Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Page 7

Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Page 7
Kvennalistinn 7 Breytt verdmætamat er það sem þarf „Áfram stelpur, standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar á þennan hátt byrjar eitt kunnuglegt lag frá því á Kvennaárinu 1975. Við í Kvenna- listanum ætlum svo sannarlega að halda átram og reyna að sjá til þess að orð eins og kvennakúgun þurfi ekki að heyrast í sönglagatextum framtíðarinnar. Kvennalistinn valdi þá leið að bjóða fram til Alþingis eins og frægt er orðið. Þar höfum við margt nýtt að segja og öruggt má telja að með til- komu Kvennalistans hafi málefni kvenna og umræður um þau orðið mun meiri en ella hefði orðið. Hvað er svo sem nýtt við okkar málaflutning. Jú, hið mannlega er númer eitt. Peningar og dauðir hlutir koma númer tvö. Já skrítið ekki satt, en samt hið rétta að okkar mati. Ef einhver skyldi halda að með þessu væri meint að við viljum ekkert hafa að segja um efnahagsmál þá er það regin misskilningur. Þar viljum við nefnilega koma með okkar reynslu t.d. af stjórnun heimila, en eins og allir vita þá hefur það löngum verið í höndum kvenna að sjá um heimilis- bókhaldið og reyna að láta enda ná saman. Þar röðum við verkefnum eftir því sem okkur finnst vera mikil- vægast t.d. ef velja ætti á milli nýrra teppa á heimilið eða að gera eitt- hvað fyrir börnin, myndum við velja að hugsa um velferð barnanna. Eins má segja um rekstur þjóðarbúsins við myndum frekar hafa gert eitt- hvað fyrir börnin eins og t.d. láta fjármagn renna til menntamála held- ur en að byggja flugstöðina og hvað þá Seðlabankahöllina. Það er þetta sem við eigum við þegar við tölum um breytt verð- mætamat og þar af leiðandi aðra forgangsröðun verkefna. Hið síðast nefnda er einmitt megin atriði í stefnu Kvennalistans. Verðmætamatið sem nú ríkir kemur skýrt fram í þeirri launastefnu sem ríkir hér á landi og það hlýtur að vera eitt áþreifanlegasta dæmið sem allir skilja og sjá í kringum sig. Konur hafa lægri laun almennt á vinnumarkaðinum og störf sem þær sinna eru yfirleitt lægra metin en störf karla. Þessu viljum við breyta og teljum að störf kvenna séu engu síður mikilvæg en störf karla. Það að konur séu ekki fjárhagslega sjálf- stæðar er algjörlega óviðunandi að Látum okkur nú sjá. Já ég sé hér að þú hefur verið húsmóðir í 26 ár og alið upp 4 börn. En hvenær vannstu eiginlega síðast? okkar mati. Við viljum að konur hafi tækifæri til að nýta sér menntun sína á þann hátt er þær telja réttast- an. Þær eiga líka að geta unnið heima ef þær vilja. í dag er ekki um neitt val að ræða og enn er litið á konur sem varavinnuafl, sem hægt er að senda inn og út af vinnumark- aðinum eftir aðstæðum. Hingað til hafa störf með dauða hluti t.d. um- sjón peninga verið meira metin en umönnun lifandi fólks, hjá hinu opin- bera eru einmitt konur í störfum sem tengjast heilbrigðis- og uppeldismál- um og með réttu kallast láglauna- störf. Þarna gæti ríkisvaldið lagt sitt að mörkum og hækkað iaun allra kvenna í störfum hjá ríkinu, sem væru fyrir neðan ákv. tekjumark þannig að þær hefðu sömu laun og karlarnir. Það er nefnilega ekki nóg að samþykkja lög um jöfn laun, eða sáttmála um afnám alls misréttis gagnvart konum ef hlutunum er ekki fylgt eftir. Til að ná fram meiri áherslu á þau málefni sem standa okkur konum næst, þarf hugarfarsbreytingu hjá okkur öllum. Ekki bara stjórnmála- mönnum heldur líka hverjum ein- stökum. Við Kvennalistakonur vilj- um að hið mannlega gildi sé sett ofar auðgildi, að vinnuframlag ein- staklingsins sé metið eftir því hvaða áhrif það hefur á líf fólksins í landinu bæði í dag og fyrir komandi kyn- slóðir. Blað fyrir konur, skrifad af konum! Vera, málgagn kvenfrelsisbaráttu Áskriftarsími VERU er 22188 Marja Entrich ^ t*rj \ - græna línan t í %JVA Heilsuvörur fyrir húðina; andlit, hendur, fætur, líkam- ann, hár, neglur og tennur auk vítamína og steinefna í töfluformi. Marja Entrich húðvörurnar hafa rétt hlutfall milli jurta- fitu, jurtaolíu, vítamína, steinefna, collagen og elast- ín. Allt efni sem húðin þarfnast daglega. Þessi vara hefur ekki verið prófuð á dýrum, en er ofnæmisprófuð við Karolinska sjúkrahúsið og það á mönnum. Full ábyrgð og skilaréttur. - Persónuleg þjónusta. „Ekkert á húðina sem ekki má borða. “ NUNA Sími 44721 % JJ

x

Kvennalistinn í Reykjanesi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennalistinn í Reykjanesi
https://timarit.is/publication/1244

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.