Hjúkrunarkvennablaðið - 01.06.1937, Blaðsíða 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.06.1937, Blaðsíða 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 3 hægt liefði verið að kenna sjúkra-mat- reiðslu; þvrfti þá ekki að evða tíma til þess síðar á námstímabilinu. Aðalgallinn á því fyrirkomulagi, sem liaft var á skólanum, tel eg, að nemarnir gátu ekki húið allar inni í sameiginlegum hjúkrunarnemabústað. Það hefði gefið mikið hetra tækifæri til þess, að kynnast þeim og dæma um hæfileika þeirra til verklegs náms o. fl. Kenslan fór fram i kenslustofu Land- spítalans, sem nefnd er „kirkja“; reynd- ist liún sæmilega rúmgóð og þægileg til kenslunnar. , Eg geri ráð fyrir, að eftir því sem tímar líða, og möguleikarnir aukast, verði for- skólinn mikið bættur, og lionum sköpuð þau skilyrði er nauðsynleg eru til þess að geta mætt þeim kröfum, sem gerðar eru; enda um leið trygður hinn hesti árang- ur, lil allra Iieilla fvrir þá er lilut eiga að máli. Að endingu vil eg levfa mér að nota þetta tækifæri til þess að þakka læknum, og hjúkrunarkonum Landspítalans fyrir þann áhuga og þá hjálp, er forskólanum var látin í lé, og áttu sinn drjúga þátt i því, að hann tókst betur en við mátti hú- ast í fvrsta sinn. S. B. Sumarhúsið. Ilið nýja sumarhús F. í. H. var vígt hinn 2. þ. m. að viðstöddum 10 hjúkrunarkon- um. Lagt var af stað kl. !) um kvöldið frá B. S. R. Veðrið var gott og söngur ómaði frá bílunum úti í kvöldkvrðinni. Og þarna blasir við „Sæluhvammur“ eða hvað sem við annars eigum að kalla þetla „smertens harn“ (lillögur um nafn á húsinu velkomnar til blaðsins), því að víst er um það, að hjúkrunarkonurnar eru húnar að leggja mikið á sig með vinnu og öðru, fyrir hlessað sumarhúsið, og vonandi að ánægjan eigi eftir að borga alt það strit með rentum. Húsið er gulmálað að utan og skiftist í eina stóra stofu og 2 svefnherbergi, auk eldhúss, geymslu og salernis. Svefnher- bergin minna niann dálítið á skipsklefa að því leyti, að það eru 2 „kojur“ við aðal- vegginn og eitt rúmstæði þvert fyrir við endann á þeim. Vatnsþró er í svefnher- bergjunum. Gólfin eru dúklögð og veggirn- ir fóðraðir. Eldhúsið er rúmgott með mörgum skápum. Allur frágangur hússins er hinn besti og hita- og vatnsleiðsla i góðu lagi. Þegar inn kom var búið að dúka borð og kaffið heitt á könnunni. Það voru Kleppshjúkrunarkonurnar, frk. Guðríður Jónsdóttir og frk. Þorhjörg Jónsdóttir, sem með sínum venjulega dugnaði og fyrir- hyggju höfðu lagt af stað á undan hinum og undirbúið hófið. Við kaffihorðið las formaður F. í. H. upp lieimilisreglur fyrir húsið. Margar gjafir bárust lil hússins frá hin- um ýmsu hjúkrunarkonum, svo sem smekklegir kaffibollar frá Hvílabands- hjúkrunarkonunum, borðbúnaður (diskar og föt) frá frk. Ástríði Símonardóttur, gestabók frá frú Salóme Pálmadóttur, sem allir skrifuðu svo nöfn sín i, o. m. fl. Formaður F. I. H„ frú Sigríður Eiríks- dótlir, hefir lagt mikla vinnu fram við undirbúning, bvggingu og fjáröflun lil hússins. Þá hcfir húsnefndin: frk. Krist ín Tlioroddsen, frk. Bjarney Samúels- dóttir og frú Salóme Pálmadóttir, gerl sitt, og ekki má glevma basarnefndinni, sem einnig hefir sýnt óvenju dugnað. Megum við hinar hjúkrunarkonurnar því jiakka þessum frumkvöðlum málsins fyrir slarf þeirra, sem við nú allar voh- andi eigum eftir að njóta ávaxtanna af. Lyklar að sumarhúsinu verða geymdir: 1 í hverjum spitala, en bæjarhjúkrunar-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.