Kjósum konur - 21.12.1981, Qupperneq 4
Þar sem valdið er, þar er konan ekki - þar sem konan er,
þar er valdið ekki.
Þessi spaklegu orð, sem upprunnin eru frá
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, og lýsa vel
þeim aðstæðum, sem konur búa við hvarvetna í
heiminum, og einnig þeim aðstæðum sem liggja að
baki kvennaframboðs.
Kvennaframboð verður ekki til að ástæðulausu.
Konur finna vanmátt sinn gagnvart því þjóðfélagi,
sem þær hafa átt of lítinn þátt í að móta og það
knýr þær til aðgerða. Þær sjá að það þarf vald til að
hafa áhrif, og að réttindi sín fá þær aldrei með
lagaboðum eingöngu.
Konur hafa til þessa lítið starfað innan
stjórnmálaflokkanna. Eins og flokkarnir eru
uppbyggðir í dag höfða þeir ekki til kvenna. Þeir
eru uppbyggðir af körlum og fyrir karla og þau
viðfangsefni, sem verið hafa kvenna gegnum aldir,
hafa hvergi komið þar nærri. Konur hafa þar
nánast verið skrautfjaðrir og þeim skömmtuð
áhrif.
Það er vissulega álit okkar, sem að kvennafram-
boði stöndum, að konum beri að starfa í
stjórnmálaflokkum, og við álítum að með því að
standa saman, muni þær geta haft áhrif á innra
starf flokkanna á þann hátt, að þær geti síðar
starfað þar á jafnréttisgrundvelli. Kvennaframboð
er ekki lausn heldur einungis til að knýja til
aðgerða; til að virkja fleiri konur; til að sýna að
konur eiga margt sameiginlegt út fyrir stéttir og
stjórnmálaflokka; til að sanna að þær eru ekki
eftirbátar annarra þegna.
Konur eru helmingur bæjarbúa, og við álítum að
engin mál séu þeim óviðkomandi, en forsendur og
reynsla þeirra hafa til þessa verið smár þáttur í
allri málsmeðferð. Þær vilja réttindi til að vera
konur, án þess þó að þurfa þar fyrir að afsala sér
þjóðfélagslegri þátttöku, því hvort tveggja er jafn
nauðsynlegt, og bæði karlar og konur þurfa að
eiga þar aðild að.
Við erum ekki eingöngu að berjast fyrir
réttindum kvenna, heldur er markmið okkar að
koma á þeim breytingum, sem geri körlum og
konum kleyft að vinna saman á jafnréttisgrund-
velli. Það felur í sér, að skilyrði og reynsla beggja
séu jafnt metin, og að öll uppbygging frá grunni
miðist við það.
Konur eiga engan þátt í að móta það atvinnulíf,
sem þær eru þátttakendur í, þær þiggja þar ein-
göngu mola af borðum. Þær þurfa að heyja erfiða
baráttu við lág laun, lítið atvinnuöryggi, heimilis-
hald og barnaforsjá, allt í senn. Með kvennafram-
boði viljum við gera breytingar til batnaðar,
með því að nýta reynslu og þekkingu kvenna við
uppbyggingu atvinnulífs og stjórnmála, en á þann
hátt að ekki komi niður á börnum eða heimili.
Þessvegna viljum við hvetja konur til aukinnar
þátttöku, að vera virkar, að sækja um ábyrgðar-
stöður, að starfa í stjórnmálaflokkum og hafa
hvarvetna sem mest áhrif.
Við teljum, að konur sameiginaðar á einum lista
og með sterka hreyfingu að bakhjarli, hafi góða
möguleika á að móta og fylgja eftir nýjum
viðhorfum, sem byggð séu á þeirra sameiginlegu
reynslu. Kvennaframboðið er tilraun okkar til að
skapa betra samfélag og til að búa í haginn fyrir
komandi kynslóðir.
Stefnan í bæjarmálum.
Kvennaframboðið leggur ríka áherslu á, að hugað
sé að velferð fjölskyldnanna. möguleikum þeirra
til samveru og innihaldsríks lífs, og jafnari
skiptingu ábyrgðar á heimilishaldi og uppeldi.
Kvennaframboðið mun setja fram nánari stefnu
í hinum ýmsu málaflokkum, eftir því sem tilefni
gefast til og þekking okkar á bæjarmálum eykst.
Við breyttar aðstæður geta komið fram breytt
viðhorf og þessvegna verður stefnuskráin ávallt í
mótun.
Eftirfarandi atriði eru meðal þeirra fjölmörgu
mála, sem okkur fmnst þarfnast úrbóta og við
viljum beita okkur fyrir.
1. Jafnréttismál.
Við teljum að brýnt sé, að nú þegar verði stofnuð á
vegum bæjarins jafnréttisnefnd, eins og kveðið er
á um í samþykkt jafnréttisráðs frá 1975. Hlutverk
slíkra nefnda er skýrt í þessari samþykkt, en við
leggjum áherslu á, að hún beiti sér fyrirumræðum,
fræðslu og upplýsingastarfsemi um jafnréttismál
og stuðli jafnframt að því, að aflétt verði því
misrétti kynjanna, sem ríkir á vinnumarkaði með
tilliti til launa. starfsvals og atvinnuöryggis.
2. Jafnrétti og lýðræði í stjórnun.
Mikið skortir á, að jafnrétti kynja ríki við skipan
nefnda, ráða og stjórna bæjarins og fulltrúa
bæjarins í hin ýmsu ráð. Við leggjum til að
bæjarstjórn setji sér þá reglu, að konur eigi að
jafnaði helming sæta í öllum fastanefndum, ráðum
og stjórnum. Sama regla ætti að gilda um kosningu
fulltrúa bæjarins í nefndir, stjórnir og ráð, sem
bærinn á aðild að.
I framhaldi af þessu teljum við að endurskipu-
leggja verði fundartíma hjá bæjarstjórn, bæjarráði
og nefndum, þannig að konum verði gert
auðveldara um vik að starfa í þeim, án þess að
þurfa að vanrækja heimili og fjölskyldulíf, líkt og
karlar hafa gert hingað til.
Við teljum að almenningur þurfí að hafa betra
tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanatekt í
bæjarmálum og betri aðstöðu til að fylgjast með
störfum bæjarfulltrúa. Við leggjum því til, að
haldnir verði opnir fundir um bæjarmál, a.m.k.
tvisvar á ári. Einnig verði fræðsla um bæjarmál
aukin og gefið út fréttabréf, sem sent yrði öllum
bæjarbúum. Einnig teljum við, að koma þurfi á
vel auglýstum viðtalstíma bæjarfulltrúa og for-
manna nefnda. Komi upp ágreiningur um mál sem
skipta miklu, skal höfð um þau almenn atkvæða-
greiðsla.
Einnig verði reynt að virkja fólk til aukinnar
þátttöku með því að mynda hverfasamtök.
Við teljum rétt og nauðsynlegt, að starfsfólk
stofnana og fyrirtækja í eigu bæjarins (eða bærinn
á hlutdeild í) kjósi úr sínum hópi einn eða fleiri
fulltrúa í viðkomandi ráð, nefnd eða stjórn, og séu
þeir ekki úr hópi æðstu stjómenda viðkomandi
istofnunar eða fyrirtækis.
Við leggjum áherslu á að jafna aðstöðu fólks
vegna kynferðis, aldurs, heilsufars o.s.frv. Þar á
móti verður að draga úr annarskonar útgjöldum,
og tejum við að minnka megi ýmsan stjórnunar-
kostnað, svo og útgjöld vegna ferðalaga, veislu-
halda og risnu, þó á þann hátt, að bæjarfélagið
haldi reisn sinni á opinberum vettvangi.
3. Dagvista-og uppeldismál.
Við viljum að dagheimilum verði íjölgað í
samræmi við eftirspum, þannig að foreldrar, sem
þurfa eða vilja vinna utan heimilis, fái aðstöðu til
þess. Um leið verður að gæta þess, að dagvistir
verði ekki geymslustaðir, heldur góð aðstaða til
leikja og náms. Þess vegna er nauðsynlegt að búa
vel að þessum stofnunum og starfsfólki þeirra
fjárhagslega, og skal starfsfólk haft í ráðum
varðandi allan búnað þeirra. Gæta verður þess að
ofbjóða ekki börnum með of langri dvöl þeirra á
hverjum degi.
Nauðsynlegt er, að börn geti verið sem lengst hjá
foreldrum sínum í frumbernsku, til dæmis með því
■
K VENNA FRA MBOi
að lengja fæðingarorlof í sex mánuði, sem foreldrar
gætu skipt á milli sín að eigin ósk. Einnig er
hugsanleg leið, að foreldrar sem væm heima hjá
börnum sínum, fengju borgaða þá upphæð sem
bærinn annars greiddi til dagvistar, ef börnin
dveldu þar. Einkum væri þetta nauðsynlegt fyrir
einstæða foreldra, en mjög er brýnt að aðstæða
þeirra verði bætt, þannig að börn þeirra búi við
svipað öryggi og önnur börn. ,
Við viljum lýsa yfir stuðningi okkar við það
forvarnarstarf, sem hafið er á vegum fræðsluyfir-
valda og við teljum afar nauðsynlegt að auka alla
almenna fræðslu og umræðu um uppeldismál og
þarfír barna.
4. Skólamál
Verulegra umbóta er þörf í skólamálum bæjarinS'
Þar teljum við fyrst og fremst að auka þurf*
umræðu um innra starf og markmið skóla og auka
samvinnu milli þeirra og heimilanna. Æskilegteb
að foreldrar hafí umsagnarrétt um námsefni og
kennslutilhögun. Námsefni þarf að vera í mein
tengslum við umhverfí og atvinnuvegi og auka
þarf fræðslu um notkun fíkniefna, um kynferðis'
mál og getnaðarvarnir, um uppeldis- og sambúð-
armál, um uppbyggingu og stjórnun bæjarfélagS'
ins og þjóðfélagsins alls.
Mikil þörf er á að jafna aðstöðu nemenda 1
hinum mismundandi skólum bæjarins, hvað
varðar útivistarsvæði, kennslutæki, bókasöfn-
íþróttaaðstöðu og aðstöðu til stuðnings og
sérkennslu. Nauðsynlegt er að sérkennsludeildií
fái viðunandi aðstöðu í hinum almennu skólum.
Þó teljum við, að til þess að ytri búnaðuí
skólanna nýtist sem best þurfí að verða miklaí
breytingar á innra starfí þeirra. Skólar eru oi
íjölmennir, bekkir og stórir og allan sveiganleik
vantar í námsefni og kennslu. Við teljum að nám
verði eðlilegra og árangursríkara, ef nemandinf
fær að velja námsefnið sjálfur að einhverju leyti og
geti stundað nám sitt með þeim hraða sem honufli
hentar.
Við teljum afar mikilvægt, að skólar séu smáif
og dreifðir um íbúðahverfi. Þeir ættu ekki að vera
fjölmennari en svo, að persónuleg tengsl myndis1
milli kennara, nemenda og foreldra, og vera
staðsettir þannig að böm þurfí ekki yfmmiklm
umferðargötur á leið til skóla.
Samfelldur skólatími og mötuneyti er að okkaf
áliti afar brýnt mál og sérstaklega fyrir mæður og
börn. Því viljum við hvetja foreldra til aðstuðla að
stofnun mötuneyta, sem foreldrar gætu ef til viH
rekið sjálfír að einhverju leyti.
Ráða þarf skólafulltrúa, sem hefði umsjóa
með kennslu og skólahaldi í umboði skólanefndat'
Við álítum einnig að auka þurfí og
fullorðinsfræðslu og mætti hafa um það samvinm'
milli menntastofnana í bænum. Jafnframt þarf a£l
vera hægt að veita starfsþjálfun samhlið1'
bóknámi. Einnig er nauðsynlegt að meta þátttöko1
atvinnulífínu til jafns við prófgráður.
5. Félags-og heilbrigðismál.
Við viljum leggja áherslu á, að fólki sé ekki stía^
sundur eftir aldri, kynferði, heilsufari eða efnahag
heldur beri beinlínis að blanda fólki sem mes
saman í því skyni að skapa fjölbreyttara mannlí^
Því ber að stefna að því, að komið verði upP
4 - KJÓSUM KONUR