Embla - 01.05.1986, Page 6
6
EHBLA
KUENNALISTINN A SELFOSSI - STEFNA I BÆJARHALUM VORIÐ 1986
Kvennalistinn stefnir aö samfélagi þar sem virðing fyrir
lífi og samábyrgð sitja í öndvegi. Kvennalistinn vill standa
vörð um hagsmuni kvenna og barna og leggja sitt af mörkum til
að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu og búa börnum betra lif.
Uegna starfa sinna og uppeldis búa konur yfir annarri reynslu
en karlar. Konum er tamara að hugsa um þarfir annarra. Þær hafa
löngum borið ábyrgð á heimilum og börnum, öldruðum og sjúkum.
Reynsla kvenna leiðir af sér annað verðmætamat, önnur lífsgildi
en þau sem ríkja í veröld karla. Þekking og viðhorf kvenna koma
þó lítt við sögu þar sem ákvarðanir eru teknar.
Kvennalistinn vill breyta samfélaginu og telur að besta leiðin
til þess sé að taka mið af aðstæðum og kjörum kvenna. Konur
hafa lægstu launin, minni möguleika á vinnumarkaðinum en
karlar, minnstan frítíma og vinna ólaunuð störf á heimilunum.
Allt sem getur orðið til að bæta stöðu kvenna skilar sér í
réttlátara og betra þjóðfélagi. Framboð til bæjarstjórnar á
Selfossi er ein þeirra leiða sem við viljum fara til að auka
áhrif kvenna og bæta stöðu þeirra. Með því viljum við tryggja
að kvennapólitík eigi sér málsvara í stjórn kaupstaðarins.
Atvinnu- og launamál
"""" Réttur til vinnu og
mannsæmandi launa
er grundvallarmann-
réttindi. Nauðsyn-
legt er að fólk
þurfi ekki að sækja
vinnu um langan veg
í önnur sveitar-
f élög.
Kvennalistinn telur rétt að
bæjarfélagið standi að atvinnu-
rekstri og styðji atvinnufyrirtæki
gerist þess þörf.
Kvennalistinn vill
* að það teljist sjálfsögð mann-
réttindi að geta lifað af dag-
launum eða tryggingagreiðslum.
Lægstu laun hjá bænum verði
aldrei lægri en nemur fram-
færslukostnaði einstaklings
(sbr. Bolungarvíkursamkomulag).
* að störf kvenna verði virt að
verðleikum og sú ábyrgð sem þeim
fylgir metin á nýjum for-
sendum.
* að bætt verði aðstaða húsmæðra
sem leita sér annarra starfa
eftir að hafa unnið eingöngu að
heimi1isstörfum. Til þess verða
þær að fá tækifæri til menntunar
og starfsþjá1funar. Starfs-
reynsla við heimi1isstörf verði
metin á vinnumarkaði.
* hvetja önnur verkalýðsfélög til
að fara að dæmi Uerka1ýðsfé1-
agsins Þórs og greiða námsgjöld
félaga vegna fullorðinsfræðslu.
* að Bæjarstjórn Selfoss geri átak
til að efla samvinnu sveitar-
félaga um atvinnuþróun í byggð-
arlaginu.
* að sem mest af þeim hráefnum sem
framleidd eru austan fjalls séu
unnin til fullnustu á Suður-
landi.
* að rannsóknarstarfsemi verði
efld sem miði að því að finna
nýjar leiðir í matvælaiðnaði.
* að innlent hráefni verði nýtt
miklu betur en nú er gert og með
því verði stuðlað að aukinni
atvinnu.
* fullnýta grænmeti bæði með
niðursuðu og frystingu og koma
upp dreifingarstöð fyrir græn-
meti á Se1fossi.
* að þjónusta við ferðamenn verði
aukin til muna og að unnið
verði að því með öllum ráðum að
gera Selfoss að ákjósanlegum
viðkomustað ferðamanna. Innan
Kvenna1istans hafa margar
skemmtilegar hugmyndir komið
fram í því sambandi.