Kjósum konur - 03.12.1982, Page 5

Kjósum konur - 03.12.1982, Page 5
- Kaupa strákar fremur en stelpur byssur? - Já eingöngu. Þetta hefur alltaf verið þannig og breytist ekki, þrátt fyrir allt þetta jafn- réttistal. - Er það uppeldið? - Ja, þetta kemur bara af sjálfu sér, við erum bara ólík. Það er í eðli stráka að leika sér með byssur. Stelpur leika sér þó kannski meira með byssur nú. - Er alltaf kynskipting í leikfangavali? - Já alltaf. Strákar hafa engan áhuga á dúkkum, þeir verða formóðgaðir, ef þeir eru spurðir hvort þeir vilji fá dúkku! - Hvað með Playmobil? - Það skiptist líka í ákveðna hópa, þar eru til stríðsleikföng, svo sem kúrekar og dátar og strákar kaupa það, en stelpurn- ar frekar eitthvað í landbúnaðar- stíl. - Finnst þér hafa orðið breyt- ing á leikfangavali síðustu ár? - Nei, það koma að vísu ný og ný leikföng, en aðaluppistaðan er enn sem fyrr bílar handa strákum og dúkkur handa stelp- um. Það breytist ekkert. Smá- barnaleikföng eru þó ekki eins kynaðgreind. - Heldurðu að þetta sé eðlið? - Já. Lékuð þið ykkur kannski að bílum? - Já, reyndar! - Nú segir þú að sjónvarps- auglýsingar hafí óskaplega mikil áhrif og stjórni því hvað börnin kaupa? - Ja þær stjórna því ekki öðruvísi en svo, að það selst meira af því sem auglýst er. - Hlýtur það ekki að þýða að þær stjórni vali barnanna? - Jú, það er ekki nema lítið brot af börnum bæjarins sem veit hvað fæst í búðinni, en þegar þau hafa séð tiltekin leik- föng í sjónvarpsglugganum, þá koma þau til að spyrja eftir þeim. - Færast leikfangakaup alltaf í vöxt? - Nei það er samdráttur í allri verslun núna. Guðmundur er með leikföng fyrir alla aldurshópa, frá smá- börnum upp í fullorðið fólk (risastór púsluspil og flugvéla- módel). Við gengum með honum um búðina og báðum hann í leiðinni að benda okkur á hentuga gjöf handa táningastúlku. Hann svaraði því til að lítið væri um slíkt, það væri þá helst skraut- munir eða einhverjar fígúrur til að hengja upp á vegg. Við rákum augun í efnarannsókna- rafeinda- og smásjársett og spurðum hann hvort þetta væri ekki tilvalin gjöf handa táninga- stelpunni. Guðmundur sagði að einungis strákar eða feður þeirra myndu kaupa þetta. Þessi sett virtust afar fíókin og fylgja þeim leiðbeiningar á ensku, en Guð- mundur sagði þó að til stæði að þýða þau. - Er munur á leikfangavali menntamanna og verkamanna? - Já, já, menntamenn velja vandaðri vöru, þeir virðast oft þekkja vörumerkin eða hafa kynnt sér þau. - Munurinn liggur þá ekki í verðinu? - Nei það er ekki einhlýtt. Við staðnæmumst við hyllu með módelum og spyrjum hvort þetta séu ekki leikföng sem hæfi öllum jafnt? Stelpur kaupa nánast aldrei módel að sögn Guðmundar, enda eru módel venjulega bílar og flugvélar, aðspurður sagðist Guðmundur ekki eiga neinar eldavélar til að setja saman! Fram kom að leikföng geta verið í mismunandi tollaflokk- um, t.d. eru spil í mismunandi tollaflokkum eftir því hvort þeim fylgir teningur eða ekki, þess vegna eru t.d. sjónvarps- leiktæki í háum tollaflokki. Og púsluspil hækka í tollaflokki ef þau innihalda yfír 100 bita! Það síðasta sem fyriraugu bar áður en út var haldið, voru töffarar í gjafaumbúðum (dúkkur fyrir stráka) sem horfðu á eftir okkur kaldranalegir á svip og færir í fíestan sjó eftir útbúnaðinum að dæma. Kvenna- framboðskonur hörfuðu og yfir- gáfu þar með verslun Sigurðar Guðmundssonar maulandi ágætis súkkulaði sem þeim hafði verið boðið upp á. LU Q Vönduð leikföng: Playmobil - Lego - Fischer price Efnafræðisett - Smásjársett Raffræðisett Dúkkur - dúkkuvagnar - dúkkukerrur Fjarstýrðir bílar - bílabrautir Leikfangaúrvalið er hjá okkur Verið velkomin að líta inn marmburinnm HAFNARSTRÆTI 96 SIMI 96*24423 AKUREYRI Afvopnum uppeldisstöðvarnar „Það ætti jafnvel að banna leikfangahermenn. Vér verð- um að afvopna uppeldisstöðv- arnar“. . . . P. Luisi, urugayanskur stjórnarerindreki. . .. Um fátt er meira rætt og ritað þessa dagana en friðarhreyf- ingar þær, sem skjóta nú hvarvetna upp kollinum og andstæður þeirra, styrjaldirn- ar, sem háðar eru víðsvegar á jörðiúni. Allir virðastsammála um að stríð séu af hinu illa og að tími sé kominn til að þjóðir heimsins sameinist í baráttu fyrirfriði. Spurningin eraðeins hvernig verði best að slíkri baráttu staðið. Eitt af því, sem nefnt hefur verið sem liður í baráttunni fyrir friði er útrýming stríðs- leikfanga, sbr. ummælin hérað ofan. En hverjar eru ástæðurn- ar fyrir því að fólk vill láta banna stríðsleikföng? Nú vita allir, sem umgangast börn, að þau hafa mjög gaman af byssu- leikjum og öðrum drápsleikj- um og verður ef til vill ekki í fljótu bragði séð að þau verði verra fólk fyrir vikið. Er þá nokkur ástæða að taka þessa ánægju frá börnunum? Ymsir aðilar hafa leitað svara við þessari spurningu með rannsóknum á því hvaða áhrif eftirlíkingar morðtóla hafa á leiki barna. Niðurstöður þeirra eru flestar á einn veg: Stríðs- leikföng auka árásargirni barna. Auk þess benda ýmsar athuganir til þess að stríðs- leikföng.sem og stríðsmyndir sjónvarps og kvikmyndahúsa, eigi sinn þátt í að sljóvga þá andúðartilfinningu fyrir of- beldi og drápum, sem nauðsyn- leg er íbúum jarðarinnar ef friður á jörðu á að verða að veruleika. Þar með höfum við tvær gildar ástæður fyrir því að gefa börnum okkar ekki stríðs- leikföng: Við verndum þau fyrir óæski- legum áhrifum á ómótaða huga þeirra og við leggjum okkar af mörkum til baráttunnar fyrir friði í heiminum með því að afvopna uppeldisstöðvarnar. Elín Stephensen Ritgerð um stríðsleikföng Stríðsleikföng eru tildæmis vélbyssur, skammbyssur, lugerar, rifflar, handsprengjur og margt fleira. Það eru líka til litlir hermenn sem kallast tindátar. Eg keypti mikið af stríðsleikföngum en síðast þegar ég var í Reykjavík heyrði ég sögu af strák, svo að ég missti allan áhuga á striðsleikföngum. Sagan hljóðaði svona: Það var einu sinni strákur, sem hafði leikið sér of mikið með stríðsleikföng. Eitt sinn þegar hann var með strák tók hann haglabyssuna sem pabbi hans átti Pabbi hans hafði verið á rjúpuveiðum og hafði ekki tekið skotið úr. Hann þóttist ætla að skjóta vin sinn og hleypti af og skaut hann. Óttar, 10 ára. UM BARNAFOT Afar okkar og ömmur stóðu ekki frammi fyrir þeim vanda sem við gerum í dag á vali barnafatnaðar, þá var ekkert val. Með tilkomu alls kyns gerviefna er okkur vandi á höndum, öll viijum við það besta fyrir börnin. En hvaða kröfur eigum við að gera til barnafatnaðar? Fötin verða að vera þægileg, hindra ekki hreyfingar barns- ins og vera í samræmi við hitastig umhverfisins. Auðvelt að klæða börnin í og úr, vera heldur við vöxt. Fötin þurfa að . vera auðveld í þrifnaði, slitsterk og þola síendurtekinn þvott. Loðin föt líta oft vel út í búðarglugganum en oft kemur annað í ljós í fyrstu þvottum. Auk þess þurfa barnaföt að vera litekta og hlaupa sem minnst. Besta efnið er án efa bómull. Það sýgur vel í sig raka og er sterkt. Efna- sambönd svo sem bómull/ nylon eru oft notuð í ýmis- konar teygjuefni (stretch). Passa þarf við kaup á fötum úr slíkum efnum að kaupa ekki of lítið, þar sem ekki er ætlast til að börnin teygi fötin út. Bönd og teygjur mega ekki þrengja að, sérstaklega eru teygjur í sokkum vara- samar. Sum efni eru eldfimari en önnur. Sem dæmi um slík efni eru: bómull rayon og akryl. Þessi efni eru kembd upp og loft kemst auðveld- lega á milli þráðanna, sem gera efnin mjög eldfim. Síga- rettuglóð eða neisti frá eldspýtu geta auðveldlega kveikt í fötunum og borist með leifturhraða um allt, því loðnari sem fííkin er því hraðar berst eldurinn. Auk þess að vera mjög eldfimt hefur akryl þann leiða kost að bráðna og getur bráðnað inn í húðina og valdið óbætanlegum skaða. Að klæða börn nærfatnaði úr akryl ætti aldrei að gera. Akryl er oftast notað í prjónles t.d. húfur, peysur, vettlinga og sokka. Ef völ er á öðru efni svo sem ull,berað velja það fremur. Á þessum tíma óðaverð- bólgu og auraleysis er hverri krónu marg velt, en ekki er allt sem sýnist. Barnafatnað- ur er dýr, en oft er betri kosturinn dýrari. Að fjár- festa fyrir framtíðina er þó alltaf hagkvæmt. Stöndum því vörð um börn- in okkar og minnumst þess að lengi býr að fyrstu gerð. Helga Erlingsdóttir Leikfangaland sf. Sunnuhlíð - sími 25752 Fjölbreytt úrval af leikföngum. Vorum að fá leikdagatöl Op/'ð laugar- daga frá kl. 9-12. Gjörið svo vel að líta inn KJðS'UM KONUR & 5 •'

x

Kjósum konur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.