Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 8

Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 8
8 EMBLA * að mötuneyti verði komið á fót í öl lum skólum. * að athvarf og athvarfsiðja verði fyrir alla bekki grunnskólans. * að öll fötluð börn fái að njóta þeirrar umönnunar og kennslu sem nýtist þeim best. * að jafnréttisviðhorf ríki í skólum, svo stúlkur og drengir séu jafn vel búin undir að lifa og starfa í nútímaþjóðfé1agi. * að Námsflokkar Selfoss verði endurvaktir. * að haldið verði áfram upp- byggingu Fjölbrautaskóla Suður- lands og byggð verði heimavist fyrir skólann. * að boðið verði upp á verkmenntun jafnt og bóklegt nám í öldunga- deild við Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Æskulýðsmál Virða ber þörf unglinga fyrir að vera út af fyrir sig. Koma verður upp félagsmiðstöð sem unglingar fá sjálfir að taka þátt í að móta og bera ábyrgð á. Þar verði ekki eingöngu boðið upp á leiktæki og myndbandasýningar, heldur hópvinnu og uppákomur af ýmsu tagi. Unglingarnir velji sjálfir fram- kvæmdanefnd fyrir stutt tímabil í einu, svo allir geti verið virkir í star fi. Um leið þarf að vinna að því að rjúfa einangrun unglinga sem hóps og tengja þá betur atvinnu og félagslífi. Bæjarfélagið verði lát- ið annast atvinnumiðlun fyrir ungl- inga á sumrin, jafnframt því sem það rekur vinnuskóla og skólagarða. Mikla áherslu þarf að leggja á að hvetja unglinga til að stunda heilbrigt skemmtana1íf, án vímu- efna. Koma þarf upp öflugu for- eldrasamstarfi og fræðslu sem stefni að breyttum viðhorfum til neyslu vímuefna. Jafnhliða því sem kapp yrði lagt á fyrirbyggjandi starf þurfa þeir unglingar sem eru í vandræðum að eiga kost á félags- ráðgjöf og stuðningi. Heilbrigðismál Kvennalistinn legg- ur höfuðáherslu á heilsuvernd með fyrirbyggjandi að- gerðum og telur brýnt að gert verði átak í málefnum aldraðra. Kvennalistinn vill * stórauka fræðslu í skólum um heilbrigt líferni, rétt matar- æði, holla líkamsrækt og skað- semi hvers konar vímuefna. * gera heilsufræði að sérstakri skyldunámsgrein, einnig í efri bekkjum grunnskóla og fram- haldsskóla. Jafnframt að auka fræðslu um kynlíf og getn- aðarvarnir í tengslum við þessa námsgrein. I leikfimikennslu verði fyrst og fremst lögð áhersla á líkamsrækt og holla hreyfingu; samkennd og leik- gleði í stað keppnisanda. * að ráðnir verði til starfa við Heilsugæslustöð Selfoss sjúkra- og iðjuþjálfar sem hafi það verkefni að líta eftir aðstæðum á vinnustöðum og í skólum og vinna að forvörnum sem stuðla að bættri heilsu og heilbrigði. Allir fái leiðbeiningar um rétt- ar vinnustellingar og allir sem þurfa fái sjúkraþjá1fun. * að ráðinn verði kvenlæknir og fæðingalæknir við Sjúkrahús Suð- urlands og Hei1sugæs1ustöð Sel- foss. * að ráðinn verði félagsráðgjafi við Heilsugæslustöðina. * að sérstakt tillit verði tekið til aldraðs fólks og það eigi kost á reglubundinni læknis- skoðun og heimilishjálp. Komið verði á fót dagvistun fyrir aldraða sem gætu þá dvalið

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.