Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Blaðsíða 1

Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Blaðsíða 1
 Hlustaðu nú á. í fyrsta lagi kastarðu of grunnt. I öðru lagi ertu með ómögulega beitu. í þriðja lagi....... UR MÖRGU AD VELJA Á LISTAHÁTÍÐ KVENNA Um þessar mundir stendur yfir Listahátíö kvenna í tilefni þess að á þessu ári lýkur kvennaáratug Sam- einuðu þjóðanna. Hátíðin hófst 20. september og stendur til 13. október. Sérstök upplýsingamiðstöð er starfrækt vegna hátíðarinnar í Garðhúsinu að Vesturgötu 3. Þar er opið frá kl. 14.00-18.00 alla sýning- ardagana, síminn þar er 19560. Þar er m.a. hægt að kaupa miða á kvik- myndasýningar og veglega sýning- arskrá. Sýningar á vegum Listahátíðar kvenna eru víðs vegar um bæinn. T.d. má nefna sýningu á bygginga- list íslenskra kvenna ( Ásmundarsal og Vesturgötu, 3 en þar sýna nokkrir kvenarkitektar hugmyndir sínar að nýtingu húsanna að Vesturgötu 3. í kjaliaranum á Vesturgötunni eða Hlaðvarpanum eru sýningar á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðar í leikgerð Helgu Bachmann. Á Kjarvalsstöðum, í Gallerí Lang- brók og víðar eru myndlistarsýning- ar á vegum Listahátíðar kvenna. í Gerðubergi er .sýning á bókum og bókarskreytingum íslenskra kvenna. Þar flytur Leikfélag Reykjavíkur dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Ljós- myndasýning er í Nýlistasafni. í Norræna húsinu er póstkortasýning og svo mætti lengi telja. Kvikmyndahátíðin stendur frá 6- 13. október og verður hún í Stjörnubíói í báðum sölum, á öllum sýningum. Margret Von Trotta mun opna sýninguna og flytja fyrirlestur á meðan á hátíðinni stendur. Tónleikar eru víðs vegar um bæ- inn m.a. á Kjarvalsstöðum. Það er sem sagt nóg að gera að A þessu ári eru liðin 70 ár frá því að íslenskar konur fengu kjörgengi og kosningarétt til Al- þingis. Strax í upphafi buðu kon- ur fram sérstakan kvennalista sem dugði samt ekki til að hlut- fall kvenna á Alþingi kæmist yfir 5%. Það var ekki fyrr en Samtök um Kvennalista komu til sögunn- ar árið 1983 sem tala kvenna á Alþingi jókst svo um munaði. Þetta hafa fáir nefnt sem fjallað hafa opinberlega um þessi tíma- mót í sögu íslenskra kvenna. T.d. má nefna að í sjónvarps- þættinum sem sýndur var 19. júní þá var ekki minnst á tilkomu Kvennaframboðs og Kvennalista á árunum 1982 og 1983. Tölurnar tala sínu máli. Á Al- þingi á árunum 1979-1983 voru 3 konur á þingi eða 5% þing- manna. Eftir kosningarnar voru þær orðnar 9 þar af 3 frá Kvennalistanum. Aukninguna viljum við að sjálfsögðu þakka okkur enda er það staðreynd að nú eru konur þó 15% alþingis- manna. Það er samt ekki í réttu hlutfalli við skiptingu kynja í þjóðfélaginu en okkar þokar áfram þó hægt miði. s____________________________J fylgjast með þessu öllu nú þegar Listahátíðin stendur sem hæst. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Guðrún Erla Geirsdóttir, en hún fékk konur úr öllum listgreinum til sam- starfs við sig til að undirbúa hátíð- ina. Þar hefur gott starf verið unnið svo við segjum húrra fyrir listakon-

x

Kvennalistinn í Reykjanesi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn í Reykjanesi
https://timarit.is/publication/1244

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.