Pilsaþytur á Suðurlandi - 01.04.1991, Blaðsíða 5
6. seeti
Pálína Snorradóttir
Hveragerði
Fædd á Akureyri 24. janúar
1937, ólst upp þar og i
Reykjavík.
Böm: Þijú og tveir ömmu-
drengir.
Störf: Yíirkennari í Grunn-
skólanum í Hveragerði.
Hvers vegna tekur þú þátt í
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Mér finnst Kvennalistinn hafa
komið með nýjan tón í íslensk
stjómmál. Stjómmálakarl-
mennimir töluðu í upphafi um
„mjúku málin“ á heldur niðr-
andi hátt en ég held að þeir séu
alltaf að sjá það betur og betur
að „mjúku málin" em mál
okkar allra og svo fari að þeir
vilji gjaman eigna sér hlutdeild
í framgangi þeirra jafnt inni á
Alþingi sem utan þess.
Hveiju vilt þú helst breyta í
íslensku samfélagi?
Helmingur þjóðarinnar er
konur. Ef ég mætti breyta
þjóðfélaginu vildi ég að það
besta úr reynslu og menningu
kvenna yrði haft að leiðarljósi
þegar stefna er mörkuð ekki
síður en það besta úr reynslu
og menningu karla.
Hvað viltu segja að lokum?
í félagsmálum hef ég viða
starfað. Mestan lærdóm hef ég
þó öðlast af starfi mínu í
Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra. Þar
hef ég kynnst hetjum hvers-
dagslifsins sem svo sannar-
lega hafa þurft að beijast fyrir
tilvem sinni. Þeirra orrnsta
hefur snúist um þátttöku í
þjóðfélaginu; að fá að mennta
sig, að fá að vinna, að fá að
borga skatta, að fá að njóta
lífsins, að fá að lifa í þjóðfélagi
án þröskulda. Ætla mætti að
slík orrusta væri auðunnin en
margra áratuga barátta við
skilningslitla ráðamenn sýnir
annað.
/V
7. sseti
Sigríður Jensdóttir
Selfossi
Fædd 29. apríl 1950 í Hnífs-
dal og ólst upp þar.
Maki: Bárður Guðmundsson
byggingarfulltrúi.
Böm: Guðmundur 21 árs,
Kristjana Hmnd 18 ára, Jens
Hjörleifur 11 ára, Hlynur 8
ára, Helgi 8 ára.
Störf: Hefur starfað hjá Vá-
tryggingafélagi íslands undan-
farin tvö ár en þar áður ýmis
hefðbundin láglaunastörf, lengst
af ritari hjá SÁA, Sogni Ölfusi.
Hvers vegna tekur þú þátt i
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Ég vil að stefnumál Kvenna-
listans nái fram að ganga við
stjóm landsmála og legg þvi
fram minn skerf til að svo
megi verða.
Hverju vilt þú helst breyta i
íslensku samfélagi?
Ég vil að ráðamenn þessarar
þjóðar staldri við og skoði
hvemig ástandið er í kringum
þá og taki mið af þvi. Þar á ég
einkum við ástandið í launa-
málum, atvinnu- og umhverf-
ismálum. Gifurlegt vlnnuálag
foreldra leiðir til upplausnar
íjölskyldna. Þeirri þróun verð-
ur að spoma við hið fyrsta.
8. sseti
Alda Alfreðsdóttir
Selfossi
Fædd í Vestmannaeyjum 12.
apríl 1956 og bjó þar til loka
ársins 1987.
Maki: Ragnar Ólafsson.
Böm: Alfreð Ragnar 18 ára,
Ólafur Grétar 12 ára.
Störf: Hefur unnið á póst-
húsinu á Selfoss sl. þrjú ár og
áður við við verslunar-, skrif-
stofu- og fiskvinnslustörf.
Hvers vegna tekur þú þátt í
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Vegna þess að flest stefnumál
hans höfða til min og þetta er
lýðræðisleg hreyflng þar sem
allir geta sagt sínar skoðanir
og mark er tekið á þeim. Ég
vildi þvi ekki skorast undan
ábyrgð þegar kvennalista-
konur á Suðurlandi sýndu
mér það traust að bjóða mér
sæti á lista, einkum þar sem
engin kvennalistakona í Vest-
mannaeyjum sá sér fært að
taka þar sæti.
Hveiju vilt þú helst breyta í
íslensku samfélagi?
Ég vil fyrst og fremst að allir
landsmenn hafl næga atvinnu
í sinni heimabyggð og að
mögulegt sé fyrir alla að lifa af
dagvinnulaunum. Einnig er
nauðsynlegt að bmgðist verði
hart við vaxandi ofbeldi í
þjóðfélaginu.
Hvað viltu segja að lokum?
Sameinumst um að koma
dugmikilli konu af Suðurlandi
á þing 20. apríl n.k. Setjum X
við V og komum Drifu Krist-
jánsdóttur á þing.
/V
9. sseti
Ragnheiður
Guomundsdóttir
Hveragerði
Fædd á ísaflrði 24. október
1937 og alin þar upp.
Maki: Theodór Kristjánsson.
Börn: 4 synir og ein dóttir, öll
flutt að heiman, 6 bamaböm.
Störf: Hjúkmnarfræðingur á
Dvalarheimilinu Ás/Ásbyrgi,
Hveragerði síðan 1982, áður
tæplega 10 ár á heilsugæslu-
stöðinni Selfossi.
Hvers vegna tekur þú þátt í
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Ég vil auka hlut kvenna í
stjóm landsmála þvi að ég tel
affarasælast að skoðanir og
reynsla beggja kynja komi
fram í sem flestum málum.
Hverju vilt þú helst breyta í
íslensku samfélagi?
Launa- og kjaramálum. Ég vil
að dagvinnulaun dugi til fram-
færslu. Eins vil ég hækka
skattleysismörk og að tekju-
skattsþrep verði tvö. Svo vil ég
að ungt fólk fái betri lán til
húsnæðiskaupa svo það þurfi
ekki að leggja nótt við dag til
að eignast þak yfir höfuðið.
10. sseti
Edda Guðlaug Antonsdóttir
Vík í Mýrdal
Fædd í Vík 29. desember 1955
og uppalin þar.
Maki: Halldór Óskarsson.
Böm: Pétur 16 ára, Héðinn 14,
Anton Kári 8, Sigríður 4 ára.
Störf: Kennari undanfarin 14
ár og störf við ferðamanna-
þjónustu á sumrin.
Hvers vegna tekur þú þátt í
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Ég hef áhuga á málefhum
kvenna og vil leggja mitt af mörk-
um til að bæta stöðu þeirra.
Hveiju vilt þú helst breyta í
íslensku samfélagi?
Ég vil bæta stöðu fjölskyld-
unnar, sérstaklega bama og
unglinga, en staða þeirra er
ótrúlega slæm viða og jafna
launamun karla og kvenna.
Hvaða spumingu viltu svara
að lokum?
„Hvaða málajlokkur brennur
helst á sunnlenskum konum"?
Lítil fjölbreytni í atvinnumál-
um, lág laun og lítið framboð
á framhaldsnámi unglinga.
11. sæti
Svala Guðmundsdóttir
Selssundi, Rangárvallahreppi
Fædd 29. júní 1924 í Vest-
manneyjum og uppalin þar.
Maki: Sverrir Haraldsson.
Böm: 6, þar af 1 fóstursonur.
Störf: Húsfreyja í Selssundi
undanfama fjóra áratugi.
Hvers vegna tekur þú þátt í
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Vegna þess að Kvennalistinn
leggur áherslu á jafnrétti
kynja, baráttu fyrir friði og er á
mód EB. Þær standa og falla
með sínum hugsjónum og em
ekki til sölu fyrir ráðherrastóla.
Hverju vilt þú helst breyta í
íslensku samfélagi?
Ég vil leggja áherslu á baráttu
gegn allri mengun og stuðla
að innlendum matvælaiðnaði ;
ekki flytja inn matvæli sem við
getum sjálf framleitt svo sem
kartöflur, grænmeti, kjöt, fisk
og mjólkurvömr.
Hvað viltu segja að lokum?
Ég vil meiri áherslu á jafnrétd,
launa- og félagslegt, ég vil að
landið haldist allt í byggð og ég
vil betri sljóm verkalýðsmála.
VELJUM
VITRÆNT
VEUUM V
12. sæti
Guðmundína
Lilla
Hannibalsdóttir
Selfossi
Fædd 28. júní 1940 í Þemu-
vik, Ögurhreppi, Norður ísa-
fjarðarsýslu og ólst upp á
Bimustöðum í sömu sveit.
Maki: Halldór Hafsteinsson.
Böm: Þijú á lífi.
Störf: Hjúkmnarfræðingur á
sjúkrahúsinu Selfossi síðan
1970 með smáhléum.
Hvers vegna tekur þú þátt i
framboði Kvennalistans á
Suðurlandi?
Ég hef stutt Kvennalistann frá
upphafl og þó áherslur séu að
breytast til batnaðar í stjóm-
málum hér á landi tel ég að
enn eigi stefna hans svo stórt
erindi á Alþingi að ég vil styðja
hann af öllum mínum mætU.
Héðan frá Suðurlandi er sann-
arlega kominn timi U1 að nýjar
raddir heyrist á Alþingi. Ég
vona að konur og karlar standi
þétt saman um kosningu
listans.
Hveiju vilt þú helst breyta í
íslensku samfélagi?
Ég vil sjá aðrar áherslur í fjár-
málum ríkisins. Það er mjög
biýnt að stytta vinnutíma og
laun fyrir dagvinnu nægi til fram-
færslu heimilis. Ég vona að með
sfyttri vinnutíma geti foreldrar
sinnt bömum sínum betur og
stuðlað að minnkandi afbrotum.
Mér flnnst líka jaðra við ofbeldi
hvemig sumir fféttamenn og
aðrir sem þó þykjast fúflorðnir
niðurlægja einstaklinga opin-
berlega með ummælum sínum.
Aðgát skal höfð í nærvem sálar.
Hvaða spumingu viltu svara
að lokum?
„Hvemig list þér á framtíð
Suðurlands"?
Ég er bjartsýn á framtið Suður-
lands ef við höldum vöku
okkar hvað varðar áframhald-
andi atvinnuuppbyggingu við
fullvinnslu afurða heima í hér-
aði. Gætum vel að gróðri
landsins og vemdum umhverf-
ið fyrir mengun en umfram allt
gleymum ekki að hlúa vel að
bömum og öllum manneskjum
sem hér búa.
5