Kjósum konur - 03.12.1982, Síða 11
Framhald af bls. 8
Skóli fyrir millistétt
Margt bendir til þess að ríkis-
skólinn taki ekki tillit til mis-
munandi menningararfleifðar
stéttanna, heldur viðhaldi þeirri
menningu sem er við völd.
Skólinn hefur það sem yfir-
borðsmarkmið að allir fái notið
sín til fulls. Það er að mínu mati
bara rómantík og afneitun á
sannleikanum um eðli þjóð-
félagsins. Það er fremur grunnt
á því markmiði skólans að
aðlaga fólkið ríkjandi þjóð-
félagi. Jafnframt heldur hann á
lofti gildum millistéttarinnar og
reynir að telja verkalýðstéttinni
trú um að hennar gildi séu
minna virði og ómerkilegri. Hér
eru margs konar þjóðfélagsöfl
að verki.
Þörf vitundarvakningar
Ef breytingar eiga að verða á
skólastefnunni þarf að verða vit-
undarvakning meðal kennara, for-
eldra, nemenda og annarra sem
vilja hafa áhrif á þjóðfélagsþró-
unina. Menn þurfa að læra að
spyrja spurninga, taka ekki allt
gott og gilt án umhugsunar.
Að mínu mati er sá skóli
góður skóli sem viðurkennir
mismunandi menningararfleifð
og mismunandi vitsmunalegan
þroska stétta og kynja. Andlegt
og verklegt nám er stundað
jöfnum höndum. Vísindaleg
þekking er þar ekki talin meira
virði en sú þekking sem aflað er í
daglegu lífi og oft er nefnd
hagnýt þekking.
Sá skóli er opinn fólki á öllum
aldri á ýmsum tímum dagsins.
Þjóðfélagsdraumsýnin er ein-
hvers konar samruni vinnu,
menningar og mennta, þar sem
hvorki er um að ræða heils dags
vinnu né heils dags nám og þar
sem mismunun eftir aldri, kyni,
hæfileikum og stétt er þurrkuð
út. Skólinn er þá ekki til þess að
undirbúa einstaklinginn undir
líf og starf í framtíðinni heldur
er hann lífið sjálft.
Neskaupstað í nóv. 1982
Þessi grein er úrdráttur úr erindi
fluttu á kennaraþingi í Mennta-
skólanum á Akureyri 24. sept. s.I.
Það birtist í heild örlítið breytt í
tímaritinu Rétti.
HEIMILDIR
Björnsson, Sigurjón. Börn í
Reykjavík. Iðunn, Reykjavík,
1980.
Greene, Maxine. Landscapes of
Learning. Teachers College
Press, New York and Lon-
don, 1978.
Grace, Gerald. Teachers, Ideo-
logy and Control. Routledge
& Kegan Paul, London, Hen-
ley and Boston, 1978.
Sharp, Rachel and Green, Ant-
hony. Education and Social
Control, A Study in Progress-
ive Primary Education. Rout-
ledge & Kegan Paul, London,
Henley and Boston, 1975.
Willis, Paul. Learning to La-
bour. How working class kids
get working class jobs. Saxon
House, Westmead, 1977.
Young, Michael and Whitty,
Geoff. Society, State and
Schooling. The Falmer Press,
Barcombe, 1977.
Vorum að taka upp:
Töfl, skákklukkur og
ýmsar gerðir af
spilum.
SKÁKTÖLVURNAR
væntanlegar.
Bóka- og Blaðasalan
Brekkugötu 5.
á flestar stærðir bifreiða.
Þverbönd, tangir,
krókar o.m.fl.
Hagstæðasta verðið
í bænum
ALVÖRUÚR
FYRIR
ALVÖRUMENN
A
ALVÖRUVERÐI
MEO
ALVÖRUÞJÓNUSTU
Jón Bjarnason úrsmiður
Kaupvangsstræti 4 - Akureyri. Sími (961-24175.
Við erum
fluttir í
Hafnarstræti 98
Feröaskrtfstofan
PTSÝN
FUJGLEIDIR,
Síminn er 22911
Húsmæður - Húsmæður
Erum byrjuð að taka á móti pöntunum í okkar
vinsæla laufabrauð.
Brauðgerð KEA.
AKUREVRARBÆR
AUGLÝSIR
Frá Strætisvögnum
Akureyrar
Akstur á laugardögum í desember
verður sem hér segir:
Ekið samkvæmt leiðabók laugardaginn
4. des., fyrsta ferð frá Ráðhústorgi kl. 8.35,
síðasta ferð kl. 17.05.
Laugardaginn 11. des., fyrsta ferð frá Ráð-
hústorgi kl. 8.35, síðasta ferð kl. 19.05.
Laugardaginn 18. des., fyrsta ferð frá Ráð-
hústorgi kl. 8.35, síðasta ferð kl. 23.05.
Þorláksdag 23. des., ekið til kl. 24.00.
Síðasta ferð á aðfangadag kl. 12.35.
Forstöðumaður.
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Tilboð óskast í
eftirtalin tæki
1. Austin- Western super500 veghefill, árg. 1967
2. JCB-3 grafa, árg. 1963
3. Weatherhill 12H ámokstursvél, árg. 1959
4. Weatherhill L62 ámokstursvél, árg. 1967
5. Ford Bronco, árg. 1974
S. W.V. með tvöföldu húsi og palli, árg. 1974
Tæki þessi eru til sýnis við Áhaldahús Akureyr-
arbæjar við Tryggvabraut og verða upplýsingar
veittar þar.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu bæjarverkfræð-
ings fyrir hádegi þriðjudaginn 7. des. 1982.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum. Bæjarverkfræðingur.
Akureyringar - bæjargestir
Olíulampar í úrvali, einnig óska-
Ijósið DROPINN.
Tilvalin jólagjöf.
búðin Tryggvabraut 3, Akureyri
Sími 24345
SJÚKRALIÐAR
Kristneshæli óskar að ráða sjúkraliða.
Barnaheimili á staðnum.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
21100.
Kristneshæli.
FÓSTRUR
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Fóstrur vantar frá næstu áramótum á Barna-
heimilið Stekk, sem rekið er á vegum Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Allar nánari upplýsingar gefur yfirfóstran
Þórlaug Baldursdóttir í síma 96-24477.
.KJÚSUM KONUB - 11