Pilsaþytur á Suðurlandi - 01.04.1991, Blaðsíða 2

Pilsaþytur á Suðurlandi - 01.04.1991, Blaðsíða 2
HAGSÝNI KVENNA ÓNÝTT AUÐUND S I G R í Ð U R Það vorar á íslandi enn á ný. Eftir óvenju mildan vetur mun moldin anga og grasið grænka í sunnlensk- um byggðum. Oft hefur vor- koman glatt bændafólk þessa lands. Vonandi er að svo verði enn. Þó er hætt við að sú gleði verði blandin ótta og óvissu á sumum bæjum á þessu vori. Nýr búvörusamningur hefur litið dagsins ljós og hætt er við að hann hafi það í för með sér fyrir fjölda bænda, að þeir þurfi að bregða búi og ftytja sig og sína á mölina, eða að finna sér eitthvað annað að gera með tóm fjárhús og hlöður. Ég óttast að út úr þessum búvörusamningi komi það, meðal annars að sauðfjár- búskapur hreinlega leggist af á sumum svæðum, og þá sennilega fyrst og fremst á Suðurlandi. Það bendir ýmislegt til þess. Það er hins vegar staðreynd að á Suð- urlandi er afurðamesta féð og þaðan kemur frambæri- iegasta dilkakjötið. En það er framleitt of mikið og þarf að skera niður. Hver á að skera niður og hver á að ákveða það? Fjölmiðlar eru íslenskum landbúnaði fjandsamlegir. Þvi er slegið upp í æsifrétta- stíl að svo og svo margir milljarðar fari í niðurgreiðsl- ur og útflutningsbætur og þó séu þessar vörur alltof dýrar. Þetta er eflaust satt og rétt. Það er jafn satt og rétt að skatttekjur ríkisins af landbúnaði eru umtals- verðar. Á það er sjaldnast minnst. Eitt er það lítilræði, sem ég hef enn varla heyrt minnst á opinberlega þegar rætt er um offramieiðslu dilkakjöts og samdrátt í neyslu. Það er svokölluð framhjásala, þ.e. heima- slátrað kjöt sem fer svo eftir ýmsum leiðum á markað- inn. Flestir vita að þetta er stundað vítt og breitt um landið. En þetta er feimn- ismál og ólöglegt, svo að skiljanlega vill enginn verða tii að ljóstra upp um ná- grannann. Þetta er bara þegjandi samkomulag. Og víst eru bændur bara að reyna að bjarga sér sem best á erfiðum tímum. Þeir eiga kannske svo og svo mörg lömb fram yfir full- virðisréttinn, slátra þeim heima og selja svo kunn- ingjum á hagstæðu verði. Báðir græða eða hvað? Enginn veit hve mörg STEINÞÓRSDÓTTIR tonn ganga þannig kaupum og sölum, en ekki væri ég hissa þó sá tonnaíjöldi slag- aði hátt upp í það sem kall- aður er samdráttur í neyslu. Svo þegar kemur að því að gera búvörusamning er dæmið reiknað út frá neyslu; minni neysla minni fullvirðisréttur. Ég fæ því ekki betur séð en þeir bændur sem þessa vafa- sömu verslun stunda, svo einhveiju nemur, séu um leið að grafa undan eigin at- vinnurekstri. Fyrst settar eru hömlur á framieiðsluna þarf að sjá til að þeim sé fylgt- Já, víst er íslenskur land- búnaður í vanda staddur. Ég ætla ekki að fara að tína tii sökudólga, eða kenna einu eða neinu sérstöku um. Þó má ég tii að minnast á það að bændasamtökin samanstanda mestmegnis af körlum. Þar eru konur ekki nógu virkar. Þvi miður. Ég vil þvi hvetja sveitakonur til að koma til starfa í bænda- samtökunum. Hagsýni kvenna, dugnaður og nýjar hugmyndir eru ónýtt auð- lind, og nú er þörf á sam- stöðu okkar allra, sem enn erum í sveitunum. Við verð- um að bjarga því sem bjargað verður. Það brenna eldar í olíu- lindum suður við Persaflóa. Það fellur svartur snjór í Himalajafjöiium. Enginn veit hve lengi eldamir brenna suður þar, vikur, mánuði, ár? Á meðan stígur eitraður reykur hátt tii lofts og fellur síðan sem menguð úrkoma í órafjarlægð. Engin leið er að sjá hve víðtæk eyðileggingin verður. Ennþá er Ísland til- tölulega hreint og ómengað. Við framleiðum hér hollustu og bestu matvæli í heimi; kjöt, fisk og grænmeti. Það er hreint ekki ósennilegt að í náinni framtíð verði slík gæðavara eftirsótt í meng- uðum heimi. Þá opnast ef til vill möguleikar á útflutningi íslenskra landbúnaðar- afurða. Því skuium við gæta þess að gera ekkert sjálf sem gæti mengað og spillt landinu eða fiskimiðunum. Við skulum líka gæta þess, að ganga ekki af íslenskum landbúnaði dauðum. Suðurland er láglauna- svæði. Það er staðreynd. Þorpin á Suðurlandi byggja tilvist sína að langmestu leyti á þjónustu við biómleg landbúnaðarhéruð. Þegar samdráttur verður í land- búnaði bitnar það um leið á þessum þjónustukjömum. Á Suðurlandi er að engu öðm að hverfa. Austan Þjórsár er engin útgerð né fiskvinnsla. Nú er von til að nokkuð rætist úr í atvinnu- málum í vestasta hluta Rangárvallasýslu þegar Slát- urfélag Suðurlands flytur vinnslustöð sína til Hvols- vallar. Það er vel. Og hefðu þeir Sláturfélagsmenn mátt láta sér það til hugar koma fyrr, áður en Laugamess- ævintýrið hófst. En Slátur- félagið er í eigu bændanna sjálfra. Þess vegna ættu þeir að vera virkari, sækja fundi og veita aðhald. Enn vil ég benda á það að bændur em bæði menn og konur. Kon- ur, vemm með. Ég hef það fyrir. satt að hugmyndin að flutningi SS austur sé komin frá konu. Á samdráttartímum eins og nú tei ég mikilvægt að íbúar hvers sveitarfélags standi saman um að reyna að halda utan um það sem fyrir er. Því miður verður jaað oft raunin að þegar harðnar á dalnum reynir hver og einn að bjarga eigin skinni og þá ef til vill á kostnað annarra. Það vantar samstöðu og það vantar traust. Nýlokið er átaksverkefni í atvinnumálum í mínu sveit- arfélagi, Mýrdalshreppi. Ég ásamt fleirum sat svokall- aða ieitarráðstefnu, sem stóð dagana 16. og 23. mars. Ég held að allir séu sammála um að mjög vel hafi til tekist. Áhugi heima- manna er mikill, það voru um 60 manns sem tóku þátt í verkefninu. Unnið var í hópum sem hver fjallaði um sérsvið. Margar hugmyndir komu fram en allar virðast þær stefna í sömu átt; að nýta það sem fyrir er. Það var ekki verið að biðja um álver eða aðra stóriðju. Eftir er að sjá hvort eitthvað kemur út úr þessari vinnu, kannske verða það engin stórvirki. En þó að það yrði ekki til annars en að efla samstöðu og samvinnu heimamanna, þá er það töluverður árangur. Framundan eru kosning- ar til Alþingis. Það er mikl- vægt að við hugsum okkur vel og vandlega um áður en við greiðum atkvæði, gerum það ekki í hugsunarleysi. Við erum að velja okkur framtíð. Gleðilegt sumar. Höfundur skipar 4. sæti Kvennalistans á SuSurlandi. PILSAÞYTUR Á SUÐURLANDI 2. tbl. 1. árg. apríl 1991 Kvennalistinn á Suðurlandi bauð fyrst fram til alþingis fyrir fjórum árum og fékk þá talsvert fylgi tæp, 7 prósent. Það dugði þó ekki til að koma konu á þing. Nú erum við reynslunni ríkari og undirtektir fólks eru góðar. Frambjóðendur okkar hafa verið talsvert á ferðinni undanfarið. Þær hafa komið á vinnustaði hér og þar og hafa fengið ljóm- andi móttökur hjá áhugasömu fólki sem við þökkum. Þær vilja gjarnan fara sem víðast en svæðið er stórt og í mörgu að snúast. Kvennalistinn hefur mótað sér skýra stefnu, sem tekur til allra helstu mála- flokka sem koma til kasta Alþingis. Við leggjum áherslu á að stjórnmál og kosningar snúast um hugsjónir og málefni. Við leggjum áherslu á nútíð og framtíð. Við viljum að fólk fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sína og hafi tíma og aðstæður til að ala upp börn sín. Við viljum umgangast Móður Jörð með virðingu vegna þess að komandi kynslóðum og náttúrunni er ógn- að af vígbúnaði, eyðingu lands og mengun. Kvennalistinn vill nýta gæði lands og sjávar skynsamlega. Við viljum leggja áherslu á íjölbreytt atvinnulíf um allt land en höfnum mengandi stóriðju. Við viljum að ísland og hafsvæðin umhverfis landið verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði og að herstöðvar hér á landi verði lagðar niður. Framtíðin er í höndum okkar sem nú lifum. Kvennalistinn vill vinna að því að skapa réttlátara þjóðfélag íyrir okkur öll, konur, karla, aldna og óborna. Vilt þú leggja okkur lið? PILSAÞYTUR á Suðurlandi 2. tbl. 1. árgangur, april 1991 Útgefandi: Samtök um Kvennalista á Suðurlandi. Ritnefnd: Eva Guðný Þorvaldsdóttir Jóna Vigfúsdóttir Kristín Þórarinsdóttir Rannveig Óladóttir Sigurborg Hilmarsdóttir Ábyrgðarmaður: Sigurborg Hilmarsdóttir Útlit: Harpa Bjömsdóttir Auglýsingar: Eva Guðný Þorvaldsdóttir Nanna Þorláksdóttir Tölvusetning og -umbrot: Edda Harðardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Forsíðumyndin er af Báru Gísladóttur, Byggðarhomi í Flóa. Kosningaskrifstofa KVENNALISTANS er á Engjavegi 29, Selfossi (2. hæð, fyrir ofan Arvirkjann). Þér er boðið að líta inn. Ema Siguijónsdóttir kosningastýra býður uppá te eða kaffi (og stefnuskrá Kvennalistans!) Við höfum til sölu spennandi vaming; boli, nælur, gammosíur, svuntur, handklæði, merki o.fl. Opið alla virka daga kl. 14-18 og flest kvöld. Sími 21006. Allir velkomnir. 2

x

Pilsaþytur á Suðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur á Suðurlandi
https://timarit.is/publication/1247

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.