Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Qupperneq 2

Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Qupperneq 2
Kvennalistinn 2 Hvers vegna Kvennalisti? — Já, hvers vegna kvenna- listi? — Vegna þess aö þjóöfélagið hefur ekki efni á því aö nýta ekki reynslu kvenna og taka tillit til sjón- armiða þeirra. — Já, en standa ekki gömlu flokkarnir opnir öllum konum? — Jú, en þeim er boðiö að starfa þar á forsendum karla til stuðnings sjónarmiðum karla og samkvæmt þeim leikreglum, sem karlar hafa sett fyrir karla. — Eru forsendur og sjónarmið og leikreglur karla þá eitthvað verri en kvenna? — Nei, en þær virðast henta fáum konum, þær njóta sín ekki við þessi skilyrði, eins og þátttaka kvenna í stjórnmálum sýnir. — En hafa ekki allir gömlu flokkarnir helstu baráttumál kvenna á stefnuskrám sínum? — Jú, en þeir sýna þeim litla rækt, enda alltof fáar konur í áhrifa- stöðum til að fylgja þeim eftir. — Hvers vegna leggur Kvennalistinn ekki áherslu á neitt annað en svokölluð „kvenna- mál“? — í fyrsta lagi eru svokölluð „kvennamál“ svo mikilvæg að dómi Kvennalistans, að réttlætanlegt og sjálfsagt er að leggja mesta áherslu á þau. í öðru lagi vill Kvennalistinn skilgreina öll mál sem kvennamál, þ.e.a.s. að konum beri að láta til sín taka í öllum málum, og það gerir Kvennalistinn sannarlega, þótt hinu gagnstæða sé gjarnan haldið fram. — Eru ekki öll helstu baráttu- mál Kvennalistans dæmigerð eyðslumál? Þið viljið lengra fæð- ingarorlof, aukið dagvistarrými, hærri laun fyrir konur, samfelldan skóladag, fullorðinsfræðslu, bættar tryggingar heimavinnandi kvenna. Þetta kostar allt peninga. — Þetta eru ekki dæmigerð eyðslumál að okkar mati, heldur fjárfesting. Menntun er t.d. arðbær- asta fjárfesting sem hugsast getur. Heilbrigður og sjálfstæður einstakl- ingur er þjóðfélaginu meira virði en sjúkur og vansæll. Og mörg þessara mála eru einfaldlega spurning um jafnan rétt. En auðvitað kostar það peninga, og þá komum við að for- gangsröðinni. í hvað viljum við eyða sameiginlegu fé okkar allra? — Enhvaráaðfápeningana? — / fyrsta lagi: Við viðjum breyta forgangsröðun verkefna, og aðeins sem eitt dæmi má nefna, að okkur þykja virkjanaframkvæmdir hafa notið alltof mikils forgangs undan- farin ár, enda er meira en helmingur rr........—....... \ VALHUS FASTEIGNASALA Reykjavíkurvegi 60 S: 651122 Mikid úrval eigna á söluskrá Pó vantar eignir Verðmetum samdægurs Gjörið svo vel að líta inn ■ Valgeir Kristinsson hdl. ■ Sveinn Sigurjónsson sölustj. erlendra skulda þjóðarbúsins vegna framkvæmda í orkumálum. / öðru lagi teljum við mögulegt að auka sparnað hins opinbera. Margar utanlandsferðir og veislur eru t.d. gjörsamlega óþarfar, og oft er það bara spurning um að þora að brjóta hefðir. / þriðja lagi teljum við enga synd að skatta þá, sem eiga eignir umfram hóflegt mark. Og / fjórða lagi verður að byggja upp atvinnu- greinar, sem skila okkur auknum gjaldeyri, án þess að alltof miklu sé kostað til, svo sem ferðaþjónustu og smáiðnað af ýmsu tagi. — Hvers vegna hefur Kvenna- listinn engan formann? — Þetta eru grasrótarsamtök, þar sem allir eiga að hafa jafnan rétt og aðstöðu til áhrifa og ábyrgðar. — En ekki geta allir ráðið öllu? — Hvers vegna ekki? Þær geta a.m.k. reynt! í Kvennalistanum er verkefnum og ábyrgð dreift eins og frekast er unnt, og ákvarðanir eru teknar sameiginlega á fundum samtakanna. Það eru tíðir fundir í þingflokki, þingráði og fram- kvæmdaráði, og það eru félags- fundir og svo auðvitað árlegur landsfundur. Og allir þessir fundir eru opnir öllum í Kvennalistanum. — Hvernig hafa konur tíma til að sækja alla þessa fundi? — Hvernig hafa karlar tíma til að sækja fundi? Fá þeir kannski aldrei svona sþurningu? Auðvitað eiga konur misjafnlega auðvelt með að helga sig félagsmálum, og Kvenna- listakonur þurfa oft að taka sér „pólitískt frí“. Það skiljum við hinar mæta vel og fögnum þeim, þegar þær snúa aftur. — En er ekki Kvennalistinn bara lokaður klúbbur mennta- kvenna með „allt á hreinu“? — Langt því frá! Reyndu bara! Útgefandi: Samtök um Kvennalista í Reykjaneskjördæmi Ábyrgð: Ragnhildur Eggertsdóttir Sigrún Jónsdóttir Pósfang: Reykjavíkurvegur 16 210 Hafnarfjörður Setning, prentun, bókband: Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf.

x

Kvennalistinn í Reykjanesi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn í Reykjanesi
https://timarit.is/publication/1244

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.