Kvennalistinn í Hafnarfirði - 01.02.1986, Qupperneq 2

Kvennalistinn í Hafnarfirði - 01.02.1986, Qupperneq 2
Kvennalistinn Utgefandi: Kvennalistinn í Hafnarfirði Ábyrgð: Ása Björk Snorradóttir Guðrún Guðmundsdóttir Myndskreyting: Ása Björk Snorradóttir Póstfang: Austurgata 47 220 Hafnarfjörður Blaðið er unnið í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. Hvað vilt þú? í kosningunum 31. maí munu bæjarbúar velja fulltrúa til setu í Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar næstu fjögur árin. • Fulltrúar Kvennalistans bjóða nú í fyrsta sinn fram krafta sína í þágu bæjarfélagsins. Þau mál sem við munum leggja áherslu á í bæjarstjórninni næsta kjörtímabil eru með- al annars: — Að reynsla og menning kvenna og karla verði metin að jöfnu sem stefnumótandi afl í samfélaginu. — Að valddreifing í stjórnkerfi bæjarins verði aukin. — Að áhrif bæjarbúa á mótun umhverfis síns verði tryggð. — Að kjör kvenna í bænum verði bætt og störf þeirra endurmetin til launa. — Að dagvistarþörfinni verði fullnægt. — Að skóladagur barna verði samfelldur og komið verði á léttum málsverði í öll- um skólum. — Að sérstakt átak verði gert í æskulýðs-, tómstunda- og atvinnumálum unglinga í bænum. — Að þjónusta við aldraða, fatlaða og ör- yrkja verði stórbætt. — Að leiguíbúðum á vegum bæjarins verði fjölgað. — Að uppbyggingu heilsugæslustöðvar verði hraðað og megin áhersla lögð á fyrirbyggjandi heilsugæslu. — Að tryggt verði blómlegt menningar- og tómstundastarf í bænum. — Að tryggt verði fjölbreytt atvinnulíf og atvinnuöryggi í bænum. — Að lífríki og náttúra bæjarins verði virt. — Að mannleg verðmæti sitji ávallt í fyrir- rúmi við ákvarðanir í bæjarmálum. Til þess að við Kvennalistakonur getum unnið að þessum málum í bæjarstjórn þurf- um við stuðning ykkar Hafnfirðinga. Það eruð þið kjósendur góðir, sem getið ráðið því hvort við fáum tækifæri til að vinna að þeim málum sem við teljum til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. AUKUM ÞVÍ ÁHRIF KVENNA VELJIÐ V-LISTANN V-LISTINN ER LISTI KVENNALISTANS Ragnhildur Eggertsdóttir: Kvennalistinn býður fram Þegar Kvennalistinn haföi tilkynnt fram- boö sitt til bæjarstjórnarkosninga í Hafnar- firði, komu eðlilega upp ýmsar spurningar. Þar á meðal hvað hefði valdið þessari á- kvörðun. Kvennalistinn varð upphaflega til vegna þess að konur voru ekki sáttar við áhrifaleysi sitt í stjórnmálum. Síðan eru liðin rúm þrjú ár og hlutur kvenna á opinberum vettvangi hefur aukist. Það er vissulega fagnaðarefni fyrir okkur Kvennalistakonur enda enginn vafi á að þar er um bein áhrif Kvennalistans að ræða. Konur á framboðslistum Þegar þetta er skrifað eru hér í Hafnarfirði komnir fram fimm framboðslistar auk fram- boðslista Kvennalistans. Á engum þessara fimm lista skipar kona efsta sætið. Hver er ástæðan? Gæti hún ekki verið sú að þeir fimm flokkar sem standa að umræddum listum, eru byggðir upp af körlum, þar er unnið eftir leikreglum karla og út frá for- sendum karla. Jafnræði Nú má enginn skilja orð mín svo að sjón- armið og reynsla karla eigi ekki rétt á sér, það eiga bara sjónarmið og reynsla kvenna líka. Annað getur ekki talist réttlátt né eðli- legt, bæinn byggja jú bæði konur og karlar. Á því kjörtímabili sem nú er að Ijúka sitja í bæjarstjórn ellefu bæjarfulltrúar þar af þrjár konur. Ég efast ekki um að þessar þrjár konur hafa lagt sig fram um að vekja athygli á sjónarmiðum kvenna, en auðvitað hafa störf þeirra verið bundin þeim flokkum sem þær eru fulltrúar fyrir. Þess vegna sérframboð kvenna Við Kvennalistakonurálítum bestu leiðina til að koma á jafnrétti í stjórnun bæjarins, að koma með sérframboð kvenna á vegum Kvennalistans. Þar eru virtar leikreglur og starfshættir kvenna og í okkar hugum er enginn efi um að það verður ekki aðeins til að koma á jafnrétti heldur einnig til að auka víðsýni, þegar teknar eru ákvarðanir um öll þau mál erkomatil umfjöllunarog afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum. Konur höfum áhrif Konur eiga ekki og mega ekki sætta sig við áhrifaleysi. Reynsla þeirra og sjónarmið verða að komast til skila, hvort heldur sem er í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi. Á- hrifin sem konur geta haft í kjörklefanum eru mikil en duga skammt ef þeim er ekki fylgt eftir að afloknum kosningum. Öll mál eru „kvennamál" Það má heldur ekki gleymast að öll mál koma okkur konum við. Það eru engin af- mörkuð „kvennamál" né „karlamál". Það er hins vegar forgangsröðun málanna eins og hún er nú, sem við Kvennalistakonur erum ekki sáttar við og bæði viljum og ætlum að breyta. Öll viljum við aðbúnað bæjarbúa sem bestan og veg bæjarins sem mestan. Valddreifing og virkara lýðræði er undirstaða þess að svo megi verða. Það er einmitt á þeim forsendum sem Kvennalistinn starfar. Kjósum því V-listann: Kvennalistann

x

Kvennalistinn í Hafnarfirði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn í Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/1243

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.