Pilsaþytur

Árgangur
Tölublað

Pilsaþytur - 31.03.1995, Blaðsíða 5

Pilsaþytur - 31.03.1995, Blaðsíða 5
Atvinna kvenna í dreifbýli Það er ekki langur tími síðan að við, kyn- slóðin sem fædd er um og eftir seinni heimsstyrjöldina, gerðum okkur grein fyrir að örugg vinna er ekki alveg sjálfsagt mál. Við vissum að mikill hluti fólks á almenn- um vinnumarkaði hafði alltof lágt tíma- kaup. Við vissum að launamisrétti ríkti milli kynja, skattar væru alltof oft ekki í samræmi við tekjur o.sv.frv. en atvinn- ulaysi kynntumst við ekki fyrr en nú á síð- ustu árum. Þetta á jafnt við um þéttbýli og dreif- býli. Dulið atvinnulaysi í sveitum hefur verið viðvarandi mikið lengur en almennt er viðurkennt. í kjölfar skerðingar á fram- leiðslurétti búfjárafurða, hafa búin dregist saman jafnt og þétt, margar jarðir farið í eyði eða þar lagður niður búskapur. Launakjör almennings í landinu eru það lág að það þarf tvö til að framfleyta venju- legri ijölskyldu, fólk á þar ekkert val. Mörg bændaiijón þurfa að horfast í augu við það að annað hvort þeina verður að sækja vinnu langan veg, jafnvel dvelja langtímum saman ijarri fjölskyklu til að afla tekna, þannig að endar nái saman og hægt sé að mennta bömin. Ekki er lengur nein lausn fólgin í því að ílytja á mölina, þar ríkir at- vinnuleysi, auk þess sem erfitt er að fá það verð fyrir eignir í sveitum, að liægt sér að kaupa húsnæði annars staðar. Bændaforystan hvatti til eflingar auka- búgreina eins og loðdýraræktar og fiskeld- is. Því miður fór það viða svo að þessar til- raunir skiluðu ekki tekjum en urðu frekar til þess að auka skuldasöfnun og nokkur dæmi em til um það að bændur hafi misst allt sitt. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að nokkuð víða á landinu, hafa konumar tekið til sinna ráða og reynt að skapa sér atvinnu heima. Þær hafa stofnað fyrirtæki, félög, bæði formleg og ófonnleg til að efla samstarf og nýta sameiginlega krafta, kunnáttu og áræðni. Þekking á gömlu handverki og nýting heimafengins hráefnis, sem alloftast er umhverfisvænt, er auðlind sem vert er að virða, þetta vita konur. Víða hefur fram- kvæði kvenna komið vemlega að gagni, orðið vænleg aukabúgrein, eða jafnvel að- alstarf. Þeir styrkir sem veittir hafa verið að til- stuðlan Félagsmálaráðuneytisins til at- \innusköðunar kvenna og Smáverkefna- sjóður landbúnaðarins og Framleiðnisjóð- ur hafa orðið til að efla þáttöku á áræðni kvenna til nýsköpunar í atvinnuháttum. En vissulega er það umhugsunarvert að það þurfi sérstaka sjóði fyrir konur, að þær skuli ekki hafa jafnan aðgang að fjármagni til uppbyggingeæ atvinnulífs og karlar. Nú er liorft til þess að bændur leggi áherslu á framleiðslu og sölu vistvænna af- urða. Vonandi verður raunin sú að íslensk- ur landbúnaður verði hafinn til vegs og virðingar og að umræðan um mikilvægi hans verði jákvæð og í henni gæti ofurlít- illar bjartsýni. Konur mættu gjaman láta meira til sín taka varðandi landbúnaðar- mál. Kvennalistakonur hafa ætíð verið tals- menn smærri fyrirtækja og umhverfis- vænnar framleiðslu. Mörg þau fyrirtæki og gmndvöllur að atvinnuskapandi verkefn- um kvenna hafa orðið til fyrir atbeina kvenna sem hafa kynnst starfi Kvennalist- ans og orðið þar af leiðandi meðvitaðri um sig sjálfar og ábyrgari gagnvart öllu um- hverfi sínu. Ráðgjöf viðvíkjandi framleiðslu, gæði og markaðssetningu er afar mikilvæg og það sanna dæmin að konum er mikilvægt að leita til annarra kvenna eftir henni. Ætli það sé tilviljun hvað margir kven- ráðgjafar í atvinnumálum em hliðhollar Kvennalistanum. Kvennalistinn leggur mikla áherslu á að efla atvinnulífið í landinu og útrýma at- vinnuleysi. Mikilvægt er að tekið se tillit til sjónarmiða kvenna við uppbyggingu at- vinnulífs. Nú er tækifæri til að auka áhrif kvenna á atvinnumálin bæði til lands og sjávar með því að styðja Kvennalistann í kom- andi kosningum. P.S. Vonandi bemm við gæfu til að losna við atvinnuleysi og bæta launakjör á komandi ámm, þó er því ekki að leyna að nýgerðir kjarasanmingar ríkisins við kenn- ara em hvorki til að auka bjartsýni á bætt Kjör né virðingu fyrir menntun, hvorki fyr- ir þeirri menntun sem kennarar hafa aflað sér né þeirri menntun sem þeim er ætlað að veita. Kvennalistinn vili: o aö áhrif kvenna túð mótun _og ^“""trir V aukist og verði í samrænu vtð imktlvægt pei þessa atvinnugrein, faölesa y _ -v 'y.„rc,ia ó vöruvondun og iagiega I—— “» "* + nauðsynlegar búhattabreytmgar, Q að hvetja til og styðja vistvæna og hfræna rækt "* grænmetisframleiðslu. _____________ Kvennalistinn 5

x

Pilsaþytur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur
https://timarit.is/publication/1246

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (31.03.1995)
https://timarit.is/issue/393763

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (31.03.1995)

Aðgerðir: