Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Qupperneq 5
FORMANNSPISTILL Elsa B. Friöfinnsdóttir Fátækt og heilbrigði of marga skorti það hér á landi), heldur um jafnan aðgang t.d. að menntun og heilbrigð- isþjónustu. Þar hittir yfirskrift og boðskap- ur 12. maí okkur sannarlega fyrir. Elsa B. Friöfinnsdóttir „Fátækt er versta gerð ofbeldis" Með þessari tilvitnun í fleyg orð Mahatma Gandhi hefur alþjóðasamband hjúkrunarfræð- inga (International Council of Nurses, ICN) formlega baráttu hjúkrunarfræðinga gegn fátækt í heiminum. Fæðingardagur Florence Night- ingale, 12. maí, er hinn árlegi alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. I ár er hann tileinkaður bar- áttunni gegn fátækt í heiminum. Líklega er eng- inn einn þáttur sem hefur jafnmikil áhrif á heil- brigði einstaklinga og þjóða og efnahagur. Oft er talað um fjórþætt sanrband heilbrigðis og fá- tæktar, þ.e. að vanheilsa leiði til fátæktar, fátækt Ieiði til vanheilsu, heilbrigði sé tengt góðri af- komu og góð afkoma leiði gjarnan af sér heil- brigði einstaklinga og/eða þjóða. 1 þeim gögnum, sem ICN sendi aðildarfélögun- um vegna alþjóðadags hjúkrunarfræðinga, koma franr margar sláandi staðreyndir. Þar er m.a. sagt að um 23% jarðarbúa þurfi að Iifa á minna en einum bandaríkjadollar á dag; konur eru 70% þessa hóps; af þeim 10,7 milljónum barna í þró- unarlöndunum, sem deyja árlega áður en fimm ára aldri er náð, deyja 49% af vannæringu; um 2 milljónir barna deyja árlega, þ.e. um 6000 börn á dag, vegna ónógs hreinlætis; 54 þjóðir eru fá- tækari í dag en þær voru árið 1990. Þetta eru sláandi tölur sem fá mann til að þakka fyrir það velmegunarþjóðfélag sem við Iifum í hér á iandi. Þegar ICN gaf út hverjar áherslurnar yrðu á al- þjóðadeginum í ár vaknaði sú spurning hvort umræða um fátækt og heilbrigði ætti erindi við velmegunarþjóðina Islendinga. Þó ofangreindar staðreyndir eigi ekki við hér á landi þá á sannar- lega eitt hinna fjögurra forma fátæktar við hér, þ.e. það sem kalla má hlutfallslega fátækt (relative poverty). Með hlutfallslegri fátækt er átt við að hluti hóps eða þjóðar skorti tækifæri, veraldleg gæði eða sjálfsvirðingu í þeim mæli sem talin er eðlileg í því samfélagi sem viðkom- andi lifir í. Hlutfallsleg fátækt snýst því ekki um lífsnauðsynjar, eins og mat og húsaskjól (þó allt Þeir fræðimenn íslenskir og stofnanir, sem slcoðað hafa þróun heilbrigðisútgjalda hér á landi, komast all- ir að sömu niðurstöðu sem er að hlutdeild sjúklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu hefur aukist síðustu ár. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að aukinn fjöldi dregur við sig að leita eft- ir heiibrigðisþjónustu vegna kostnaðar, tannlæknar staðhæfa að þeir sjái breytingar á eftirspurn ákveðinna tekjuhópa eftir þeirra þjónustu og nú síðast telja sjúklingasamtök að efna- minni sjúklingar muni ekki geta keypt nauðsynleg lyf vegna nýjustu breytinga á reglum um niðurgreiðslu lyfja. Efnahagur fólks hér á Iandi virðist því sannarlega vera farinn að hafa veruleg áhrif á möguleika fólks til að Ieita eftir heilbrigðis- þjónustu. ICN bendir á að slíkur ójöfnuður ldjúfi samfélög og leiði til óstöðugleika ásamt því að hafa neikvæð áhrif á fram- leiðni þjóða þar sem atvinnuþátttaka og framleiðni hinna efnaminni minnki. I stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum er lögð áhersla á það sjónarmið að heilbrigð- isþjónusta sé hluti mannréttinda og því beri að tryggja að all- ir hafi jafnan aðgang að henni. I stefnunni er einnig lögð á- hersla á að tryggt sé að niðurskurður og endurskipulagning innan heilbrigðisþjónustunnar komi ekki niður á þeim sem síst skyldi. I ljósi þeirra sparnaðaraðgerða, sem margar heil- brigðisstofnanir hafa nú gripið til, og þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðis- þjónustu, er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar haldi vöku sinni sem málsvarar skjólstæðinganna. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur samþykkt að þema 12. maí ár hvert verði leiðarljós í áherslum félagsins í stefnumótun um heil- brigðismál það árið. Fátækt og heilbrigði verður því einnig til umræðu á hjúkrunarþingi 5. nóvember næstkomandi. Þar verður sérstök áhersla lögð á þátt hjúkrunarfræðinga í barátt- unni gegn áhrifum fátæktar á heilbrigði. Hjúkrunarfræðingar eru sú heilbrigðisstétt sem ver mestum starfstíma sínum með skjólstæðingunum, er til staðar fyrir þá 24 tíma sólarhrings árið um kring, og hefur því einstakt tækifæri til að greina hvaða atriði hafa áhrif á heilbrigði og til hvaða ráða sé hægt að grípa fyrir hvern einstakling. Mikilvægi framlags hjúkrunar- fræðinga í opinberri stefnumótun og aðgerðum í heilbrigðis- málum verður því seint ofmetið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.