Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1936, Blaðsíða 12
10
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
andlegum orsökum má telja liræðslu,
sorg, shock, mishepnun, óvenjulega hepni,
ósamkomulag við fjölskylduna, fjárhags-
lega örðugleika o. fl. o. fl., sem alt hefir
áhrif á andlega lieilsu einstaklingsins.
Sumir sérfræðingar leggja meiri áherslu
á líkamlegar orsakir, aðrir á andlegar. En
]iað er alment viðurkent, að ólíkar or-
sakir geta legið til grundvallar fyrir sams-
konar andlegum sjúkdómseinkennum.
Það er líka alment álitið, að orsökin í
hverju sjúkdómtilfelli út af fyrir sig, sé
ekki ein og einföld, lieldur liggi þar að
margar og margfaldar orsakir. Þess vegna
hefir hin almenna læknisskoðun, sem er
einn þátturinn í almennri heilsuvernd, og
sem nú tíðkast við flesta skóla, mikla þýð-
ingu, þvi að eins og áður var hent á, get-
ur orsökin legið i jafn algengum kvill-
um og eitrun frá skemdum tönnum eða
hálskirtlum. Við suma skóla hafa verið
innleidd gáfnapróf, sem aftur hefir verið
líld við hitamælingar við líkamlega kvilla.
Það er löngu kunnugt orðið, þar sem
um líkamlega kvilla er að ræða, að því
fyr sem þeir eru uppgötvaðir og teknir til
athugunar, ])vi hetri verður árangurinn.
Það er ekki lengur verið að híða eftir því
að lita eftir harninu þangað til það veik-
ist, en það er hugsað um heilsu þess jafn-
vel áður en það fæðist. Það er ekki heðið
eftir að herklasjúklingurinn leggist í rúm-
ið, en það er farið eftir þjóðvegum og
stígum til þcss að leita lians og með því
markmiði að koma honum til hjálpar á
meðan enn er von um bata. Truflanir
heilans eða tugakerfisins eru ekki öðru-
vísi en truflanir annarsstaðar í líkaman-
um. Þess vegna verður aðferðin sú sama
og ekkert er verra en biðin.
Andlegri heilsuverndarstarfsemi - mental
hygiene, er víðast þannig hátlað að komið
er á fót stöðvum fyrir hina andlega sjúku,
þar sem þeir geta fengið fria læknisskoð-
un og leiðheiningar. Slíkar stöðvar eru
annaðhvorl einn liðurinn í almennri
heilsuverndarstarfsemi, eða þá í sambandi
við almenna sjjílala, sem hafa sérslaka
deild fyrir sjúklinga sem leita sér lækn-
inga án Jæss að þeir séu lagðir inn á
spítalann. I því sambandi er hægt að ná
til margra, sem þarfnast hjálpar. Tilgang-
ur slikra stöðva er:
1. að komast að í hverju meinið liggur.
2. að hægt só að hjálpa sjúklingnum án
þess að það þurfi að kosta liann neitt,
eða að Iiann þurfi að yfirgefa fjöl-
skvldu sina.
3. að hjálpa þeim sem útskrifast hafa
frá geðveikraspítölum.
4. að kynnast orsökum og lækningaað-
ferðum við andlegar truflanir.
Við ýmsa háskóla hafa verið stofnað-
ar sérstakar rannsóknarstofur fyrir börn,
sem eitthvað virðist að andlega. Koma
mæðurnar þangað með hörnin, sem síð-
an eru rannsökuð af sálarfræðingum, sem
aftur gefa mæðrunum góð ráð og jafn-
framt nota þeir þessar rannsóknir til vís-
indalegra athugana.
Það er eftirtektarvert að athuga það,
að við mental livgiene — andlega lieilsu-
vernd — eins og við allar aðrar tegundir
af uppbyggjandi vinnu í heilhrigðismál-
um, þá er meiri og meiri áhersla lögð á
harnið. Fáhjánar hafa fvrir löngu verið
álitnir vandræðamálefni, en þegar vér at-
hugum að andlegar truflanir eiga rót sína
að rekja, ekki eingöngu lil missmíða á
gerð heilans eða taugakerfisins, heldur
líka til þess að einstaklingurinn hefir í
fyrstu tekið röngum tökum á ýmsum at-
riðum í daglegu lífi, sem síðar hefir orðið
að rótgrónum venjum og loks keyrt úr
hófi fram, ])á er það augljóst, að það er
þýðingarmikið atriði að koma i veg fyrir
slikar venjur. Einna hestum árangri við
andlega heilsu harna má ná gegnum skól-
ana. Víða í heiminum er mikið gerl að
því með sérstökum skólum og sérstökum
bekkjum fyrir hörn sem sýna ólioll eða
óeðlileg einkenni. í löndum þar sem er