Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Blaðsíða 3

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Blaðsíða 3
3 Við opnun kosningaskrifstofu í Borgarnesi. Helga: Það er mjög varasamt að halda að sér höndum og halda að ein verksmiðja leysi allan vanda. Það getur vel verið að sinkverksmiðja geti leyst atvinnuvanda á Akranesi og í Borgamesi, en hún leysir engan vanda á Snæfellsnesi eða í Dölunum. Það em ekki til neinar töfralausnir og varasamt að halda að sér höndum og bíða eftir stóriðju eins og gerðist á Reyðarfirði. Akranes er dæmi um bæ sem hefur lagt áherslu á stóra vinnu- staði og fremur lítið er um smáfyrir- tæki, hvort sem er í smáiðnaði eða þjónustu. Ahersla Kvennalistans á að „margt smátt geri eitt stórt“ á vel við Vesturland. Sigrún: Heimurinn er að minnka og samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir verða æ mikilvægari þáttur í daglegu lífi manna. Meðan við höld- um sjálf um stjórntaumana hér tel ég að það geti verið jákvætt að laða hingað erlent fjármagn til að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Ymsar góðar hugmyndir um lífvænlegan at- vinnurekstur hafa strandað vegna þess að fjármagn vantaði. Hansína: A komandi árum verður menntunarstig þjóðarinnar sffellt hærra og þá er ekki endilega víst að fólk kæri sig um að starfa við stórfyr- irtæki. Ef við erum að hugsa um að halda unga fólkinu í héraðinu þá verðum við að hafa það hugfast að við höfum ýtt því út á menntabraut- ina. Við verðum að taka tillit til óska þess. Helga: Það þarf engar geysilega háar upphæðir til þess að laða fram íslenskt hugvit. Við erum með starfs- hóp á Akranesi sem er að koma á fót frumgerðarverkstæði. Við erum búin að reikna það út að rekstrarkostnaður af því sé fimm milljónir króna á ári, en það þótti of lítið dæmi til þess að Iðnaðarráðuneytið liti á það. Þarna hugsum við aðstöðu fyrir íslenska hugvitsmenn, þ.e. tæki og aðgang að þekkingu til þess að þeir geti útfært hugmyndir si'nar. Það á að geta skilað sér, við eigum mikið af þúsundþjala- smiðum sem eru til taks á svæðinu og einnig með aukinni samvinnu skóla og atvinnulífs. Hvernig líst ykkur á að sveitarfé- lögin axli þá ábyrgð að reka grunn- skólana? Sigrún: Ég efast ekki um að í stærri sveitarfélögum fáum við betri grunnskóla en áður. Ég held að metn- aðurinn verði meiri og fólk muni sameinast betur um að bæta skólana. I minni sveitarfélögum getur róðurinn orðið þyngri þó auðvitað séu dæmi um svo rfk lítil sveitarfélög að þau rnuni geta haldið uppi lúxusskólum ef metnaður þeirra hnígur í þá átt. Helga: Það er starfandi nefnd sem á að vinna að undirbúningi þess að taka á móti hinum fjölmörgu málum sem snerta flutning grunnskólans til sveitarfélaganna. Mikil vinna er óunnin ef þetta á að leysast farsæl- lega, bæði hvað varðar kjör kennara og annars starfsfólks sem vinnur að fræðslumálum. Ég held að sveitarfé- lögin geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er viðamikið verkefni. Þetta er minna mál fyrir stóru sveitar- félögin en því meira mál sem sveitar- félögin eru minni. Hansfna: Þetta er gífurlega stórt verkefni, ég er sammála því. Hins vegar er þetta liður í því að efla sjálf- stæði sveitarfélaganna og þrýstir á nánari samvinnu þeirra. I Dalasýslu þar sem sameiningin gekk tiltölulega vel fyrir sig, eru menn búnir að velta sameiningu og verkaskiptingu fyrir sér í fjölmörg ár. Mér sýnist það hafa gengið nokkuð vel. Hlutverk ríkisins er að tryggja sveitarfélögunum fjár- magn til þess að jafnrétti til náms sé raunveruleiki og jafnframt þarf að gæta vel að því að skólamir geti veitt þá þjónustu sem þeim ber að veita samkvæmt lögum. Hvernig œtlar Kvennalistinn að vimta að því að minnka þann gífur- lega launamun sem er á ntilli karla og kvenna? Ætlið þið að fara aftur fram á lögbindingu lágmarkslauna? Helga: Þó að við séum göldróttar, við Hansína, af Ströndunum getum við ekki tryggt lögbindingu lág- markslauna við næstu stjórnarmynd- un.Við sjáum möguleika á að leið- rétta launamuninn í gegnum skatta- kerfið, bæði hjá einstæðum foreldrum og bamafjölskyldum og þeim sem lægst hafa launin. Hansína: Það er rétt að við settum þessa kröfu fram 1987 og héldum í barnaskap okkar að á hana yrði fall- ist. Það er mikilvægt að hafa í huga að ýmis kerfi tengjast launakerfinu eins og almannatryggingakerfið og heilbrigðiskerfið. Þetta er talsvert flóknara en það eitt að hækka launin. Þessum leiðréttingum má ná fram með ýmsum hætti, s.s. með vaxtabót- um og breytingum í gegnum skatta- kerfið, meðal annars með því að nýta persónuafslátt bama að fullu. Það hlýtur að vera gífurlegt hagsmunamál fyrir bamafjölskyldur. Sigrún: Þar sem konur reka sjálfar fyrirtæki fer engum sögum af miklum launamun. Ein leið væri að hvetja konur sem mest til að nýta sér mennt- un sína og hæfileika til eigin atvinnu- sköpunar. Nú eru engir karlmenn á fratn- boðslista Kvennalistans. Hvers vegna œttu karlar að kjósa ykkur? Sigrún: I einni af mörgum skoð- anakönnunum sem gerðar hafa verið kom fram að þriðjungur kjósenda Kvennalistans eru karlar. Flestir rétt- sýnir menn sjá að það er mikil kynjaslagsíða á stjórn þjóðarskútunn- ar og sjá að Kvennalistinn er enn sem komið er eini valkosturinn til að rétta þessa slagsíðu. Helga: Karlmönnum er náttúrulega umhugað um framtíð barna sinna eins og konum. Kvennalistinn er eina aflið í íslenskum stjórnmálum sem hefur skýrar hugsjónir og framtíðarsýn í þeim efnum. Ég veit að íslenskir karl- menn hafa margir hverjir tekið ein- dregna afstöðu með Kvennalistanum og halda áfram að kjósa hann nú sem áður. Hansína: Því er fljótsvarað. Það er hvergi eins glæsilegan lista að finna og Kvennalistann. Það eitt og sér ætti að nægja til þess að karlar kjósi okk- ur. Við sjáum það til dæmis í Banda- ríkjunum að konur þykja ákaflega traustar, til dæmis í fasteignaviðskipt- um. Fólk kaupir frekar af konum en körlum. Ég er alveg sannfærð um að karlar kjósa okkur ekki síður en kon- ur, þeir vita mætavel að konum er treystandi, mæðrum eiginkonum og systrum. Pökkum vcittan stuðning: Vélabær lif. Andalólshreppi Frá Borgarbyggð: Agúst Guðnnmdsson múrarameistari Hjólbarðaþjónustan Borgarbraut 55 Biíreiðaþjónustan Hjólbarða og smurstöð Borgarbraut 59 Ltjgfræð iskri í stofa Gísla Kjartanssonar Hótel Borgames Vímet lif. Borgarverk hf. vélaleiga Frá Búðardal: Mjólleursamlagið Fyrirtak biíreiðaverkstæði Tak hf. Krist-Tak hf. Fóðuriðjan Ólafsdal lif. Saurbæjarhreppi ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN BORGARNESI ‘94 - ‘95 SUNDLAUG OPIN: Mánud. W. 7.00-10.00. 12.00-13.00, 18.00-20.30 PnOjud. W. 7.00-09.00, 12.00-13.00, 18.00-22.OO Miðvikud. W. 7.00-09.00. 12.00-13.00. 18.00-20.30 Fimmtud. kl. 7.00-10.00. 12.00-13.00, 18.00-22.00 Föctud. kl. 7.00-08.30, 12.00-13.00. 17.00-22 OO Laugard. og sunnud W. 9.00-16.00 Potfiml - Preksalur - Vatnsleikfimi - Nudd Ungbamasund - Sánabað Verið velkomin S. 93-71444

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.