Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Side 3

Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Side 3
Hvar eigum við að vera ? Mynd: isg. Áhrifaleysi kvenna í fslenskum stjórnmálum hefur veriö mörgum áhyggjuefni um langt skeiö. Ýmsar leiðir hafa veriö reyndar til að bæta úr því, en árangurslítið. Leið Kvennalistans hefur tvímælalaust skilað mestum árangri, fjölgað konum á þingi, verkað hvetjandi á konur og karla í gömlu flokkunum og eflt verulega alla umræðu um málefni kvenna. í þingstörfum leggja fulltrúar Kvennalistans að sjálfsögðu áherslu á „mjúku málin", enda megin- stefnan að hafa áhrif á forgangsröðun verkefna, sem okkur þykir oft ósanngjörn. Þetta hefur verið yfirlýst stefna okkar frá upp- hafi og því ankannalegt, þegar þingmenn og aðrir fárast yfir áherslumálum Kvennalistans, trúir sinni gömlu skoðun, að skattamál og orkumál séu ólíkt merkilegri og brýnni viðfangsefni en fóstrun og uppfræðsla barna, svo að eitthvað sé nefnt. Hér fer á eftir listi yfir þau mál, sem Kvenna- listakonur hafa lagt fram á þingi á þessu kjörtíma- bili: AHERSLAN ER A „MJÚKU MÁLIN“ Frumvörp til laga: — um fæðingarorlof, þar sem gert er ráð fyrir óskertu lágmarksorlofi í 6 mánuði til allra kvenna án tillits til atvinnuþátttöku. — um, að framlag atvinnurekenda til lífeyris- trygginga verði hækkað um 1% til að afla tekna til aukinna fæðingarorlofsgreiðslna. — um átak í dagvistarmálum barna. Því var vís- að til ríkisstjórnarinnar með tilmælum um úr- bætur. — til útvarpslaga, þar sem gert var ráð fyrir mikilli valddreifingu innan Ríkisútvarpsins og greið- ari aðgangi landsmanna að því, enda þótt Ríkisútvarpið héldi einkarétti til útsendingar. — um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun, þar sem lögð er til fjölgun aðila, sem rétt eigi til leiguhúsnæðis, byggðu á félagslegum grunni. Tillögur til þingsályktunar: — um könnun á rannsókn og meðferð nauðgun- armála og tillögur til úrbóta í þeim efnum. Þessi tillaga var samþykkt, og 5 manna nefnd, skipuð 4 konum og 1 karli, vinnurnú umfangs- mikið starf, sem við væntum okkur mikils af. — um friðarfræðslu í skólum og á dagvistar- heimilum. — um frystingu kjarnorkuvopna. — um kennslugagnamiðstöðvar í öllum fræðslu- umdæmum. Þessi tillaga var samþykkt á sl. vori örlítið breytt. — um kerfisbundna leit að brjóstakrabbameini hjá konum. Þessi tillaga varsamþykktsl. vor. — um athvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur. Þessari tillögu var vísað til ríkisstjórnarinnar. — um endurmat á störfum kennara. — um að meta heimilisstörf til starfsreynslu á vinnumarkaði. — um staðgreiðslu skatta. — um úthlutunarreglur húsnæðislána vegna ein- ingahúsa. — um fjárframlög til níunda bekkjar grunnskóla. — um átak í byggingu leiguhúsnæðis, sem verði fjármagnað með sérstökum hátekjuskatti. — um bætta aðstöðu hreyfihamlaðra f Þjóð- leikhúsinu. — um, að verðtrygging langtíma lána vegna náms eða byggingar eigin húsnæðis verði miðuð við vísitölu kauptaxta í stað lánskjara- vísitölu. — um eflingu ferðaþjónustu. Hér er ekki rúm til að fjalla nánar um einstök mál, rökstuðning fyrir þeim eða viðtökur á þingi. Hér er heldur ekki rúm til að telja upp fyrirspurnir til ráðherra, mál, sem Kvennalistakonur hafa stutt og unnið að, án þess að eiga beint frumkvæði, breytingartillögur við fjáriög og ýms önnur þingmál, þátttöku í umræðum um ótal málefni, né heldur störf Kvennalistakvenna í nefndum og ráð- um á þingi og utan þings. Því miður hefur okkur þótt fara lítið fyrir fréttum af þróttmiklu starfi Kvennalistans í fjölmiðlum landsins. Þar eiga aðrir greiðari aðgang og vísari umfjöllun. En öll þingskjöl og frekari upplýsingar um málefni Kvennalistans má fá á skrifstofu okk- ar á Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði, s. 651250, hjá Kristínu Halldórsdóttur eða á skrifstofu þing- flokksins, s. 11560. Viljum við eindregið hvetja fólk til að hafa samband, leita upplýsinga og koma eigin sjónarmiðum á framfæri. K. H. KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR Samband frá skiptiborði við: Bæjarskrifstofur, © 41570 AÐALSKRIFSTOFU, Félagsheimilinu 4. hæð. Opið kl. 8.30-15.00. Bæjarfulltrúar, viðtalstímar 1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar kl. 20-21. Bæjarstjóri, viðtalstímar mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kl. 11-12. Bæjarritari, viðtalstímar mánudaga til fimmtudaga kl. 11-12. Bæjarlögmaður, viðtalstímar eftir samkomulagi. Fjármála- og hagsýslustjóri, viðtalstimar mánudaga, miðvikudagaog föstudaga kl. 11-12. TÆKNIDEILD, Félagsheimilinu 3. hæð. Opið kl. 9.30-15.00. Bæjarverkfræðingur, viðtalstímar þriðjudaga til fimmtudaga kl.11-12. Aðrir viðtalstímar mánudaga til föstudaga kl. 11-12. HEILBRIGÐISEFTIRLIT, Fannborg 3-5. Heilbrigðisfulltrúi, viðtalstímar mánudaga til föstudaga kl.11-12. FÉLAGSMÁLASTOFNUN, Digranesvegi 12. Opið kl. 9-12 og 13-15. Viðtalstímar mánudaga til föstu- daga kl. 11-12. SKÓLASKRFISTOFA, Digranesvegi 12, sími 41863. Opið kl. 9-12 og 13-15. Skólafulltrúi, viðtalstímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11-12. Parket og gömul viðargólf Snyrtíleg og fljótvlrk aðferð sem auðveldlega breytlr gamla gólflnu þínu í nýtt. upplýslngar í síma 91-51243 ■ 92-3558 M

x

Kvennalistinn í Reykjanesi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn í Reykjanesi
https://timarit.is/publication/1244

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.