Kjósum konur - 03.12.1982, Síða 7
'V
Næsta dagvist sem fyrirhuguð er
að rísi á Akureyri er Hamarkot
við Þórunnarstræti. Valdís
Bjarnadóttir arkitekt hefur
hannað þetta nýja hús. Hún
hefur nú lokið við teikningarnar
og hefur veitt góðfúslegt leyfi til
að kynna þær hér. Eins og sést á
teikningunum eru ýmis nýmæli
á dagskrá. Húsið er sérstaklega
teiknað inn í landslagið þar sem
það á að rísa. Aðeins einn
inngangur er fyrir húsið, sam-
eiginlegur fyrir allar þrjár deild-
irnar. Anddyrið myndar einnig
stóran sal sem yrði sameiginleg
vistarvera og gefur hann einnig
ýmsa möguleika í notkun.
Þannig gæti húsið þjónað fleiri
markmiðum en sem dagvist, svo
sem fyrir brúðuleikhús, kvik-
myndasýningar og ýmsar sam-
komur t.d. um kvöld og helgar.
Eins og áður sagði er Hamarkot
3ja deilda dagvist. Fyrirhugað
er að þar verði rekin dagheimilis-
deild, þar sem börnin dvelja
daglangt og fá heitan mat. Þar
opnast möguleikar á vöggu-
stofurýmum, en engin dagvist
bíðst nú börnum á Akureyri
undir tveggja ára aldri. Hinar
tvær deildirnar eru ætlaðar sem
leikskóladeildir þ.e. 4 stundir á
dag. Einnig eru möguleikar á
séraðstöðu fyrir þroskaheft
börn. Rætt hefur verið um 5-6
stunda dagvistun, þar sem kom-
ið hefur í ljós áhugi á þessu. Yfir
salnum verður stór pallur og
svalir í hring og þar gæti hugsan-
lega verið hægt að hafa athvarf
fyrir yngri skólabörn. Einnig
gæti þetta verið nokkurs konar
áhorfendapallur þegar sýningar
fara fram í salnum.
Útlit dagvistarinnar er afar
skemmtilegt en látlaust hvað
varðar litbrigði. Þó er fyrirhug-
að að hver deild hafi sinn lit í
opnanlegum gluggafögum og
hurðum, en það verður gula,
græna og bláa deildin. Sameigin-
legt rými rautt. Þannig geta
börnin líka betur áttað sig á hús-
inu og vitað hvar þau tilheyra.
Síðusel var tekið í notkun
fyrir ári síðan. Það er því komin
góð reynsla á þá dagvist. I Síðu-
seli eru 3 deildir, ein dagheimilis-
deild og 2 leikskóladeildir sam-
tals fyrir um 70 börn. Eins og
sést á teikningu er húsið aflangt
og gengið inn í það á fleiri en
einum stað. Reyndar er sam-
eiginlegur inngangur á leik-
skóladeildirnar, en annar fyrir
dagheimilisdeildina. Salur er í
miðju húsinu, en þar koma öll
, börnin saman fyrst á morgnana.
Útileiksvæðið er afar skemmti-
legt með fjölbreyttum leiktækj-
um. Gerð hefur verið til reynslu
tilraun með 5-6 tíma leikskóla
þar og er reynslan af því að sögn
góð. Eru börnin þá í hádeginu í
leikskólanum og fá heita máltíð
og eru þá ýmist sótt kl. eitt eða
tvö. Ekki hefur enn fengist
heimild frá bæjaryfirvöldum til
að bjóða almennt upp á þennan
valkost. Kostnaður við bygg-
ingu þessara tveggja dagvista,
Síðusels og Hamarkots er áætl-
aður á bilinu 7-10 milljónir
króna á hvora miðað við full-
búnar dagvistir, en ljóst er að
Hamarkot yrði í hærri mörk-
unum.
KJÚSUM KONUR - 7