Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 23
VIÐTAL Guörún Marteinsson - Frjór og skemmtilegur frumkvööull á bernskuslóðir mínar, í Hrunamannahreppinn. Hann var með myndavél, svona polaroid, og börnin höfðu aldrei séð annað eins, hann tók mynd og dró hana svo upp úr myndavélinni! Mikið voru börnin hrifin af þessu. Við lentum m.a. í þremur fermingarveislum þann tíma sem við vorum hérna og hann hitti flest af mínu fólki. Þetta var einstaklega gott hjónaband og ég fór heim til Islands eins fljótt og ég gat eftir að hann fékk hvíldina. Hér á Islandi byrjaði ég að vinna með Maríu Pétursdóttur og við fórum saman í fjögur ferðalög til Banda- ríkjanna og svo fór ég á lærdómsríka fundi til Kanada og Kali- forníu, og til Egyptalands fór ég eitt sinn á ráðstefnu með Sig- þrúði Ingimundardóttur." Guðrún meö föður sínum, Guðmundi Marteinssyni, og Sigurlín Gunnarsdóttur. „Guðrún er heimsborgari og laus við fordóma," segir Aslaug Elsa Björnsdóttir. „Hún hefur unnið með fólki frá flestum heimsálfum enda getur hún unnið með öllum og hefur mikið umburðarlyndi og þroska svo mér þótti stundum einum of og sagði henni að hún væri of þroskuð/' bætir hún við. Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem vann lengi með Guðrúnu á Landakoti, segir hana hafa verið óþreytandi í að hvetja samstarfsfólkið til nýrra vinnubragða og nýhugsunar. „Hún beitti nýjum aðferðum í að vinna með fólki og þá um leið und- irmönnum sínum. Það fólst í jákvæðri sýn á manneskjuna og trú á að það væri okkur kapps- mál að vinna starfseminni vel. Hún gaf starfsfólki frelsi, hvatningu og hrós, efldi sjálfstraust hjúkr- unarfræðinga og tryggði þeim þátttöku í nefndum og ráðum spítalans og gætti þess að hlutur hjúkr- unarfræðinga í stjórnun og ákvarðanatöku yrði stærri og að rödd þeirra heyrðist. Hún gerði okk- ur kleift og hvatti til að sækja námskeið, ráð- stefnur og fundi sem í boði voru sem tengdust starfinu og framförum á heilbrigðissviði. Þessi nýhugsun skilaði sér síðan í kröfugerð hjúkrunar- fræðinga í samningavinnu og varð hvatinn að námsleyfum og fleiru í samningum síðar." Sjálf segir Guðrún að hún hafi lært mjög mikið á því að vinna í Bandaríkjunum, einkum Arizona, meira en nokkurs staðar annars staðar. „Þar voru m.a. gerðar tilraunir til að losa hunda við nýrna- steina." Dóttir hennar kom ásamt foreldrum hennar í heimsókn þegar hún var 11 ára. Þau bjuggu öll hjá þeim en þá var móðir hennar orð- in veik. Skömmu áður en eiginmaður hennar lést fóru þau í heimsókn til íslands, m.a. til að vera við fermingu Katrínar dóttur hennar. „Við fórum Kom á samskiptum við bandaríska hjúkrunarfræðinga Vegna tengsla sinna við sjúkrahús og hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum kom Guðrún á samskiptum milli landanna, hvatti þær sem voru að vinna með henni að fara í framhalds- nám, fékk erlenda fyrirlesara til landsins og stóð fyrir því að hópur hjúkrunarfræðinga fór til Bandaríkjanna, hópur sem síðan hefur kallað sig „Ameríkufarana". „Hún fór með okkur í námsferð til New York og var þá hinn á- gætasti fararstjóri og það var ótrúlegt hvað við komum miklu í verk,“ segir Áslaug Elsa Björnsdóttir. „Við sáum margt og það var ekki síst að þakka ósérhlifni hennar, dugnaði og skipulagn- ingu. Minnistæðast er þó þegar við fórum að skoða vistarver- ur Sameinuðu þjóðanna en á meðan fór að snjóa með þeim af- leiðingum að allar samgöngur stöðvuðust. Þá var ákveðið að ganga heim enda ekki annað sæmandi íslendingum og undir styrkri stjórn Guðrúnar gengum við í rúman klukkutíma í kaf- aldsbyl um götur New York, þar sást varla hræða en á leiðar- enda komumst við með sóma.“ Þórunni Olafsdóttur er minnisstæð ferð sem hún fór með Guðrúnu á hjúkrunarstjórnendaráðstefnu í Chicago 1984. „Guðrún var staðráðin í að sækja þessa ráðstefnu og hófst strax handa við að undirbúa þátttöku sína og Ingibjargar Guð- mundsdóttur hjúkrunarframkvæmdarstjóra sem þá var einn aðalmáttarstólpinn í hjúkrunarstjórn Landakots og nánasti samstarfsmaður Guðrúnar. Þær ákváðu fljótlega að rétt væri að taka „stelpuna" með, en Guðrún kallaði mig oft stelpuna í gríni, og kynna mig fyrir hinum stóra heimi og aðalgúrúunum í hjúkrunarstjórnun. Hafist var handa við að undirbúa sérstakt prógramm fyrir mig sem fjallaði fyrst og fremst um hjúkrunar- fræðslu og allt sem henni tengdist. Við flugum til New York og dvöldum þar í fjóra daga og heimsóttum sjúkrahús og ræddum við stjórnendur og íslenskan endurhæfingarlækni, Kristján Tómas Ragnarsson, sem var og er enn, eftir því sem ég best veit, búsettur þar. Guðrún hafði einnig séð um að við fengjum að kynnast lystisemdum borgarinnar og eitt kvöldið fórum við Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.