Pilsaþytur - 31.03.1995, Blaðsíða 13
Vísnaþáttur
í þeim miklu önnum sem konur hafa átt í á útmánuðum hefur oft
verið nauðsynlegt að bregða á létta strengi til að lyfta sér upp úr
hversdagnum. Vísur hrjóta þá gjaman af munni fram og fara
nokkrar hér á eftir.
Einn frambjóðandinn í Norðurlandskjördæmi eystra birtist í
sallafínni kápur og göntuðust konur með það hvort kápan myndi
tijálpa til við atkvæðasöfnun og varð þá til þessi vísa.
Framboðskápan falleg er
úrfínu ullarklœði,
ætti að sœkja sýnist mér
sextán karlatkvœði.
Til þess að valda engum misskilningi skal þess getið að textinn
aftan á bolunum er með blóðrauðu letri og er þama verið að vísa í
hann.
Eftir margar tilraunir til að komast á framboðsfundi vítt og
breitt um kjördæmið og mikið ergelsi yfir stöðugum frestunum og
fannfergi, fæddust þessar vísur.
Pó oss villi vetrarhríð,
vaknar snilli í Lundi,
bráðum kemur betri tíð,
þá birtumst við á fundi.
Á borgarafundi í Sjallanum var Tómasi Inga Olrich tíðrætt um
langar pípur sem plöguðu stjómmálamenn á suðursvæðinu, var
honum í lok fundar aflient þessi vísa.
Sá ég áður sérfræðing
sinna frönskum sögnum,
æða suður, inn á þing
og enda í pípulögnum.
Allar konur sem tengjast Kvennalistanum eitthvað, kannast við
„tippaboli" svonefnda sem hafa hlotið miklar vinsældir, enda verið
uppseldir um nokkurt skeið hér nyrðra, var ekki nokkur leið að fá
þá að sunnan, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni. Var konum kalt á
kosningaskrifstofunni í Gamla Lundi í þorraveðmm og frosti og
fengu þá sunnankonur þessar vfsur.
Hart bíturfrostið, hrímið merlar á vanga,
hélað er nef á konum í Norðurlandsanga,
ástand þetta ég alls ekki lengur þoli,
eigum við ekki að fá neina andskotans boli?
Ég veit það erjlogið, ég veit að póstbíllinn gengur,
ég vil ekki una við klœðleysi öllu lengur,
og daglega af ergelsi upp við það mérkippi,
að ekki er á bakinu á mér blóðrautt tippi.
(Atlar vísur að ofan eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur)
Ekki er laust við að baráttumálin læðist líka inn í kveðskapinn
eins og sést á eftirfarandi frá Helgu Þorsteinsdóttur, kennara í
Biskupstungum.
Sú frétt barst á öldum Ijósvakans, að stúlkubami sem hundur
beit, vom dæmdar lægri bætur en dreng í sömu spomm. Rök-
stuðningurinn var sá að framreiknaðar ævitekjur stúlku væm
þetta mikið lægri en drengs. Þetta varð mörgum tilefni til íhugunar
um stöðu kvenna.
Til eiginmanns og föður
Sértu í vafa í kætpi við konur
um kúgun- þeim vana halt
að segja þeim hreint út þœr vaði í villu,
þín vissa sé matið kalt.
Aðjafnrétti algjört þær hafi í hendi
halda fram varlega skalt,
því verði af hundi barnið þitt bitið
„bœturnar" segja þér allt.
Þróun atvinnulífs á landsbyggðinni
Umsókn um styrki
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að verja verulegum
hluta af ráðstöfunarfé sínu á árinu 1995 til að styrkja þá sem
vilja stuðla að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni.
Stefnumótandi áætlun í byggðamálum var samþykkt af Al-
þingi 6. maí 1994. I samræmi við hana verður lögð megin-
áhersla á nýsköpun í atvinnulífinu, styrkveitingar til vöru-
þróunar og markaðsmála og til að auka hæfni starfsmanna.
Lögð verður áhersla á samstarfsverkefni milli fyrirtækja á
landsbyggðinni og við rannsókna- og menntastofnanir.
Stofnunin hefur til ráðstöfunar fé af almennu framlagi af
fjárlögum auk sérstaks framlags til að styrkja nýjungar í at-
vinnulífi á þeim svæðum sem eru sérstaklega háð sauðfjár-
rækt. Vakin er athygli á því að styrkveitingar vegna sauð-
fjársvæða eru ekki bundnar starfsemi sem fer fram á lögbýl-
um eða í sveitum.
Umsækjendur geta veriö einstaklingar, fyrirtæki, atvinnu-
þróunarfélög eða sveitarfélög. Lögð er áhersla á vandaðan
undirbúning verkefna að því er varðar markmið og umfang,
vinnuaðferðir og fjármögnun. Þátttaka umsækjenda í kostn-
aði er nauðsynleg.
Tvær úthlutanir verða á árinu 1995. Umsóknarfrestur vegna
fyrri úthlutunar er til 1. apríl. Gert er ráð fyrir því að um-
sóknir verði afgreiddar í maí. Umsóknarfrestur vegna seinni
úthlutunar er til 1. september og veröur hann auglýstur sér-
staklega.
Umsóknir má senda til allra skrifstofa Byggðastofnunar. Þar
er hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar.
Atvinnuráðgjafar víðs vegar um landið veita aðstoð við und-
irbúning verkefna og umsókna.
Byggðastofnun
Kvennalistinn
13