hef ég verið kennari á Laugabakkaskóla í Miðfiröi og kennt þar ensku, þýsku og heimilisfræði. Einnig hef ég stundað nokkra full- orðinsfræðslu, nú síðast enskukennslu heima á Prestbakka í Hrútafirði. Mannlíf í Miðfirði og nærsveitum þykir mér gott og bera vott um félagsþroska og menningu og er samstarf kennara og annars starfsfólks skólans og heimil- anna náið og til fyrirmyndar. Hvenær varstu áður í framboði? 1974 og 1978 fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. í fyrra skiptið aðeins „til skrauts” í 5. sæti hér í kjördæminu, en talaði þó á öllum fundunum. En í síðara skiptið í efsta sæti listans á Vesturlandi og kom í ljós, að við tvær,

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra
https://timarit.is/publication/1237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.