Norðurslóð - 25.11.1977, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.11.1977, Blaðsíða 4
| NORÐURSLÓÐ SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR Upp á brún! MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara Nýja skíðalyftan i Böggvistaðafjalli bráðum tekin í notkun og mun ugglaust nýtast vel Undanfarna vetur hefur áhugi á skíðaíþróttinni aukist mjög og á togbrautin í Böggvisstaðafjalli ugglaust stærstan þátt í því. í fyrravetur mátti oft sjá 100-200 manns renna sér á skíðum í hlíðinni ofan við Dalvík. Áber- andi var að margar fjölskyldur dvöldu saman í Fjallinu við þessa skemmtilegu og heil- næmu íþrótt. Dalvíkingar hafa því rennt hýru auga til nýrrar skíðalyftu sem verið er að reisa og nú líður brátt að því að hún verði tekin í notkun. Forráðamenn Skíðafélags Dalvíkur gera sér vonir um að taka megi nýju skíðalyftuna í notkun í desember. í haust var lokið uppsetningu á möstrum, þar er um að ræða fimm milli- möstur, sem smíðuð voru hér á landi, og tvö endamöstur, en þau voru ásamt ýmiss konar sérútbúnaði keypt frá Austur- ríki. Lagning raflínu að skíða- lyftunni er lokið en eftir er að tengja hana. Endánleg uppsetn- ing og frágangur bíður þess að| hingað komi maður frá verk- smiðjunum í Austurríki, em hans er von um næstkomandi mánaðamót. Eins og kunnugt er kemur lyftan í framhaldi af togbraut- inni sem notuð hefur verið und- anfarna vetur og verður hún að sjálfsögðu starfrækt áfram. Skíðabrekkurnar við togbraut- ina verða upplýstar en lýsing í brekkunum hjá lyftunni bíður seinni tíma. Toglengd nýju lyftunnar er 460 metrar og hæðarmunur á endamörkum er um það bil 140 metrar. Með tilkomu þessarar lyftu verður mun auðveldara fyrir skíðafólk en áður að nýta góðar skiðabrekkur í Böggvis- staðafjalli. Kemur þar tvennt til: Ferðin niður brekkuna tekur lengri tíma en áður, og nýjar leiðir opnast fyrir þá sem ekki vilja renna sér beint niður brekkuna. Þeir geta nú haldið upp á Böggvisstaðadal eða rennt sér suður með hlíðum Böggvisstaðafjalls og haldið fram Holtsdal. Fyrirhugað er að þáttur sem ber yfirskriftina „mér er spurn“ verði fastur í Blaðinu, og er þá ráð fyrir því gert, að fólk geti kom- ið á framfæri við aðstand- endur blaðsins spurning- um sem það fýsir að fá svar við á þessum vettvangi. Síðan mun blaðið leita svars hjá þeim sem spurn- ingunni er beint til. Oft hefur verið fjölmenni við togbrautina og stundum hafa skíðamenn orðið að bíða mjög lengi eftir að komast að. Landbúnaður Heyfengur og skepnuhald i Svarfaðardal Umframbirgðir heyja 350 kýrfóður Samkvæmt lögum um forða- gæslu er skylt að gera úttekt á fyrirhuguðum ásetningi og til- tækum fóðurbyrgðum hvert haust, og skal því verki lokið fyrir október lok. Ennfremur skal svo fara fram skoðun búfjár og fóðurbirgða á áliðn- um vetri og eru sveitarstjórn- ir ábyrgar fyrir, að lögum þessum sé dyggilega framfylgt. í Svarfaðardalshreppi er og hefur þetta nauðsynlega eftir- litsstarf jafnan verið í góðu lagi. Núverandi forðagæslumenn eru bændurnir Einar Hallgrímsson á Urðum og Gunnar Rögnvalds son í Dæli. Nýlega hafa þeir lokið haustyfirferð sinni og tekið saman um hana skýrslu til Fóðurbirgðaeftirlitsins hjá Bún aðarfélagi íslands. Hafa þeir 'góðfúslega látið blaðinu eftir- farandi upplýsingar í té: Hvað er margt búfé í Svarf- aðardalshreppi? Kýr 867 fjölgun frá 1976 58 Kvígur 116 fjölgun frá 1976 10 Geldneyti 192 fjölgun frá 1976 40 Kálfar 142 fækkun frá 1976 3 Ær 5448 fjölgun frá 1976 284 Lömb 1004 fækkun frá 1976 130 Hrútar 141 fjölgun frá 1976 20 Hestar alls 165 fjölgun frá 1976 8 Við þetta má svo bæta 2 geitum, sem í vetur eru settar á Skeiði og eru þá grasbítir upptaldir í hreppnum. Af þessum lista má sjá, að ekki eru Svarfdælingar í þeim hug að draga saman búskapinn, hvorki sauðfjár- né nautgripa- ræktina. Heyforði til að fóðra þenna bústofn á er nægilegur á þessum haustnóttum eins og oftast áður eða 54.545 rúmmetrarumreikn- að í þurrhey. Að vísu eru til bæir, þar sem ekki er nú til nægilegt fóður fram úr, en annars staðar eru arfgangar svo miklir að nettó umframbyrgðir reiknast vera 8300 rúmmetrar eða ein 330 kýrfóður. Gaman getur verið að leika sér með þessar tölur, t.d. að reikna út meðaltöl. Jarðir í hreppnum, þar sem búfjárrækt er stunduð, eru 43. Ef tekið er slétt meðaltal og ekki tekið tillit til tvíbýlis- né félagsbúskapar, kemur út meðaláhöfn, sem er ca. 20 kýr og 125 ær með tilheyrandi fjölda ungviðis. Með frekari reikningskúnst- um fæst út, ef kýr og kindur eru lagðar út í ærgildi, að meðal- áhöfn jarða í hreppnum er ein 640 ærgildi borið saman við vísitölubúið á landsvísu, semnú er 440 ærgildi. Af þessu má þó ekki draga þá ályktun, að búskapur í Svarfaðardal sé svona miklu stærri í sniðum heldur en landsmeðaltalið, því bændur eru nokkru fleiri en jarðirnar. Við þetta skal því svo bætt, eftir upplýsingum Hafsteins Pálssonar, að á umráðasvæði Dalvíkurkaupstaðar voru nú á haustnóttum 125 kýr, 1218 ær og 150 hross. Hefur bæði kúm og kindum fjölgað lítilsháttar, en hrossum mjög verulega, því þau voru talin 131 á sama tíma í fyrra. Raunverulegir bændur á svæðinu eru nú varla fleiri en 7 talsins. Haustslátrunin 1977 Haustslátrun í sláturhúsi KEA á Dalvík er nú nýlokið. Hjá Jóhannesi Haraldssyni í kaupfélaginu fékk blaðið eftir- farandi upplýsingar um slátrun- ina: Alls var að þessu sinni slátr- að 15.055 kindum úr 5 kaupfél- agsdeildum. Nú var í fyrsta sinn slátrað fé úr Ólafsfirði, en gamla sláturhúsið þar var ekki notað á þessu hausti. Auk þess var slátrað á Dalvík öllu fé úr Dalvíkur- Svarfaðardals- og Árskógsstrandardeildum og nokkrum fjölda úr Arnarnes- deild. Skiptingin er þessi: Ólafsfjarðardeild 1.389 Dalvíkurdeild 1.839 Svarfaðardalsdeild 7.8,76 Árskógsstrandardeild 2.910 Arnarnesdeild 1.041 15.055 (13.175 árið 1976) Af þessari tölu eru dilkar 13.725 en fullorðið fé 1.330. Meðalvigt dilka var að þessu sinni í góðu meðallagi eða 14,152 kg., og er þá nýrnamör reiknaður frá. í 1. flokk fóru sem næst 73%, í 2. flokk 19% og i 3. flokk 8%. Ekki lágu fyrir tölur um meðalþunga í hinum einstöku deildum. Tímamót Anton Baldvinsson, Goðabraut 18, varð áttræður 27. október síðastliðinn. Norðurslóð árnar honum heilla. Jóhann Daníelsson, kennari, varð fimmtugur 18. nóv- ember. Jóhann er landskunnur fyrir söng sinn og vonar Norðurslóð að Jóhann eigi eftir að gleðja okkur með nýjum lögum. Fyrsta spurningin sem leitað er svars við er: Hvar verður úthlutað byggingarlóðum hjá Dal- víkubœ á nœsta sumri? Sveinbjörn Steingríms- son bæjartæknifræðingur gaf eftirfarandi svar: Aðeins tvær einbýlishúsalóð- ir eru enn lausar við uppbyggða götu, þ.e. við Drafnarbraut, en samkvæmt skipulagi eru enn ióóir eftir syðst í Sunnubraut og Dalbraut og neðan Böggvis- brautar og við ónefnda götu á Brimnestúni. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um hvort haldið verður áfram með þær götur á næsta ári. Nokkrar lóðir undir atvinnu- húsnæði eru lausar á svæðinu milli Gunnarsbrautar og Rán- argötu. I undirbúningi er nú gerð nýs aðalskipulags fyrir Dalvík og er áætlað að hluti þess liggi fyrir í vetur þannig að hægt verði að úthluta lóðum samkvæmt þvi fyrir vorið. Arkitekt og verk- fræðistofan á Akureyri hefur verið fengin til að vinna þetta verk í samráði við skipulags- stjóra, sem hefur haft þessi mál fram að þessu, og skipulags- nefnd Dalvíkur og munu fyrstu athuganir beinast að legu þjóð- vegarins gegnum bæjarlandið. Á vegum vita- og hafnar- málastofnunarinnar er aftur á móti unnið að skipulagi fyrir höfnina og hafnarsvæðið. Gerð nýs aðalskipulags var orðið mjög aðkallandi svo við losnum við það fyrirkomulag að þurfa að taka eina og eina götu út í loftið og án þess að gera sér grein fyrir hvert fram- haldið verði. Allar þessar tillögur munu verða kynntar fyrir bæjarbú- um jafnóðum og þær liggja fyrir. Foreldra- félag á Dalvík f meira en ár hefur starfað á Dalvík félag foreldra þeirra barna sem eru á dagheimilinu eða í Krílakoti eins ogdagheim- ilið heitir raunar. í október síðastliðnum gekkst þetta félag fyrir fundi um málefni dagheim- ilisins. Jón Björnsson sálfræð- ingur mætti á fundinum og flutti þar erindi. Um 40-50 for- eldrar voru á fundinum og voru umræður hinar líflegustu, enda hafði Jón þann háttinn á að hann skipti erindi sínu í nokkra þætti og leyfði fundargestumað taka til máls við hver þáttaskil. Á fundi þessum gekk um listi og skrifuðu nær allir fundar- gestir undir hann og létu þar með í ljós ósk um að stofnað yrði foreldrafélag í tengslum við Dalvikurskóla. Norðurslóðhef- ur enn ekkert fregnað um stofnun slíks félags. Líklegast skortir þar á að einhverjir for- eldrar taki frumkvæðið í sínar hendur.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.