Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 12

Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 12
BLAÐ KVENNALISTANS A SELFOSSI - 1. tbl. 1. árg Abyrgðarmaður: Rannveig 01a dó 11ir Senn líður að kosningum, það fer áreiðanlega ekki fram hjá neinum. Hvað er þá helst til marks um það? Græni liturinn fyrst og fremst. Þetta finnst víst einhverjum skrýt- ið. Hvaða samband er nú á milli græna litarins og kosninganna? Jú, kosningarnar fara oftast fram að vori til og á vorin fær jörðin á sig langþráðan grænan lit. Að vísu gerist það sem betur fer á hverju vori, líka þegar ekki eru kosn- ingar. Núna vorið 1986 er móðir náttúra hins vegar komin á fullt í kosningaundirbúningi og íklæðist græna litnum áreiðanlega með sér- stakri ánægju. Þannig styður hún dætur sínar í Kvennalistanum sem hafa valið græna litinn sem sinn táknræna lit. Græni liturinn er að tvennu leyti einkennandi fyrir Kvennalistann. I fyrsta lagi stefnir Kvennalistinn að samfélagi þar sem virðing fyrir lífi er undirstöðuatriði. Samfélagi þar sem lifað er í sátt og jafn- vægi við náttúruna. I öðru lagi er græni liturinn táknrænn fyrir starfsaðferðir Kvennalistans sem er það sem kallað hefur verið gras- rótarsamtök. Þar er enginn öðrum meiri frekar en stráin í gras- rótinni, og starfið byggist á þátttöku og samvinnu. Hvorki er kosin stjórn né formaður, heldur framkvæmdanefndir þar sem engin kona situr mjög lengi í senn. Fleiri litir en sá græni minna á kosningarnar. Að minnsta kosti sá svarti; í formi prentsvertu. Flóð af prentsvertu skellur í póst- kassana og inn um bréfalúgur þessa dagana. Flokksblöð koma út með æ styttra millibili og frambjóð- endur blasa við á hverri síðu. Kvennalistinn, sem býður nú fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar- kosninga hér á Selfossi, hefur ekki tekið þátt í þessu blaðakapp- hlaupi. I þessu eina blaði sem dreift er til allra bæjarbúa birtist framboðslisti og stefnu- skrá Kvennalistans. Þó stutt sé til kosninga vonumst við til að fólk geti gefið sér tóm til að kynna sér sjónarmið okkar, áður en það gerir upp hug sinn. Kosningaskrifstofa Kvennalistans á Tryggvagötu 18, sími 1503. Lítið inn - ræðið málin og fáið ykkur kaffisopa. I----------------------------------1 FRAMBOOSFUNDUR ALLRA LISTA Haldinn í íþróttahúsi Gagnfræðaskóla Selfoss miðvikudagskvöldið 28. maí kl. átta. (Stefnt er að því að útvarpað verði frá fundinum) Konur! Komum allar! Verum virkar - veljum V Fjölrítun Prentsel

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.