Kjósum konur - 03.12.1982, Blaðsíða 4

Kjósum konur - 03.12.1982, Blaðsíða 4
HVERS KONAR LEIKFONG? Þetta eru einhverjir fordómar í fólki ennþá Þuríður Sigurðardóttir og Inga G. Tryggvadóttir Við byrjuðum á því að heim- sækja verslunina LEIKFANGA- LAND, sem er ný verslun í Sunnuhlíð. Þar hittum við að máli Þuríði Sigurðardóttur, sem afgreiðir þar, ogfengum góðfús- lega leyfi hennar til að skoða okkur um í búðinni og spyrja hana nokkurra spurninga. Þegar komið er inn í búðina, verður fyrst fyrir augum Playmobil og Legokubbar í hyllum, og virðist mjög mikið af því en einnig eru dúkkur talsvert áberandi. Öllu er vel fyrir komið og snyrtilega og greiðuraðgang- ur að leikföngunum. Við spurð- um Þuríði fyrst hvaða leikföng seldust best: - Enn sem komið er selst pleimóið og legókubbarnir best, og ýmsir hutir sem börn geta glímt við, s.s. púsluspil. - Er meira um það að börn komi ein en i fylgd með foreldrum? - Ef börnin eru lítil koma foreldrarnir með, en stærri börn koma oft ein og þá venjulega til að skoða eða kaupa eitthvert smádót. - Finnst þér foreldrarnir reyna að hafa áhrif á val barnanna? - Yfirleitt fá börnin að velja sjálf og foreldrarnir kaupa það sem þau benda á, sérstaklega ef um ungt fólk er að ræða. Eldra fólk spekúlerar meira í verðinu. - Taka foreldrar alltaf fram hvort þeir eru að kaupa fyrir strák eða steipu? - Já alltaf. - Eru þá hér í búðinni algjörlega skipt leikföng fyrir stráka og stelpur? - Nei mér finnst það ekki, en foreldrunum finnst það, held ég. Þetta eru einhverjir fordómar í fólki ennþá. Það hefur til dæmis aldrei komið fyrir að einhver hafi sagst ætla að kaupa dúkku handa strák. - Eru dúkkurnar hérna kven- kyns eða karlkyns? - Við höfum aðeins eina gerð af karlkyns dúkkum. Fólk kaupir oftast dúkkur, sauma- vélar o.þ.h. handa stelpum en bíla og hasardót handa strákum. Þó kemur fyrir að bílar eru keyptir handa stelpum. Aftur á móti er ,,Pleimóið“ keypt fyrir bæði kynin jafnt. - Seljið þið stríðsleikföng? - Já við seljum meðal annars riffla með púðurskotum og vatnsbyssur. Svo eru við með byssusett, sem eru eftirlíkingar af útbúnaði frægra sjónvarps- hetja. - Hvers vegna seljið þið stríðsleikföng? - Eigendum verslunarinnar var sagt að það yrði bara fretað á leikfangaverslun sem ekki seldi byssur, en þó er frekar lítil sala í þeim. Fólk kemur ekki hingað gagngert til að kaupa þessa hluti og margir foreldrar virðast vera á móti þeim, einkum konur og yngri karlmenn. Vinsældir Ýmislegt hefur verið ritað um leikföng. Um hvers konarleik- föng séu æskileg á hverju aldursstigi fyrir sig og hvernig þau skuli stuðla að þroska barna. En hverskonarleikföng vilja börn? Kæra þau sig eitthvað um öll þessi góðu leik- föng? Hvað ræður helst óskum þeirra? Aður en við leitum svara við þessum spurningum, skulum við velta fyrir okkur hvað leikur er og hve lengi börn leika sér. Oft er sagt að leikur- inn sé vinna barnsins. Betur verður leikur ungra barna ekki skýrður, því í leik læra þau um veröldina og uppgötva sína sérstöku hæfileika. Til 7 eða 8 ára aldurs er leikur og vinna eitt og hið sama hjá börnum. En þegar þauhafa náð valdi á lestrartækninni verða bækur og skóli aðaluppspretta fróð- leiks. Gildi leikfanganna breytist. Fyrir 9-10 ára börn þýða leikföng, eins og fyrir fullorðna, afslöppun og skemmtun. Ef spurður er stór hópur barna.hvaða leikfangs þau óski sér helst kemur fljótt í ljós að í þeim efnum ríkir ákveðin tíska hverju sinni ekki síður en á öðrum sviðum. Auglýsingar hafa gífurleg áhrif á barns- sálina, börn láta mata sig gagnrýnilaust á því hvað séu flottustu og skemmtilegustu leikföngin. Þetta kom greini- lega fram í könnun, sem undir- rituð gerði ásamt fleiri kennara- nemum, í nokkrum islenskum grunnskólum, fyrir fáum árum. Þau leikföng, sem mest höfðu verið auglýst vikurnar á undan, voru efst á vinsælda- listanum þegar á heildina var litið og börnunum höfðu einnig helst verið gefin þessi sömu leikföng. Fóru þar sjaldnast saman vinsældir og gæði. Til samanburðar voru börn- in spurð að því eftir hvaða leikfangi þau myndu best þegar til lengri tíma væri litið. leikfanga Þá kom önnur mynd í ljós, allólík hinni fyrri. Þau leik- föng, sem börnin mundu best eftir, voru bangsar og brúður, sem þau höfðu tengst tilfinn- ingalegum böndum og kubbar eða sambærileg leikföng, sem gefa mikla möguleika á sjálf- stæðri sköpun. Einnig leik- föng, sem juku á tengsl barn- anna við einhvern fullorðinn. Til nánari skýringar skulum við líta á svör nokkurra barna við því af hverju þau myndu best eftir viðkomandi leikfangi: ,,af því að hún svaf alltaf hjá mér“, „mér Hefur alt af þikið svo vænt um Hann Bangsa Litla“. „af því að mér þikir svo gaman að búa til allt mögu- legt úr þeim“, „af því að ég fór oft í hjóltúra með afa“. Af þessum svörum tel ég óhætt að álykta að óskir barna, og það af hverju þau hafa raunverulega mesta ánægju, fari alls ekki alltaf saman. Könnunin náði einnig til leikfangaverslana á Akureyri og í Reykjavík. I ljós kom að við innkaup í verslanirnar ráða uppeldissjónarmið litlu, gróða- sjónarmiðin eru sett ofar öllu öðru. Þar við bætist að af- greiðslufólkið hefur oft litla sem enga þekkingu á þeirri vöru, sem það á að selja og er því ekki fært um að ráðleggja fólki um val á leikföngum. Því hvílir mikil ábyrgð á foreldrum og öðrum aðstandendum barna að kynna sér tilgang leikfanga og reyna að gera sér grein fyrir því hvaða leikföng henti því barni best, sem gefa á i hvert skipti. Ýmislegt hefur verið ritað um góð leikföng og það er fullkomlega þess virði að leita þá lesningu upp. Leik- föng skipta miklu máli fyrir þroska barna og unglinga, það má segja að þau skipti mann- inn máli frá vöggu til grafar. Elín Stephensen Innan Kvennaframboðsins hefur farið fram talsverð umræða um uppeldismál og áhrif leikfanga á þroska og viðhorf barna. Þess vegna lék okkur hugur á að kanna hvernig þeir aðilar sem stjórna leikfangakaupum bæjarbúa, rækja hlutverk sitt og hvert sé viðhorf þeirra til leikfanga. Jafnframt vildum við kanna hversu mikið væri selt af leikföngum sem hugsanlega hafi æsandi áhrif á börn og geti stuðlað að árásar- hneigð, t.d. stríðsleikföng; hvort mikið er um leikföng, sem stuðla beint eða óbeint að því að viðhalda hefðbundnum viðhorfum um hlutverk kynjanna og stuðli að misrétti; hvort fræðsla og aukin þekking á gildi leikfanga hafi haft áhrif á leikfangaval; og hvort fólk hafi einhvern möguleika á að fá upplýsingar og leiðbeiningar um leikföng og leikfangakaup, ef þess er óskað. Með þessi atriði í huga fórum við undirritaðar á stjá og ákváðum að heimsækja Gullasafnið og nokkrar leikfangaverslanir í bænum. Vegna tímaskorts komumst við aðeins yfir að heimsækja tvær leikfanga- verslanir, annars vegar alveg nýja verslun og hins vegar gamalgróna, annars vegar ræddum við við afgreiðslustúlku og hins vegar kaupmann. Afraksturinn af þeim samræðum sjáið þið hér á siðunni, við látum lesendum eftir að dæma niðurstöðurnar og draga sínar ályktanir. Stelpumar íá eitthvað í landbúnaðarstíl Næst varferðinni heitið í verslun Sigurðar Guðmundssonar. Það sem fyrst bar fyrir augu er inn var komið, var annars vegar stórt sælgætisborð og hins vegar gríðarlegt úrval af bílum af öllum stærðum og gerðum. Við hittum að máli verslunarstjór- ann, Guðmund Sigurðsson, og inntum hann eftir því hverju þetta bílaúrval sætti: - Þetta er svolítið skipt niður, núna höfum við bílana og annað strákadót aðallega frammi, svo og ýmislegt smádót, en inni erum við með stelpudót og smábarnaleikföng. - Þú gerir sem sagt greinarmun þar á? - Já það þýðir ekkert annað. - Hvaða leikföng seljast best? - Það er misjafnt eftir árstíð- um og fer líka eftir því hvað auglýst er í sjónvarpinu. - Hefur það sömu áhrif ef þið auglýsið eitthvað sjálf, t.d. í blöðum? - Nei, börnin lesa ekki blöðin, sjónvarpsauglýsingar hafa lang mest áhrif. - Er munur á hvort foreldrar eru að kaupa handa eigin börnum eða annarra? - Já fólk kaupir dýrari gjafir handa eigin börnum og venju- lega það sem þau benda á. Stundum benda þó börnin á eitthvað sem foreldrunum finnst of dýrt og reyna þá að hafa áhrif á þa§. Annars erum við ekki með mikið af verulega ódýrum leikföngum, við reynum að vera með vandaða vöru en ekkert drasl sem strax verður ónýtt. Við erum t.d. með tréleikföng, en það er nokkuð erfitt að fá þau, það er lítið flutt inn af þeim, vegna þess að þau seljast ekki mikið og eru dýr. - Eruð þið í einhverri samvinnu við Gullasafnið? - Já við höfum pantað fyrir safnið. - En fáið þið ráðleggingar frá þeim um hvaða leikföng séu heppileg? - Við verðum að vera með þá vöru sem selst best, þótt það væri gaman að vera með meira - Hvernig er salan í þroska- leikföngum? - Við höfum lítið af þeim eins og er, en eigum von á Fisher- Price, sem eru afar sterk leik- föng og vinsæl, sennilega vegna þess hve þau eru auglýst mikið. - Finnst þér sjónvarpsauglýs- ingar hafa mikil áhrif á leikfanga- val? - Já mjög mikil. - Hver er dýrasti hluturinn í búðinni? - Það er dúkkuvagn á 1757,- og pleimókassi á 1153.-. Odýr- asti hluturinn er snuð á eina krónu! - Reynir þú að hafa áhrif á valið? - Ef fólk er óákveðið, bendi ég á eitthvað sem ég veit að er vinsælt. - Finnst þér vera munur á umgengni stráka og stelpna í búðinni? - Nei enginn, og þau koma alltaf vel fram og eru tillitssöm hér inni. - Til hvers erum við að kaupa öil þessi leikföng handa börnum að þínu áliti? - Þau eru ýmist keypt til að hafa ofan af fyrir börnunum eða til að þroska hæfileika þeirra. Guðmundur Sigurðsson af góðum leikföngum, en þau seljast bara ekki eins vel. - Reynið þið að hafa áhrif á leikfangaval? - Við reynum að leiðbeina fólki með tilliti til þess hvað varan má kosta. - Bendið þið fólki á hvað sé vinsælt eða þroskandi? - Ja, þroskandi, það getur nú verið tvíeggjað og má túlka á ýmsa vegu. - Hvert er gildi leikfanga að þínu áliti? - Börnin eira við þetta a.m.k. einhverja stund, leikurinn er þeirra vinna. - Álítur þú þá að öll leikföng séu þroskandi? - Nei að ,vísu ekki, en þroskandi að ákveðnu marki, t.d. geta byssur verið þroskandi að ákveðnu marki. Það var einn góður læknir sem sagði að börn sem léku sér með byssur fengju útrás af því. - Af hverju skyldi það vera nauðsynlegt? - Ja ég veit ekki, þetta virðist vera eðli mannsins. - Geta það verið áhrif frá sjónvarpinu. Nú sjá börn hér ekki fólk með dinglandi byssur úti á götu? - Nei, börn léku sér með byssur í mínu ungdæmi, þegar ekki var neitt sjónvarp. Núna stendur þetta í kringum ösku- daginn. Byssur eru yfírleitt ekki keyptar í jólagjafir. Þetta breyt- ist ekkert, hefur hvorki aukist né minnkað. ........ Framhald a bls. 5 4 - KJÚSUM KONUR

x

Kjósum konur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.