Norðurslóð - 19.04.1978, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 19.04.1978, Blaðsíða 1
NORÐURSLOÐ SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR 2. árgangur Miðvikudagur 19. apríl 1978 3. tölublað Manntal fyrr og nú Árlega gefur Hagstofa íslands út manntal fyrir hvert sveitarfélag í landinu og miðar við 1. desember. Margir hafa gaman af að velta fyrir sér tölum úr manntalinu og bera þá gjarnan saman nútíð og fortíð og virða fyrir sér breyt- ingarnar. í þessari smágrein birtum við nokkrar upplýsingar fengnar úr þjóðskránni 1977 viðvíkjandi Dalvík og Svarfaðardal og drepum um leið örlítið á hið fræga manntal 1703. íbúar Dalvíkurkaupstaðar 1. des. síðastl. reyndust vera 1228 talsins og hefur þeim fjölgað um 21 frá árinu áður. Karlar eru 629 en konur 599. Eftir hjúskaparstétt er ástandið þannig: Hjón eru 240 (pör), ekkjufólk 51 og ógift fólk 697, þar með talin öll börnin. Þar eru reyndar 379 14 ára ogyngri, 197 drengir og 182 stúlkur. 85 ára eða eldri eru hins vegar aðeins 16,9 karlar og 7 konur. íbúar Svarfaðardalshrepps eru 291 og hefur fækkað um 14t á skrá frá 1976. Karlar eru 152' og konur 139. Hjón eru 48, ekkjufólk 15 og ógiftir 180. Börn 14 ára og yngri eru 73, 34 drengir og 39 stúlkur. 85 ára eða eldri eru þar 7, karlar 4 og konur 3. Það hefur gerst einhvern- tímann á síðustu tveimur árum, að íbúafjöldi hins gamla Svarf- aðardalshrepps hefur skotist yfir hálft annað þúsundið og er nú nánar tiltekið 1519 sálir. Mikil er nú fjölgunin orðin á þessari öld, munu margirhugsa. En lítum nánar á það. Um alda- mótin síðustu voru íbúar Svarf- aðardalshrepps rétt um 1000, þar af ca 50 á því svæði, sem nú er Dalvík. Þá voru íbúar lands- ins alls liðlega 75 þús. Síðan hefur þjóðin nær því þrefaldast að höfðatölu, var yfir 220 þús. nú við manntalið 1. des. Hefðum við haldið hlut okk- ar ætti íbúatala í byggðar- laginu því að vera hátt í 3000, helmingi hærri en hún er í reynd. Hvað hefur gerst, er fólk okkar ófrjórra en gengur og gerist? Auðvitað ekki, það er að sjálfsögðu brottflutningur fólks héðan, sem þessu veldur. Hvert hefur þá allt þetta fólk farið, mætti spyrja. Svarið er einfalt. Það hefur farið til Akureyrar til að byggja að sínu leyti upp höfuðstað Norður- lands, og það hefur farið til stór- Reykjavíkur til að byggja að sínu leyti upp höfuðborg ríkis- ins. Á þessum slóðum er okkar brottflutta fólk að finna að langmest leyti og svo er einhver strjálingur um land allt. Allt þetta vissu menn fyrir, en það er gaman að sjá þetta stað- festast í áskrifendaskrá Norður- slóðar. Það kemur í ljós, að um það bil helmingur kaupenda er úr röðum brottfluttra, ca 100 af Reykjavíkursvæðinu ogca40af Akureyri og aðrír dreifðir um land allt. Manntaliö 1703 Fyrsta allsherjarmanntal var tekið hér á landi árið 1703, sem frægt er og mikið til vitnað. Þá voru allir íbúar hreppsins, Vallnahrepps, sem tók yfir dalinn, Upsaströnd, Árskógs- strönd og Hrísey, 657. I þann tíð voru konurnar í góðum meirihluta eða 381 á móti 276 körlum. Það sannast þar, að í erfiðu árferði reynd- ust konur jafnan lífseigari en karlar, auk þess sem dánartala karla af völdum slysa og af hinni hversdagslegu glímu við óblíð náttúruöfl var jafnan miklu hærri. Fróðlegt væri að fara dálítið nánar ofan í skiptingu íbúanna eftir stétt og stöðu á heim- ilunum, en þó er þess ekki kostur hér. Aðeins skal bent á þá ægilegu staðreynd, að 102 einstaklingar eða 15,5% íbú- anna voru hreppsómagar, þar af 25 karlar og 77 konur. Margt af þessu fólki voru börn og unglingar innan 16 ára aldurs, en svo voru líka í hópnum margar gamlar konur. Að lokum skal þess til gamans getið, að Jónar í hréppn um voru 76 og Guðrúnar 84, hvorki meira né minna, eða til samans meira en fjórðungur íbúanna. í því sambandi er það í frásögur færandi, að af 17 íbúum Hríseyjar voru 6 Guð- rúnar. Af þeim voru 3 alsystur á Syðstabæ og 2 alsystur á Ystabæ. Snorri Sigfússon Iátinn Snorri Sigfússon fyrrv. skóla stjóri og námsstjóri andaðist í Reykjavík að kvöldi fimmtudags 13. apríl. Hann verður jarðsettur í kirkjugarðinum á Tjörn við hlið Guðrúnar fyrri konu sinnar laugardaginn 22. þ.m. Þá er lokið ferð hans „frá Brekku“, sem hófstfyrirhart nær heilli öld eða 31. ágúst 1884. Ferð Snorra Sigfús- sonar á lífsins leið er ekki einasta óvenjulega löng orð- in, heldur einnig sérlega viðburðarík og árangursrík iOg við hljótum að mega segja gæfurík. Leið hans lá snemma burt frá æsku- stöðvum hér í Svarfaðardal, fyrst til námsá Akureyri og í Noregi, þá til starfa hér nærri heimaslóðum, á Flateyri og á Akureyri og að lokum til Reykjavíkur, þar sem hann m.a. vann að ritstörfum fram á síðustu ár og daga. En hvert sem spor Snorra lágu, og hversu sem hann einbeitti sér að mikilvægum störfum sínum og öðrum áhugamálum af þeim eld- móði, sem svo mjög ein- kenndi hann, þá var góður hluti af hug hans og hjarta jafnan hér heima á æskuslóð unum í Svarfaðardal. Ef til vill varð þessi hugarháttur hans þvi sterkari sem á æfina leið, eins og algengt er. í hans ágæta þriggja binda minningariti kemur það ljós- ast fram hvílíkur Svarfdæl- ingur hann var, og hve heitt hann unni þessari sveit og því fólki, sem hér lifði og lifir í dal og á strönd. í bréfi, sem hann skrifaði þessu blaði þremur vikum fyrir dauða sinn, eru þessi orð síðust: Heill sé ykkur öllum. Og nú styttist óðum í ferðina heim. Nú viljum við fyrir hönd allra Svarfdæla nær og fjær Framhald á bls. 3. Bústofnsauki á Böggvisstöðum ^ Hvert er stærsta bú í Svarfaðar- dal, Ytra-Hvarf, Dæli, Hóll, 'Hrappsstaðir eða hvað? Nei, ekkert af þessu. Langstærsta búið er á Böggvisstöðum, þar sem er minkabú Þorsteins Aðal- steinssonar. Nú á dögunum fjölgaði þar i búinu og er þó vorgotið ekki byrjað enn. Þá bættust við 1250 minkalæður keyptar af Argyll Mink Farm við Glasgow í Skot- landi. Þarna er um að ræða 4 litarafbrigði af mink: Pastell, sem er dökkbrúnn, Jet, sem er svartur, Violet, sem er ljósfjólu- blár og Perla, sem er ljósgrár. Allar eru læðurnar komnar að gotum og hefur seljandinn ábyrgst til jafnaðar 3.5 unga úr hverri læðu, eða samtals 4375 stykki. Minkar frá þessu búi í Skot- landi eru kunnir fyrir heilbrigði og fyrir pelsa af hæsta gæða- fiokki. Þessi kaup eru hugsuð sem skref til kynbóta, enda hefur Þorsteinn plön um veru- lega stækkun búsins í framtíð- inni. Hér er um verulega fjárfest- ingu að ræða. Þessidýrkostuðu 20 milljónir ogflutningurinn frá Glasgow til Akureyrar með vél frá Iscargo 1.5 í viðbót. En nú eru læður á Böggvis- stöðum líka orðnar 3300 talsins, og bráðum hefst gotið, og þá gæti þessi tala 5 faldast eða meir eftir því, hve vel „mink- burðurinn“ heppnast. Hjónin Sigríður Rögnvaldsdótir og Þorsteinn Aðalsteinsson með nýgotna minkahvolpa. Til áskrifenda Kosmngaundirbúningur á Dalvík og í Svarfaðardal Nú er komið að því leiðinlega en nauðsynlega verki að biðja ykkur, góðir áskrifendur, að greiða blaðið. Þúsund krónur hafa verið nefndar sem blaðgjaldfyrir ár- ganinn 1978. Við það verður að sjálfsögðu staðið, en þó er því ekki að leyna, að þetta er allt of lágt. Það yrði þvi þakksamlega þegið, ef velunn- arar, sem þess eru megnugir, greiddu eitthvert yftrverð. Nú viljum við biðja alla áskrifendur hér á heimslóð- um að koma árgjaldinu til einhvers af útgefendum eða i Bókaverskunina SOGN á Dal vík, þar sem merkt verður við á lista fyrir greiðslunni, en kvittun aðeins gefin, ef þess er sérstaklega óskað,. Áskrifendum annarstaðar er nú sent eyðublað fyrir póstávísun með árituðu nafni og heimilisfangi sendanda og móttakanda. Upphœð er hins- vegar ekki færð inn á seðilinn, og er það satt að segja gert til að gefa mönnum kost á að greiða meira en lágmarksverð ef svo sýnist. Ekki efumst við um skilvísi ykkar, góðir áskrifendur, enda | er hún forsenda fyrir fram- m haldslíji blaðsins. Að svo mœltu óskum við lesendum blaðsins, svo og öllum Svarfdœlum heima og heiman, gleðilegs sumars og þökkum samskiptin á liðnum vetri. Gleðilegt sumar! í síðasta tölublaði NORÐUR- SLÓÐAR var sagt frá prófkjöri Framsóknarfélagsins. Það próf kjör var fyrsti vottur þeirra hræringa sem búast má við á Dalvík fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 28. maí næstk. Samkvæmt síðustu fréttum hefur Framsóknarfélagið ekki tekið ákvörðun um skipan manna á framboðslista sinn, nema fimm efstu sætin, sem ákvörðuð voru með prófkjör- inu. Aftur á móti hafa tvö önn- ur flokksfélög, Sjálfstæðismenn og Alþýðubandalagið, skipað menn á framboðslista. Virðist því ljóst að framboðslistarverði a.m.k. þrír. Spurningin er að- eins hvort þeir verða fleiri. í þessu blaði verður ekki skýrt frá skipan manna á listum, vegna plássleysis verður það að bíða næsta blaðs, sem væntan- lega mun koma út um miðjan maí. Því miður er plássið heldur ekki nægjanlegt til að unnt sé að segja mönnum ærlega til synd- anna fyrir andvaraleysi í bæjar- málum. Norðurslóð hefur ekki enn borist ein einasta aðsend grein um málefni Dalvíkurbæj- ar, ef frá eru taldar nokkrar fyrirsminúr. Væri þó ekki frá- leitt aSt hugsa sér að NORÐUR- Frmmhald á bls. 3.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.