Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Síða 4
Kvennalistinn
4
Kristfn Halldórsdóttir:
Atvinnumál eru líka kvennamál
Eins og vera ber hjá grasrótarsamtökum
sátum viö saman 15-20 konur og ræddum
efni þessa blaðs, sem við höfðum ákveðið
að gefa út. Ritstýrur settu upp ábúðarfullan
svip, litu á þingkonu sína og sögðu: Við ætl-
um að biðja þig að skrifa um atvinnumál í
kjördæminu! Jahá, sagði undirrituð og fann
að sjálfsögðu til mikillar ábyrgðar.
Er ekki að orðlengja það, að verkefnið var
innt af höndum, en við yfirlestur læddust
efasemdir að skrifara. í þeirri grein, sem
skrifuð hafði verið, var að finna helstu stað-
reyndir um atvinnulífið í kjördæminu, hvern-
ig það væri nú og hvernig það mundi að lík-
indum þróast. Svolítið rembingsleg og þurr
grein, ekkert vond sem slík, en hefði getað
verið eftir hvaða pólitíkus sem var.
Aha, farin að taka lit! Niðurstaða: Greinin
var lögð til hliðar.
Vissulega er frumskilyrði að gera sér
grein fyrir ástandinu eins og það er og jafn-
framt líklegri þróun. En þurfum við enn einn
langhund um það?
■ Reykjaneskjördæmi þrískipt
í örstuttu máli er ástandið svona: Reykja
neskjördæmi skiptist í rauninni í þrennt, þ.e.
Suðurnesjabyggðir, sveitir Kjalarness og
Kjós og þéttbýlið í kringum höfuðborgina.
Þegar rætt er um atvinnumál kjördæmisins
beinist athyglin yfirleitt fyrst og fremst að
Suðurnesjabyggðum, og má með nokkrum
rétti segja, að þar séu vandamálin stærst —
en með jafnmiklum rétti, að þar séu mögu-
leikarnir ekki sístir.
Suðurnesjabyggðir urðu útundan við
framkvæmd byggðastefnu á 8. áratugnum,
var neitað um fyrirgreiðslu á sömu kjörum
og aðrir staðir úti um land nutu. Afleiðingin
varð hægari uppbygging og endurnýjun í
sjávarplássum Suðurnesja, sem aftur olli
því, að þessir staðir eru að ýmsu leyti verr
búnir undir það erfiðleikatímabil, sem yfir
okkur hefur dunið og sér ekki fyrir endann á.
Þá er herstöðin á Keflavíkurflugvelli annar
þáttur, sem tafið hefur fyrir uppbyggingu at-
vinnulífs á Suðurnesjum.
■ Fiskurinn blívur
í Suðurnesjabyggðum er sjávarútvegur-
inn meginundirstaða atvinnulífsins, og svo
verður áfram, en augljóslega að ýmsu leyti í
breyttri mynd. Allar líkur benda blessunar-
lega til aukinnar fiskneyslu í heiminum og
heldur ólíklegt, að við verðum í vandræðum
með markaði, hvort sem er fyrir ferskan fisk
eða unninn, ef gæðin verða sett ofar öllu.
Auk þess sem allra færa verður að neyta
til að bæta nýtingu sjávaraflans og auka fjöl-
breytni í fiskvinnslunni er jöfnun vinnslutím-
ans sameiginlegt áhugamál allra, bæði með
tilliti til aukins atvinnuöryggis og betri mögu-
leika til hagkvæmrar nýtingar. í því efni líta
margir vonaraugum til þeirra rannsókna,
sem nú fara fram á tvífrystingu og áhrifum
hennar á gæði fisks.
■ Brýnast að bæta kjörin
Brýnast alls er þó að bæta kjör fiskvinnslu-
fólks, því það er ekki aðeins að fólkið sjálft
ír =\
(S ELPV ARNIR s/f
Reykjavíkurvegi 16- Pósthólf 159 - 220 Hafnarfjörður-Sími 651675
Veitum einnig eftirtalda þjónustu:
- Fast eftirlit. - Ráðleggingar við val og staðsetningu tækja.
- Viðtöl hjá viðkomandi aðilum. - Staðsetningarskýrslurtækja.
- Skráningu og merkingu eldvarnarbúnaðar o.fl.
ÖLL ELDVARNARÞJÓNUSTA FYRIR ÍBÚÐIR - FYRIRTÆKI - STOFNANIR - SKIP
HÖFUM
TILSÖLU
• Reykskynjara
• Eldvarnarteppi
• Handslökkvitæki,
allar gerðir
• Sigkaðla
• Brunaslönguhjól
• Gasskilti
• Ut-ljos
• Neyðarlýsingar
• Eldvarnar-
viðvörunarkerfi
• Slökkvikerfi
• Reykköfunartæki
o.m.fl.