Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Qupperneq 5

Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Qupperneq 5
Kvennalistinn líði vegna óöryggis og illra launa, heldur er þessi láglaunastefna farin að hrekja vant starfsfólk frá þessari atvinnugrein, sem aftur kemur fram í lakari vinnslugæðum. Sem betur fer virðist nú loksins vaxandi skilning- ur á því, hvílíkt alvörumál þetta er, hvernig sem á það er litið, og verður naumast öðru trúað en úr verði bætt fyrr en síðar. En þótt sjávarútvegur sé og verði áfram meginundirstaða í atvinnulífi Suðurnesjafer nú vaxandi hlutdeild annarra greina. Ber þar fiskiræktina hæst, enda skilyrði góð, ekki bara á Suðurnesjum, heldur einnig víðar í kjördæminu. Hlutdeild þjónustu og ýmiss konar iðnaðar eykst hægt og sígandi, og ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Suðurnesjum sem annars staðar á landinu. ■ Bjartasta framtíðarvonin í því efni hljótum við m.a. að binda vonir við jarðhitann og Bláa lónið. Þar er nú risið lítið hótel, sem hefur þegar sannað tilveru- rétt sinn og dregur að sér erlenda gesti í meira mæli en það annar. Það þarf ekki að vera fjarlægur draumur, að þarna rísi al- hliða heilsustöð með fjölbreyttri lækninga- og heilsuræktaraðstöðu. ( ferðaþjónustu eiga íslendingar ýmsa möguleika ónýtta, t.d. að bjóða upp á heilsurækt í umhverfi svo gjöró- líku því sem annars staðar þekkist. Sú litla reynsla, sem fengin er við Bláa lónið, lofar góðu. Jarðhitasvæðin í Svartsengi og Eldvörp- um eru bjartasta framtíðarvon Suðurnesja, því að í tengslum við þau eru möguleikarnir mestir til nýsköpunar í vinnslu sjávarafurða, fiskeldi, ylrækt, ferðaþjónustu og ýmsum iðnaði. Er því eitt mesta hagsmunamál kjördæmisins, að þessi svæði verði rann- sökuð á fullnægjandi hátt sem allra fyrst. í öðrum byggðum kjördæmisins má með nokkrum rétti segja að hlutirnir gerist og gangi rneira sjálfkrafa, auk þess sem íbúar þar sækja atvinnu mikið til Reykjavíkur. Þar er þó engu síður þörf á, að konur haldi vöku sinni og standi fast á rétti sínum til atvinnu- þátttöku og réttmætra launa. Og þar erum við komin að kjarna málsins, eins og stjórn- málamennirnir segja gjarna: Þátfíöku kvenna og rétti þeirra til að hafa áhrifá mót- un og uppbyggingu atvinnulífsins. ■ Konur mega ekki sætta sig við áhrifaleysi Við göngum nú í gegnum tímabil erfið- leika og breytinga í atvinnuháttum. Fá orð hafa líklega heyrst oftar nefnd í opinberri umræðu undanfarin 2-3 ár en „nýsköpun" og „uppbygging" í atvinnulífinu. í þeirri um- ræðu hafa konur verið hljóðar, alltof hljóðar. Þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur vax- ið gífurlega síðustu tvo áratugi, og þær bera nú uppi að miklu eða öllu leyti fjölmargar starfsgreinar. Þar er náttúrlega fyrst og fremst um að ræða hin hefðbundnu kvenn- astörf, sem lúta að umönnun, uppeldi og fræðslu, svo og fiskvinnsluna. Konur hafa þó haslað sér völl á nánast öllum sviðum at- vinnulífsins, en þær hafa hins vegar lítinn þátt átt í mótun þess — enda aldrei spurðar. Þetta þarf að breytast. Konur mega ekki sætta sig við áhrifaleysi sitt og bíða þess eins sem verða vill. Það er áríðandi, að þær séu virkar í mótun og uppbyggingu atvinnu- lífsins, en láti ekki karlana eina um það. ■ Hvað vilja konur? Hvernig vilja konur, að atvinnulíf þróist á næstu árum og áratugum? Eru þær sáttar við þá áherslu, sem lögð hefur verið á byggingu orkuvera og aukinn þungaiðnað? Eða vilja þær efla smáiðnað af ýmsu tagi? Eru konur sammála því, að atvinnuþróun- inni sé stýrt með mismunun í lánakjörum, niðurfellingu gjalda eða á annan hátt? Er staðið rétt að eflingu loðdýraræktar og fiskeldis, sem nú njóta mestrar hylli stjórn- valda? Á hvað ber okkur að leggja áherslu við GARÐABÆR Sveinatungu við Vífilstaðaveg ________________________________________5 eflingu útflutningsgreina? Vörur úr innlendu eða innfluttu hráefni? Matvæli? Ullarvörur? Húsgögn? Hugbúnað? Þekkingu, t.d. í sjávarútvegi? Vilja konur stuðla að eflingu ferðaþjónustu og þá á hvern hátt? Óttast konur samdrátt í fiskvinnslu, og hvernig er rétt að mæta þeim vanda? Þetta er aðeins brot af þeim spurningum, sem konur verða að spyrja sjálfar sig og hver aðra. Og þær verða að koma skoðun- um sínum á framfæri. Annars geta þær ekki vænst þess að hafa áhrif á mótun og upp- bygginigu atvinnulífsins. ■ Framtíð barnanna okkar Við Kvennalistakonur höfum spurt okkur þessara spurninga og margra annarra. í svörum okkar leggjum við áherslu á þrjú meginatriði: Við teljum íslendinga fyrst og fremst matvælaframleiðendur og aö okkur beri að leggja áherslu á framleiðslu úr inn- lendu hráefni. Við viljum varðveita landið okkar fyrir mengun og náttúruspjöllum og erum sannfærðar um, að einmitt sú stefna sé arðvænlegri til langframa en stóriðju- stefnan. Við viljum, að mannlegi þátturinn sé ekki minna metinn við mótun atvinnulífsins en fjárhagslegur hagnaður. Það er einnig bjargföst skoðun okkar, að menntun og þekking sé grundvöllurinn að uppbyggingu atvinnulífsins, og því beri að leggja megináherslu á menntun og rann- sóknarstarfsemi. Góð menntun uppvaxandi kynslóðar er öllu öðru mikilvægara og raun- verulega það eina, sem við getum ekki með nokkru móti sparað við okkur. Kvennalistinn heitir á allar konur að hugsa um þessi mál, ræða þau og láta til sín taka. Við megum ekki gleyma því, að við erum að leggja grunninn að framtíð barnanna okkar, framtíð, þar sem konur eiga að vera jafnvirtir þátttakendur í at- vinnulífinu og karlar. Rekjum upp — byrjum aftur. SNERRA HF. Pósthólf 20 — 270 Varmá Sími666620

x

Kvennalistinn í Reykjanesi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn í Reykjanesi
https://timarit.is/publication/1244

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.