Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 30
Árný Sigurðardóttir Ingibjörg H. Elíasdóttir Er fátækt á Islandi? - séö meö augum heilbrigöisfulIrúa Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna starfar samkvæmt lög- um nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Markmið þeirra laga er að tryggja landsmönnum heilnæm Iífsskilyröi og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ó- menguðu umhverfi. Undirritaðar eru hjúkrunarfræöingar og heilbrigðisfulltrúar og starfa við heilbrigðiseftirlit hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Okkar deild, sem kallast hollustuhættir, hefur eftirlit með húsnæði, aðbtinaði og hollustuháttum í fyrirtækjum sem veita almenningi þjónustu. Dæmi um þessi fyrirtæki eru skólar, leikskólar, félagsmiðstöðvar, heilbrigðisstofnanir, læknastofur, snyrtistofur, húðflúr- og húðgötunarstofur, sundlaugar, í- þróttamannvirki, gististaðir og önnur sambærileg starfsemi. Deildin hefur einnig eftirlit með íbúðarhúsnæði og lóðum sem tengjast því. Þetta eftiriit fer allt fram samkvæmt holl- ustuháttareglugerð nr. 941/2002. Þar er íbúðarhúnæði skil- greint sem varanlegt húsnæði sem ætlað er til að sofa í, mat- ast í og dvelja í daglangt þeim sem þar búa. Reglugerðin skyld- ar eiganda eða umráðamann húss til að halda eigninni hreinni og snyrtilegri og sömuleiðis tilheyrandi lóð og girðingum. A- kvæði í reglugerðinni bannar útleigu íbúðarhúsnæðis eða í- búðarherbergis sem ekki hefur hlotið samþykki byggingar- nefndar sem slíkt. Einnig segir að ekki megi leigja út íbúðar- húsnæði eða íbúðarherbergi ef heilsu manna er steint í hættu, m.a. vegna hita og raka, fráveitu skólps, meindýra o.fl. Það er löngu vitað að umhverfið, þ.á.m. aðbúnaður fólks, s.s. hús- næði, hefur mikil áhrif á Iíðan og heilsu. Minna má á að um- hverfisþættir voru meðal meginhugtaka Florence Nightingale í bók hennar Notes on Nursing. Húseigandi getur beðið heilbrigðisfulltrúa álits ef hann telur húsnæði sitt vera heilsuspillandi eða fullnægi ekki hollustu- kröfum en algengara er þó að leigjendur snúi sér til okkar. Rétt er að taka fram að heilbrigðisfuIItrúar fara aldrei að eig- in frumkvæði í þetta eftirlit. Það er regla hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu að íbúi þarf sjálfur að biðja um húsnæðiseft- irlit og vera viðstaddur. Hluti húsnæðiseftirlits okkar felst því í að kanna leiguhúsnæði sem leigusalinn sinnir ekki eðlilegu viðhaldi á, þ.e.a.s. leigjandinn býr í húsnæði sem er lélegt og jafnvel hættulegt heilsunni. Sem heilbrigðisfulltrúar komum við stundum inn á heimili fólks sem býr í húsnæði sem ekki getur talist mannabústaður og við aðstæður sem eru ólýsanlegar. Oít á einstaklingurinn ekki ann- arra kosta völ, t.d. vegna veikinda, örorku, at- vinnuleysis eða lélegs stuðningsnets. Oft er þetta fólk þrotið að kröftum, ofurselt aðstæðun- um og hefur hvorki framtak né getu til að takast á við þær og stundum ekki innsæi til að meta að- stæður sínar. Því miður er'til óprúttið fólk hér á landi sem nýti'r sér eymd annarra til að skara eld að eigin köku með því að bjóða til leigu ósam- þykkt húsnæði, s.s. geymslur, þvottahús, skúra, auk atvinnuhúsnæðis og svo mætti lengi telja. Þetta fólk þarf vissulega að eiga það við sína samvisku að það skuli reyna að nýta sér aðstæð- ur annarra á þennan hátt. Margt af því húsnæði, sem heilbrigðisfulltrúar skoða, er heilsuspillandi vegna viðhaldsskorts. Líka getur verið um að ræða vandamál vegna ó- nógrar upphitunar, birtu og loftræstingar, ófull- nægjandi bað- og salernisaðstöðu, leka og myglu, ágang meindýra vegna ónýtra frárennslislagna eða hreinlega að húsnæðið er ekki meindýrahelt af öðrum orsökum. Dæmi er um að ósamþykkt húsnæði er ekki á skrá hjá slökkviliðinu þannig að ef kviknaði í húsinu er ekki vitað að á staðn- um býr fólk. Vissulega gerir fólk misjafnar kröf- ur til húsnæðis og er meginreglan sú að sá sem á og býr í sínu eigin húsnæði getur haft hlutina innan sinna fjögurra veggja eins og hann vill svo fremi sem hann veldur öðrum ekki óþægindum Tímarit hjukrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 28

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.